Bændablaðið - 10.09.2015, Page 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Við flytjum í Holt árið 2001 og
byrjum að búa þar með rúmlega
300 kindur sem við kaupum af for-
eldrum mínum. Síðan þá höfum
við verið að fjölga smátt og smátt.
Árið 2004 breyttum við fjósinu í
lausagöngufjós og 2007 tókum við
inn einn Lely-mjaltaþjón og svo
núna sumarið 2014 tókum við inn
tvo nýja Lely-mjaltaþjóna og stækk-
uðum fjósið svo að núna rúmar það
rúmlega 100 kýr.
Býli: Holt á Ásum.
Staðsett í sveit: Í Húnavatnshreppi
í Austur-Húnavatnssýslu.
Ábúendur: Maríanna Þorgrímsdóttir
og Vilhjálmur Jónsson.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum þrjú börn, Eyþór 23 ára, Jón
Margeir, 17 ára og Svövu Björk, 14 ára
– og tengdadóttur, Önnu, 24 ára, ásamt
hundinum Drífu og hvolpinum Loka.
Stærð jarðar? Um 300 ha.
Gerð bús? Við erum með fjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir? Við
erum með um 500 kindur og 20 hross
og 3 geitur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við vinnum bæði utan bús og
sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e.
snemma á morgnana og síðan seint
á kvöldin.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Allt er gaman ef við
gerum það saman en girðingavinna
verður nú samt seint talin mjög
skemmtileg.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Mjög svipað og hann er í dag, von-
andi fleira fé.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Þau eru í fínum
málum.
Hvernig mun íslenskum landbún-
aði vegna í framtíðinni? Vonandi
bara vel.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Með því að flytja út ferskt
kjöt og sýna fram á hreinleika
afurðanna.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Ostur, mjólk, skinka, ávextir og
grænmeti.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambalæri með öllu
tilheyrandi og pitsa.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar þakið fauk af
hlöðunni í vetur.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Sushi, bleikja og kleinuhringir í eftirrétt
Við Íslendingar eigum fjölbreytt
og gott fiskmeti. Við sushigerð er
mikilvægt að vanda val á hráefni
og þar gildir að hafa það sem allra
ferskast. Það er líka hægt að nota
t.d. grafinn eða reyktan lax og
annan fisk sem ekki er beinlínis
nýveiddur.
Ég elska að nota bleikju, mjúk
áferð er frábær fyrir grill eða á heita
pönnu, stökkt og gott bleikjuroð er
ómótstæðilegt.
Það ætlaði allt um koll að keyra
í höfuðstaðnum á dögunum þegar
ný verslun með ameríska kleinu-
hringi var opnuð á Laugaveginum.
Nýjungagirni landans á engin tak-
mörk og langar biðraðir voru dag eftir
dag. Þeir sem eiga ekki heimangengt
og vilja gera sína eigin kleinuhringi
ættu að lesa Matarkrókinn til enda.
Sushi-kúlur - Temari Sushi
› ½ blað af nori-þangi
› Sashimi-fiskur (þunnt skorinn fiskur)
› Lax að eigin vali, grafinn eða ferskur
› Bleikja
› Eða ferskar stórar rækjur, reyktur lax
eða annað ferskmeti
Sushi-grjón
› 1,5 bolli sushi-hrísgrjón
› 2 bollar vatn
› 6 matskeiðar hrísgrjónaedik
› 2,5 msk. sykur
› 2 tsk. salt
Skolið hrísgrjón í vatni þar til vatnið
verður tært. Þá er það þurrkað í sigti
í 1 klst. Setjið hrísgrjón í pott með
þéttu loki og bætið tveimur bollum af
vatni til viðbótar. Yfir miðlungs hita,
látið sjóða í um 2 mínútur. Dragið
af hitanum og látið krauma í aðrar
5 mínútur. Lækkið hitann og sjóðið í
um 15 mínútur, eða þar til vatnið hefur
farið inn í grjónin. Fjarlægið úr hita,
takið lokið af og setjið handklæði yfir
pottinn. Lokið er sett á og látið standa
í 10 til 15 mínútur.
