Bændablaðið - 10.09.2015, Page 45

Bændablaðið - 10.09.2015, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Lesendabás Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Á bls. 33 í síðasta tölublaði Bændablaðsins (27.08. 2015) birt- ist grein á vegum Framfarafélags Fljótsdalshéraðs (FF), sem ber yfirskriftina ,,Matjurtarækt á Austurlandi“ - verkefni um efl- ingu ræktunar í heimahéraði. Þar er farið yfir aðdraganda, undirbúning og markmið slíkrar ræktunar, ásamt fyrirhuguðum fundum og kynningu á námskeið- um í framhaldi. Þessi atriði verða ekki frekar tíunduð hér, heldur lögð áhersla á að kynna verkefnið sem best fyrir áhugasömun Austfirðingum, hvar sem þeir kunna að búa í landsfjórð- ungnum. Að lokinni allviðamikilli könnun hjá ýmsum veitingastöð- um og mötuneytum fyrir nokkru er ljóst að mikið vantar upp á að að Austfirðingar hafi aflað sér nægrar þekkingar til að nýta þau náttúrulegu skilyrði, sem víða eru fyrir hendi, til að efla framleiðslu matjurta í heimahéraði, þótt á því séu vissu- lega undantekningar, en bara allt of fáar. Mikilvægt er að geta boðið veitinga- og matsölustöðum þessa hollustuvöru að sem mestu leyti úr nánasta umhverfi í stað þess að flytja þær langt að með tilheyrandi kostnaði og oft tilheyrandi rýrnun á ferskleika, en hlutdeild heima- fenginna matjurta er, enn sem komið er, harla fátækleg á Austurlandi. Þetta þarf að laga á komandi árum og mæta einnig þörfum vax- andi fjölda ferðafólks í þessu efni sem öðrum með verðmætasköpun á heimaslóð. Framfarafélag Fljótsdals- héraðs (FF) efnir í þessu skyni til tveggja kynningarfunda um verk- efnið ,,Matjurtarækt á Austurlandi – undirbúningsverkefni“, þriðju- daginn 15. september, nánar þannig: Hótel Tærgesen á Reyðarfirði, kl. 16 og á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 20. Eftirfarandi dagskrá fundanna er áætluð á þessa leið: 1. Inngangsorð verkefnisstjóra Matjurtaverkefnisins. 2. Kynning á verkefninu út frá eigin hugmyndum og fag- þekkingu og kortlagning á fyrirhuguðum námskeiðum í matjurtarækt á Austurlandi. Guðríður Helgadóttir, for- stöðumaður starfs- og endur- menntunardeildar LbhÍ, Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. 3. Viðhorf fulltrúa úr hópi veitingastaða á Austurlandi og væntingar þeirra til verk- efnisins, auk þess, sem von er á fróðleik frá fulltrúa frá Sölufélagi garðyrkjumanna um rekstur, markaðsmál o.fl. 4. Umræður. Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki eystra. Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og samstarfsaðila Matjurtarækt - Vanmetin auðlind á Austurlandi að athygli mína vekur hvað Gustur 923 frá Sauðárkróki (sem löngum hefur verið kenndur við Höfða í Þverárhlíð) er víða á bak við hross sem fanga augað með fegurð sinni í reið og útreikningur á erfðahlutdeild Höfða-Gusts í útgeislun er verðugt rannsóknarefni. Starfsfólk kynbótasýninga Rétt er að minnast á starfsfólk kyn- bótasýninganna en að sýningar- stjórn, mælingum og þulastörfum komu um tuttugu manns víðs vegar um landið, flest allt þaulvant þessum störfum þó nokkur endurnýjun hafi átt sér stað í ár. Kynbótadómarar á Íslandi eru nú 24 en fimm nýir dómarar bættust við hópinn í ár og vert er að nefna. Öll eru þau vel menntað hestafólk en þau eru Arnar Bjarki Sigurðarson, Einar Ásgeirsson, Heiðrún Sigurðardóttir, Heimir Gunnarson og Óðinn Örn Jóhannsson. Samræmingarfundir voru haldnir í vor, bæði fyrir þá sem koma að sýn- ingarstjórn og mælingum og einnig fyrir dómarana. En einna mikilvæg- asti þáttur sýningarhaldsins er að viðhalda samræmdum vinnubrögð- um við alla þætti starfsins. Heilbrigðisskoðanir kynbótahrossa Heilbrigði kynbótahrossa var skoðað einsog undanfarin ár, bæði fyrir og eftir dóm. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að kvarða alla áverka sem hrossin hlutu í dómi í þrjá flokka til að fá betri mynd af ástandi hrossanna. Þetta átti við bæði særindi í munni og ágrip á fótum. Fyrsta stigs athugasemdir teljast ekki vera eiginlegir áverkar en eru t.d. særindi í munni sem ná ekki í gegnum slímhúð eða strokur á fótum sem ná ekki í gegnum húð og eru án eymsla eða bólgu. Annars stigs athugasemdir eru áverkar, s.s. lítil sár í munni eða á ágrip á fótum sem ná þó ekki einum cm. Þriðja stigs athugasemdir eru alvarleg- ir áverka og á þá lund að hrossið hlýtur ekki reiðdóm og getur ekki mætt til yfirlitssýningar. Nákvæmari lýsingu á þessari kvörðun má