Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
óhljóðin í mér og svaf alla nóttina og
kenndi sér einskis meins.
Ég var aðein hressari þegar kom að
brottför klukkan níu árdegis og ákvað
því að fara í garðinn því alls óvíst var
hvort tækifærið byðist aftur.
Í garðinum tóku veikindin sig
aftur upp og mér varð svo brátt
að ég þurfti að hlaupa bak við
pálma og létta á mér og nota gras
á afturendann, eins og í sveitinni í
gamla daga. „Shit happens“ víðar
en á Íslandi.
Gróðurhús og bonsaigarður
Þrjú stór gróðurhús í garðinum eru
opin almenningi og í raun svolítið
súrrealískt að skoða plöntur í
gróðurhúsi í hitabeltinu. Ég áttaði
mig svo á að gróðurhúsunum var
ætlað að skapa ákveðið loftslag og
gróðurhverfi eins og eyðimörk þar sem
vaxa kaktusar og þykkblöðungar eða
regnskógaloftslag fyrir vatnaliljur og
hitabeltisburkna. Í einu gróðurhúsinu
var svo safn bonsai-trjáa.
Utandyra skammt frá
gróðurhúsunum er sýningarsvæði sem
er helgað plöntunytjum og þar vaxa alls
kyns lækninga-, litunar-, vefnaðar-,
matarplöntur og plöntur sem tengjast
helgihaldi. Þar er einnig beð þar sem
eingöngu vaxa eitraðar plöntur.
Þar sem við heimsóttum garðinn í
nóvember voru aldin og fræ áberandi
en fáar plöntur í blóma.
Gangan langa
Í garðinum, sem er stór, eru 35
kílómetrar af göngustígum og ég er
viss um að ég og Guðrún Helga höfum
gengið hvern einasta metra af þeim. Í
ákafa mínum til að sjá sem mest og
kíkja yfir næstu hæð týndi ég áttum
og við villtumst í garðinum. Við
hefðum líklega þurft að eyða nóttinni
þar hefði Guðrún ekki kunnið hrafl
í spænsku og séð skilti sem vísaði á
aðalinnganginn þar sem leigubíllinn
beið okkar og ók heim á hótel þar sem
ég lá í nokkra klukkutíma og jafnaði
mig á matareitruninni.
Nóttin fyrir heimsóknina var
erfið vegna matareitrunar og
satt best að segja
hef ég verið betur á mig kom
inn en í garðinum.
Guðrún Helga skannar matseðilinn.
Í garðinum eru 35 kílómetrar af göngustígum.
Illa þefjandi planta sem laðar að sér flugur sem sækja í hræ.
Rauðar hnetur eins og þessar var
víða að sjá á pálmatrjám.
Bjúgu sem vaxa á trjám.
Lendi fræ í mold spírar það og víða í gamla bænum má sjá tré vaxa utan á
húsum og skemma þau.
Boðið er upp á
sýningarferðir
með þessu
skemmtilega
farartæki.