Blandið í bolla 3 msk. hrísgrjónaediki,
einni msk. af sykri og hálfri teskeið
af salti.
Setjið vökvann stuttlega í örbylgjuofn
til að leysa upp sykurinn. Hellið yfir
bolla af soðnum sushi-hrísgrjónum
og hrærið varlega. Látið hrísgrjónin
kólna að stofuhita á diski.
Skerið hrísgrjón með spaða í gegn
til að aðskilja hrísgrjónin. Bætið
edikblöndu eins mikið og nauðsyn-
legt er (hrísgrjónin ættu ekki að vera
klístruð).
Skerið sneiðar af fisk í litla ferninga.
Setjið smá lax fyrst, þá lítinn bolta af
hrísgrjónum og setjið fiskinn ofan á.
Lyftið hornum og klípið rétt saman.
Herðið með plastfilmu og snúið
boltanum, þannig herðist á með
filmunni.
Ef þú hefur áhyggjur af útlitinu
getur þú látið lítinn ferning af nori-
þangi undir hverja sneið af laxi.
Síðan er filman tekin og skreytt
með laxahrognum, dilllaufum eða
rjómaosti.
Berið fram með sýrðum engifer,
wasabi og sojasósu og kryddið að
eigin vali.
Stökksteikt bleikja með nýju
grænmeti
› 4 bleikjuflök (beinlaus með roði)
› ½ búnt blandað spínat eða annað úr
garðinum
› 3 litlar radísur (sneiðar)
› ólífuolía
› salt og pipar
Gremolata (kryddgrunnur)
› 1 sítróna (börkur og safi)
› ½ bolli steinselja (söxuð)
› 1 msk. hvítlaukur (smátt saxaður)
› ¼ búnt graslaukur (saxaður)
› ¼ bolli ólífuolía
› salt og pipar
Skerið í roðið á bleikjuflökunum
og kryddið með salti og pipar. Hitið
ofninn í 175 gráður. Setjið grænmeti
í skál með 2 tsk. af ólífuolíu, salti
og pipar. Setjið fiskinn á sjóðandi
heita grillpönnu og látið hana í ofn-
inn. Bakið í 5–10 mínútur eða þar til
fiskur dettur í sundur.
Fyrir gremolata, blandið öllu inni-
haldsefni í skál.
Framreiðið með fisknum og fersku
grænmetinu.
Kleinuhringir
› 750 g hveiti
› 60 g sykur
› 10 g salt
› 20 g þurrger
› 40 g af vatni
› 7 stk. heil egg
› 1 tsk. lyftiduft
› 250 g smjör
Aðferð
Vinnið hráefnið saman með spaða í
hrærivél. Hveiti, salt, sykur, ger, vatn
og egg á litlum hraða þar til deigið
kemur vel saman í um 2 til 5 mínútur.
Bætið smjörinu í litlum teningum og
hrærið þar til smjörið er komið saman
við deigið.
Látið hefast í 45 mínútur. Kýlið niður
og dreifið á smjörpappír með hveiti
stráð á. Gott að láta hvíla yfir nótt
í kæli.
Rúllið deigið út í um 3 cm þykkt.
Stingið úr í hringi og skerið út litl-
ar holur með minna útstungujárni.
Djúpsteikið í 170–190 °C heitri olíu.
Snúið við og steikið á hinni hliðinni.
Látið kólna og skreytið með glassúr
með bragðefni að eigin vali (glassúr
er bara flórsykur með ögn af vökva).
Prófið til dæmis ávaxtasafa eða
kakóduft. Hægt er að setja matarliti
og kökuskraut til að fullkomna lista-
verkið.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Holt
Sushi-kúlur – Temari Sushi. Bleikja.