finna á heimasíðu RML. Þær jákvæðu fréttir eru að enn dregur úr tíðni skráðra áverka á milli ára. Skráð voru ágrip á fótum í 15,5% tilfella en 61% af þeim til- heyrðu 1. stigi. Var því um eiginleg ágrip (áverka) á fótum að ræða í einungis 7% tilfella og ágrip sem tilheyra 3. stigi voru einungis 10 í 1.197 sýningum sem er um 0,8%. Þá voru skráð særindi eða blóð í munni í 5% tilfella og var í öllum tilfellum um 1. stigs særindi að ræða. Þetta eru jákvæðar niðurstöður að tíðni áverka fari lækkandi og verðugt markmið að draga enn frekar úr þessari tíðni. Þeim möguleika var bætt við á síðasta ári að hægt væri að skrá þjálfara þegar hestur er skráður á kynbótasýningu. Þetta er jákvæð nýlunda og hefur það aukist til muna frá síðasta ári að fólk nýti sér þenn- an möguleika. Það verður hægt að tengja áhugaverða niðurstöður við þessar upplýsingar í framtíðinni. Til dæmis má nefna að tíðni ágripa er mun lægri í þeim hópi hrossa þar sem sýnandinn er einnig skráður þjálfari, samanborið við heildar gagnasafnið. Einnig dregur þetta fram í dagsljósið nafn þjálfara sem hafa staðið að baki góðum árangri hrossa, hverra nafn hefur kannski hvergi komið fram hingað til. Á það má benda að í þeim tilvikum þar sem margir hafa komið að þjálfun hestsins er hægt að skrá búið inn sem þjálfara, sem er þá í raun þjálfunarmiðstöðin. Áfram veginn Ásýnd sýninganna er sífellt að batna og framfarir í reiðmennsku og fag- legum undirbúningi hrossanna eru merkjanlegar ár frá ári. Einnig er afar verðmætt að á undanförnum árum hefur verið að koma fram floti af frábæru ungu reiðfólki sem undir- býr hross sín af kostgæfni, sýnir þau sjálf af metnaði, á forsendum hestsins og nær miklum árangri. Er það afar mikilvægt inn í framtíð- ina. Bann á einjárnungsstöngum og notkun á krossmúl/skáreim við stangir sem tók gildi í vor hefur eflaust haft sitt að segja í lækkandi tíðni ágripa. Sá beislabúnaður getur boðið upp á afkastareið sem lítil innistæða er fyrir með tilheyrandi slysahættu. Árangur á forsendum fag- mennsku og eðlisgæða mun ávallt skila okkur hinum mestu framför- um. Þá má nefna að á undanförnum árum hefur verið lögð ríkari áhersla í dómum á gæði gangtegundanna, þar sem þættir einsog mýkt, jafn- vægi og burður vega meira inn í einkunnagjöfina en t.d. hraði eða fótaburður. Gæði á hægu tölti og hægu stökki hafa nú meiri áhrif á lokaeinkunn fyrir þessar gang- tegundir svo dæmi sé tekið. Þetta er rétt þróun að mínu mati og veg- ferð sem er ekki lokið. Þetta eykur líkurnar á því að hrossin sem hljóta hæstu einkunnir gefi okkur þær hestgerðir sem mest verðmæti er í; úrvals reiðhrossin, ferðahrossin og keppnishrossin. Trausti frá Þóroddsstöðum – efsti 4 vetra stóðhestur ársins. Bjarni Bjarna- son heldur í. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 REYKJAVÍK S: 414-0000 / AKUREYRI S: 464-8600 / www.VBL.is LELY ASTRONAUT A3 Verð kr. 12.200.000 án vsk. Kominn heim á bæ með uppsetningu og byrjaður að mjólka Allar nánari upplýsingar hjá Sverri í síma 896 2866 Til sölu mjög góður notaður og yfirfarinn Lely Astronaut A3 mjaltaþjónn. Árgerð 2007 • Ný Atlas Copco SF4 loftpressa. • Tölva, prentari og T4C hugbúnaður. • 70 hálsbönd með QWES H hálskubbum með beiðslisgreiningu. • Hefur alltaf verið á þjónustusamningi. • Hentar líka sem mjaltaþjónn nr. 2 á sama bæ, (þá lægra verð án loftpressu, tölvu, prentara og CRS). • Fyrst settur upp í nóvember 2007. • Tilbúinn til afhendingar. Sveitasæla rétt fyrir utan höfuðborgina, 197 fm einbýlishús ásamt 157 fm hlöðu og 69 fm aðstöðuhúsi. Samtals 423,3 fm. Eins hektara lóð fylgir eigninni. Nánari upplýsingar veitir Oddur sölufulltrúi í síma 782-9282 eða Sylvía lögg. fasteignasali í síma 477-7777. Opið hús föstudaginn 11. september frá 18:00-19:00 Lykkja 1 44.900.000 kr Einbýlishús 423,2 fm 6 herbergja oddur@fr.is 00314 - Boston Litir: Svart/- Hvítt Str. 36-48 Verð 12.900 Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878 Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00. Lokað laugard. Teg. 01011 Litir: Hvítt Str. 36-48 Verð 17.990 Teg. 00045 Litir: Hvítt Str. 35-42 Verð 13.900 Teg. 51143 Litir: Hvítt/Svart Str. 35-46 Verð 16.900 Teg. 45010 Litir: Blátt/Rautt/ Silfur/Lilla Str. 36-42 Verð 17.990 Ábyrgjumst gæði Sígildir klossar Praxis.is Pantið vörulista 3ja laga Softshell fyrir dömur og herra í 5 litum Verð 21.900

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.