Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Í einni af ályktunum aðalfundar
Landssambands kúabænda 2015,
var stjórn samtakanna falið að
leita samstarfs við bókhaldsskrif-
stofur búnaðarsambandanna og
RML um gerð samantektar á
afkomu kúabænda.
Niðurstöður voru birtar þann 25.
ágúst í samantekt Baldurs Helga
Benjamínssonar, framkvæmdastjóra
LK. Þar kemur fram að alls fengust
39 búreikningar af Suður-, Vestur- og
Norðurlandi, með niðurstöðum fyrir
árin 2013 og 2014. Reikningum frá
einu búi var sleppt í uppgjörinu, þar
voru á ferðinni óútkljáð lánamál sem
höfðu óeðlilega mikil áhrif á heildar-
niðurstöðu fjármagnsliða. Alls eru
því 38 bú með í uppgjörinu, sömu
búin bæði árin.
Árið 2014 lögðu þau inn að
jafnaði 277.000 lítra, sem var aukn-
ing um 22.500 lítra frá árinu áður;
minnsta búið framleiddi rétt ríflega
100.000 lítra 2014 en það stærsta
rúmlega 700.000 lítra það ár.
Tekjuaukning í
mjólkurframleiðslu
Tekjur af mjólkursölu jukust um
tæplega 2,8 milljónir kr, en tekjur
af nautakjötsframleiðslu drógust
saman um tæp 170.000 kr. Er það
í ágætu samræmi við hreyfingar á
markaði fyrir nautgripaafurðir á
liðnu ári; mjólkurframleiðsla jókst
en nautgripakjötsframleiðsla dróst
saman. Talsverður samdráttur verður
í liðnum ýmsar tekjur árið 2014, það
kann að hluta að eiga sér skýringar í
að t.a.m. bætur vegna kaltjóna voru
miklar árið 2013 en óverulegar í
fyrra. Nánari niðurstöður einstakra
tekjuliða má sjá í töflunni hér til hlið-
ar. Upphæðir eru í krónum.
Aukinn fóðurkostnaður
Kostnaður vegna fóðurkaupa hækk-
aði talsvert milli ára, eða um ríflega
900 þús. kr., eða um 16%, þar sem
fóðurverð lækkaði milli ára, má ætla
að notkunin hafi aukist um nærri
20%.
Minni áburðarkostnaður
Áburðarkostnaður lækkaði hins
vegar talsvert, eða um rúm 600 þús.
kr. Áburður lækkaði nokkuð í verði
milli áranna 2013 og 2014. Rekstur
búvéla var óbreyttur milli ára, sem
og liðurinn rekstrarvörur. Aðkeypt
þjónusta jókst um tæp 600 þús. Í
heild hækkaði breytilegur kostn-
aður um rúmlega 900 þús. krónur
milli ára. Nánar má sjá sundurliðun
á breytilegum kostnaði í töflunni sem
hér fylgir.
Kostnaðarhækkanir
m.a. vegna launa
Hálffastur kostnaður hækkaði um
tæp 350 þús. milli ára, laun og launa-
tengd gjöld hækkuðu um rúmlega
900 þús. kr. og fyrningar hækkuðu
um rúm 600 þús. kr. enda fjár-
festingar farnar að taka við sér að
nýju eftir mikla lægð í kjölfar þess að
viðskiptabankarnir fóru afvelta 2008.
Sundurliðun á þessum gjaldaliðum
er í töflunni hér fyrir neðan.
Svipuð framlegð milli ára
EBIDTA framlegð (búgreinatekjur
að frádregnum breytilegum kostnaði,
hálfföstum kostnaði og launum) er
svipuð milli ára, tæpar 12 milljón-
ir kr. 2013 og rúmar 11,8 milljónir
kr. 2014. Fjármagnsliðir markast af
leiðréttingu lána sem talsvert var
um á árinu 2013, þannig að taka ber
þann fyrirvara þegar hagnaður af
reglulegri starfsemi þessi tvö ár er
borinn saman. Einnig er leiðréttingin
misjafnlega færð; stundum er hún
færð á móti vaxtagjöldum. Í öðrum
tilfellum er hún tilgreind sérstaklega
og verður það að teljast æskilegasta
formið.
Nánar má sjá fjármagnsliðina í
töflunni hér til hliðar, sem og sam-
anburð á fjárfestingum þessara búa
árin 2013 og 2014, en hún var tæpar
7,5 milljónir árið 2013 og tæpar 7
milljónir árið 2014. Mikilvægt er að
sjá að fjárfestingar búanna eru talsvert
meiri en afskriftir þeirra.
Fram kom í umfjöllun Baldurs
Helga að LK er nú komið með í
hendur þokkalegt gagnasafn, sem
hann telur að áhugavert væri að
skoða nánar; breytileika einstakra
kostnaðarþátta, þróun fastafjármuna
og skuldastöðu. Stefnt er að grein-
ingu á þessum þáttum fyrir haustfundi
samtakanna í október n.k.
Úttekt Landssambands kúabænda á afkomu kúabúa 2014:
Tekjur af mjólkursölu jukust en samdráttur
í tekjum af nautakjötsframleiðslu
2013 2014 Breyting
milli ára
254.563 277.068 22.505
32.231.605 35.005.042 2.773.437
3.817.695 3.651.795 -165.900
534.622 600.703 66.081
7.076 862 -6.214
408.642 661.889 253.247
3.014.060 2.135.911 -878.148
40.013.700 42.056.203 2.042.503
2013 2014 Breyting
milli ára
5.547.927 6.453.969 906.042
3.843.721 3.201.046 -642.675
2.605.569 2.604.548 -1.021
1.690.289 1.748.240 57.951
3.613.671 4.212.481 598.810
17.301.177 18.220.285 919.108
2013 2014 Breyting
milli ára
4.674.584 5.024.040 349.456
6.076.458 6.993.931 917.472
4.786.932 5.401.669 614.737
15.537.974 17.419.640 1.881.665
7.174.549 6.416.278 -758.271
2013 2014 Breyting
milli ára
198.747 247.213 48.466
0 -3.240.733
-2.389.521 -2.724.782 335.261
1.049.959 -2.477.569 3.527.528
Rekst artekjur
Innlögð mjólk, ltr.
Mjólk
Nautakjöt
Sauðfé
Aðrar búgreinatekjur
Aðrar tekjur
Ýmsar tekjur
Rekstrartekjur alls
Breytilegur kostnaður
Fóður
Áburður og sáðvörur
Búvélar
Rekstrarvörur
Þjónusta
Breytil. kostn. alls
Hálffastur kostnaður
og launakostnaður
Hálffastur kostnaður
Laun og launatengd gjöld
Fyrningar
Alls
Rekstrargjöld alls
Hagnaður fyrir fjármagnsliði
EBIDTA framlegð
Fjármagnsliðir
Vaxtatekjur og verðb.
Endurreikningur lána
Vaxtagjöld
Alls
Hagn. af. reglul. starfs.
Fjárfesting 7.474.583 6.963.653 -510.930
Mynd / HKr.