Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 1
Ágúst Ingi Jónsson
Viðar Guðjónsson
Skúli Halldórsson
Áætlað útflutningsverðmæti sjávar-
afurða til Rússlands á árinu 2015
nemur 37 milljörðum króna. Þetta
kemur fram á minnisblaði sem Sam-
tök fyrirtækja í sjávarútvegi lögðu
fram á fundi með utanríkismála-
nefnd Alþingis í fyrradag. Verðmæt-
ið er mun meira en áður var talið.
Allar líkur eru nú taldar á að
Rússar muni bæta Íslandi á lista yfir
þau ríki sem þeir beita viðskipta-
banni. Ekki er þó víst hvort bannið
hefði áhrif á makrílsölu Íslendinga
til Rússlands. Fréttastofan Tass hef-
ur eftir starfsmanni landbúnaðar-
ráðuneytisins að óljóst sé hvort við-
skiptabann við Ísland myndi ná yfir
„ákveðnar fisktegundir“.
Aldrei hefur meira mælst af makr-
íl í íslenskri lögsögu en í nýafstöðn-
um leiðangri Hafrannsóknastofnun-
ar. Álykta má að um eða yfir tvær
milljónir tonna af makríl hafi mælst í
lögsögunni í ár, borið saman við tæp-
lega 1.600 þúsund tonn í fyrra.
Birgir Ármannsson, formaður ut-
anríkismálanefndar Alþingis, segir
að þessar nýju tölur hafi ekki breytt
afstöðu nefndarinnar til áframhald-
andi viðskiptaþvingana. Hún muni
þó halda áfram að fjalla um málið og
fylgjast með framvindu þess. Spurð-
ur segir Birgir að ekkert ákveðið
hagsmunamat sé til grundvallar af-
stöðu stjórnvalda.
„Þetta eru auðvitað umræður sem
eiga sér stað eftir því sem málinu
vindur fram. Að sjálfsögðu þarf að
horfa á beina viðskiptahagsmuni en
einnig á stöðu okkar sem aðildarríki í
NATO og aðila að Evrópska efna-
hagssvæðinu.“
37 milljarðar króna í húfi
Útflutningsverðmæti til Rússlands mun meira en áður var talið Allar líkur eru
taldar á viðskiptabanni af hálfu Rússa Aldrei mælst meira af makríl í lögsögunni
MTvær milljónir tonna »12
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 1 5
Stofnað 1913 187. tölublað 103. árgangur
SÉRSTÖK
ÁHERSLA Á KON-
UR Í DJASSINUM TÓNAR, LEIKUR, SÖNGUR
AMMA VILDI AÐ
ÉG LÆRÐI
ORKERINGU
BERJADAGAR Á ÓLAFSFIRÐI 30 KOMST Í ÚRSLIT Í HÖNNUNARKEPPNI 10JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 31
Ljósmynd/Kristinn
Fæðing Ljósmæðurnar í Björkinni sinna
nú þegar heimafæðingum og fræðslu.
„Okkur hefur dreymt um þetta
lengi. Við sinnum heimafæðingum
og erum að fá reglulega til okkar
konur utan af landi sem geta ekki
fætt í sinni heimabyggð því þar er
engin fæðingarþjónusta og vilja
fæða utan spítalanna en hafa ekki
aðgang að heimahúsi,“ segir Arney
Þórarinsdóttir, ljósmóðir og einn
eigenda Bjarkarinnar, sjálfstætt
starfandi ljósmæður, sem vill koma
upp fæðingaraðstöðu í húsnæði
Bjarkarinnar í Lygnu fjölskyldu-
miðstöð í Síðumúla.
Þegar hefur verið lögð inn fyrir-
spurn hjá byggingafulltrúa Reykja-
víkurborgar. Því næst verður sótt
um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftir-
litinu og starfsemin tilkynnt til
landlæknis. »6
Vilji stendur til fæð-
ingaraðstöðu utan
heimilis og spítala
Innflutningur á uppleið
» Samkvæmt nýjum tölum
Hagstofunnar jókst innflutn-
ingur á bílum um ríflega 41% á
fyrri hluta ársins frá fyrra ári.
» Vöruinnflutningur jókst um
20,5% á sama tímabili.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ólafur Darri Andrason, hagfræðing-
ur hjá ASÍ, segir styrkingu krónunn-
ar ekki hafa skilað sér sem skyldi í
auknum kaupmætti almennings.
Að mati ASÍ séu vísbendingar um
að „styrking krónunnar hafi ekki
skilað sér að fullu til neytenda og að
fyrirtæki ætli að nýta sér nýgerða
kjarasamninga til að hækka enn
frekar álagningu sína“.
Vöruverðið er á uppleið
Ólafur Darri bendir á að frá ára-
mótum hafi krónan styrkst um að
meðaltali 3,4% en innfluttar vörur
hækkað á sama tímabili um 3,5%, ef
horft er fram hjá tímabundnum
áhrifum af sumarútsölum.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræðing-
ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir
krónuna hafa styrkst um u.þ.b. 2%
gagnvart helstu viðskiptamyntum í
ár. Styrking um 1% hafi áhrif til 0,3-
0,4% minni verðbólgu í kjölfarið.
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur hjá Landsbankanum, segir
vöxt ferðaþjónustunnar umfram
spár hafa haldið niðri verðbólgu í ár.
Skilar sér ekki til neytenda
Hagfræðingur hjá ASÍ telur verslunina á Íslandi ekki skila gengisstyrkingu í ár
Krónan hafi styrkst um 3,4% að meðaltali í ár en vöruverð hækkað um 3,5%
MGengisþróun »6
Forsvarsmenn Spalar, rekstrar-
aðila og eiganda Hvalfjarðargang-
anna, hafa verið boðaðir á bæjar-
ráðsfund Akraneskaupstaður í lok
þessa mánaðar þar sem farið verð-
ur yfir öryggismál í Hvalfjarðar-
göngum. Tilefni fundarboðsins er
bruni í Gudvanga-göngum í Noregi
í gær og fjölgun farartækja í göng-
unum að sögn Regínu Ásvalds-
dóttur, bæjarstjóra á Akranesi, en
forsvarsmenn Spalar verða gestir á
bæjarráðsfund 26. ágúst næstkom-
andi. „Það er alltaf hollt að horfa í
kringum sig þegar það koma svona
fréttir eins og í dag varðandi brun-
ann í Gudvanga-göngum.“ »4
Öryggismál
í göngum rædd
Þessi hárprúði víkingur var við klifur undir
styttu Leifs Eiríkssonar og naut þannig sólar-
innar líkt og þeir fjölmörgu ferðamenn sem áttu
leið um miðborgina í gær. En skjótt skipast veð-
ur í lofti og í dag má búast við töluverðum vindi
og úrkomu að sögn Veðurstofunnar. »2
Ólíkt hafast mennirnir að á sólríkum degi í Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
Mannréttinda-
samtökin Amn-
esty Inter-
national hafa
samþykkt tillögu
um afglæpavæð-
ingu vændis á
heimsþingi sam-
takanna, sem nú
fer fram í Dublin.
Íslandsdeild Amnesty sat hjá í at-
kvæðagreiðslunni. Sjö samtök á Ís-
landi höfðu skorað á Íslandsdeild-
ina að beita sér fyrir því að tillagan
yrði felld. Í tillögunni segir að ein-
staklingar í kynlífsiðnaði séu mikill
jaðarhópur sem í flestum tilvikum
eigi á hættu að verða fyrir mis-
munun, ofbeldi og misbeitingu.
Samþykktu tillögu
um afglæpavæðingu