Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 óhljóðin í mér og svaf alla nóttina og kenndi sér einskis meins. Ég var aðein hressari þegar kom að brottför klukkan níu árdegis og ákvað því að fara í garðinn því alls óvíst var hvort tækifærið byðist aftur. Í garðinum tóku veikindin sig aftur upp og mér varð svo brátt að ég þurfti að hlaupa bak við pálma og létta á mér og nota gras á afturendann, eins og í sveitinni í gamla daga. „Shit happens“ víðar en á Íslandi. Gróðurhús og bonsaigarður Þrjú stór gróðurhús í garðinum eru opin almenningi og í raun svolítið súrrealískt að skoða plöntur í gróðurhúsi í hitabeltinu. Ég áttaði mig svo á að gróðurhúsunum var ætlað að skapa ákveðið loftslag og gróðurhverfi eins og eyðimörk þar sem vaxa kaktusar og þykkblöðungar eða regnskógaloftslag fyrir vatnaliljur og hitabeltisburkna. Í einu gróðurhúsinu var svo safn bonsai-trjáa. Utandyra skammt frá gróðurhúsunum er sýningarsvæði sem er helgað plöntunytjum og þar vaxa alls kyns lækninga-, litunar-, vefnaðar-, matarplöntur og plöntur sem tengjast helgihaldi. Þar er einnig beð þar sem eingöngu vaxa eitraðar plöntur. Þar sem við heimsóttum garðinn í nóvember voru aldin og fræ áberandi en fáar plöntur í blóma. Gangan langa Í garðinum, sem er stór, eru 35 kílómetrar af göngustígum og ég er viss um að ég og Guðrún Helga höfum gengið hvern einasta metra af þeim. Í ákafa mínum til að sjá sem mest og kíkja yfir næstu hæð týndi ég áttum og við villtumst í garðinum. Við hefðum líklega þurft að eyða nóttinni þar hefði Guðrún ekki kunnið hrafl í spænsku og séð skilti sem vísaði á aðalinnganginn þar sem leigubíllinn beið okkar og ók heim á hótel þar sem ég lá í nokkra klukkutíma og jafnaði mig á matareitruninni. Nóttin fyrir heimsóknina var erfið vegna matareitrunar og satt best að segja hef ég verið betur á mig kom inn en í garðinum. Guðrún Helga skannar matseðilinn. Í garðinum eru 35 kílómetrar af göngustígum. Illa þefjandi planta sem laðar að sér flugur sem sækja í hræ. Rauðar hnetur eins og þessar var víða að sjá á pálmatrjám. Bjúgu sem vaxa á trjám. Lendi fræ í mold spírar það og víða í gamla bænum má sjá tré vaxa utan á húsum og skemma þau. Boðið er upp á sýningarferðir með þessu skemmtilega farartæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.