Bændablaðið - 10.09.2015, Page 32

Bændablaðið - 10.09.2015, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Þjóðargrasagarðurinn á Kúbu Kúba er eyja í Karíbahafi þar sem meðalhitinn er 21° gráða á Celsíus og þar vaxa rúmlega 9.000 tegund- ir af plöntum. Nánast er hægt að rækta hvað sem er á Kúbu sem sést á því að ef fræ lendir í mold spírar það og víða má sjá heilu trén vaxa í sprungum utan á húsum í gamla miðbænum. Þrátt fyrir þetta er takmark- að af matjurtum í boði í verslun- um og helstu ræktunarplöntur eru sykurreyr, sem notaður er í romm, kaffi og tóbaksplöntur í vindla. Þjóðargrasagarðurinn á Kúbu er með yngri grasagörðum í heimi. Uppbygging hans hófst árið 1968 og hann var opnaður almenningi árið 1984. Garðurinn er um 25 kílómetra suður af Havana, á landi sem áður var nytjað til beitar. Hann er um 600 hektarar að stærð og í honum eru þrjú lítil vötn, yfir 180 þúsund tré og ríflega fjögur þúsund tegundir af plöntum. Um 200 þúsund gestir heimsækja garðinn árlega. Gróður frá löndunum í kringum miðbaug Í garðinum, sem er skipt í svæði eftir löndum, má skoða plöntur sem eru upprunalega frá Ástralíu, eyjum í Kyrrahafinu, Suðaustur- Asíu, Indlandi, ákveðnum svæðum í Afríku, Mið-Ameríku og Mexíkó en 120 hektarar eru tileinkaðir flóru Kúbu. Það sem fyrir augu bar var því talsvert ólíkt því sem sjá má í grasagörðum á norðlægari slóðum. Pálmar af öllum stærðum og gerð- um eru í garðinum. Mér var sagt að alls væru pálmategundirnar 150 og þar af yxu 40 villtar á Kúbu. Í fyrstu fannst mér þeir nánast allir eins en þegar ég fór að skoða þá betur kom í ljós mikill munur á blaðgerð og áferð stofnsins. Mér kom á óvart að rekast á furur í garðinum og voru tvær tegundir mest áberandi, Pinus cubensis og Pinus caribaea. Talsverður undirbúningur Daginn áður en ég og samferðakona mín, Guðrún Helga Tómasdóttir, fórum í garðinn var samið við leigubílstjóra um verð, klukkan hvað skyldi lagt af stað og hvað ferðin tæki langan tíma. Bílstjórinn var hinn almennilegasti og mjög hjálplegur og kannski um of því þegar við komum á staðinn var hann búinn að útvega okkur leiðsögukonu til að fylgja okkur um garðinn. Gallinn var bara sá að hún talaði ekki orð í ensku og við skiljum ekki nema hrafl í spænsku. Hún gat að vísu gert sig skiljanlega um hvað leiðsögnin kostaði en lengra náði það ekki og það tók talsverðan tíma að koma konunni í skilning um að við vildum fá að ganga um garðinn ein. Undirbúningur fyrir ferðina tók aftur á móti mest alla nóttina og um tíma hélt ég að ekkert yrði úr heimsókninni. Skömmu eftir miðnætti byrjaði ég að svitna herfilega og tveimur tímum síðar var ég kominn inn á klósett þar sem gusur komu hvor úr sínum endanum til skiptis og stundum báðum í einu. Þegar losuninni lauk og ég leit í spegil var ég grár í framan eins og aska í vindlaöskubakka, sem voru á öllum borðum á hótelinu, og hélt ég að þetta væri mín síðasta stund. Samferðakona mín rumskaði ekki við Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Hitabeltisgróður við eitt gróðurhúsið í þjóðargrasagarðinum á Kúbu. Myndir / VH Inngangurinn að Jardin Botanico Nacional á Kúbu. Kaktusar í eyðimerkurloftslagi. Garðurinn er á landi sem áður var notað til beitar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.