Morgunblaðið - 12.08.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 12.08.2015, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ J elena ólst upp smáþorpi í Austur- Makedóníu, fátækasta hluta Evr- ópu. Það var ekkert við að vera, ekk- ert að gera nema strita og sofa, eng- ir peningar, engin menntun, engin framtíð. Eitt sinn er hún var við vinnu á akri fjölskyldunnar kom til hennar kona og bauð henni vinnu, frábæra vinnu sem þjón- ustustúlku í Vestur-Evrópu þar sem hún myndi fá 200 dollara á mánuði. Það er kannski ekki mikið í augum okkar sem búum við alls- nægtir, en nánast auðævi austast í álfunni – eftir nokkurra mánaða vinnu gæti hún keypt nýtt hús handa fjölskyldunni og framfleytt henni allri. Saga Jelenu er rakin í heimildarmynd búlg- arska ljósmyndarans Mimi Chakarova, þar sem hún rekur leið Jelenu og annarra ungra kvenna frá heimahögum í Austur-Evrópu í kynlífs- þrældóm í Vestur-Evrópu og Mið-Asíu. Þær hefja ferðina vongóðar, líkt og Jelena, og fullar bjartsýni yfir að geta brotist úr örbirgð og geta þá fyrir vikið hjálpað fjölskyldu sinni til betra lífs. Ekki líður þó á löngu að stúlkurnar átta sig á því að þjónustan sem þeim er ætlað að veita er kyn- lífsþjónusta hvort sem þær vilja það eða ekki. Fyrst er þeim nauðgað og þær barðar til hlýðni og þegar búið er að brjóta þær niður taka þær við tugum „viðskiptavina“ á dag. Nóg er að eiturlyfjum til að halda þeim auðsveipum þegar hnefinn dugir ekki til. Líkt og svo margar ungar stúlkur var Jelena seld til vændishúss í Tyrklandi og átti þar auma vist, sem nærri getur. Eitt sinn reyndi hún að sleppa úr prísundinni með því að klifra út um glugga á fjórðu hæð í vændishúsinu en missti takið, hrapaði niður á götu og lamaðist um tíma. „Eigandi“ hennar lét sér fátt um finnast, sótti hana á sjúkrahúsið og lét hana halda áfram að þjónusta karla enda lamaðist hún bara fyrir neðan mitti. Í myndinni er það rakið að Jelenu tókst að losna úr klóm óþokkanna fyrir atbeina sam- taka sem starfa við það að frelsa vændiskonur, en það var þó ekki ávísun á hamingjuríkt líf: „Ég vildi að ég hefði aldrei fæðst,“ segir hún í myndinni, „ég væri betur dauð“. Víst er þetta hryllileg saga og ég biðst for- láts á að láta annað eins koma fyrir þín augu, kæri lesandi, en þessi saga, sem er ekki bara saga Jelenu heldur líka saga þúsunda, ef ekki tugþús- unda, ungra kvenna rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las þá frétt á mbl.is að mannréttindasamtökin Amnesty Int- ernational hefðu samþykkt tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi sínu í Dyflinni. Ég tek reyndar undir það að afglæpavæða eigi sölu á vændi, enda eru vændiskonur alla jafna fórnarlömb eins og Jelena og fáránlegt að refsa fórnarlömbum. Að því sögðu bendi ég þó á að í landinu þar sem Jelena leið hvað mestar kvalir, Tyrklandi, er það einmitt löglegt að reka vændishús og hagnast á líkömum annarra – þar er búið að afglæpavæða eymdina. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Afglæpavædd eymd STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Ný rannsókn hefur í fyrstasinn sýnt, með raðgrein-ingu á erfðamengi fjöldastofna streptókokka af svokölluðum A-flokki innan tegunda streptókokka, hvað liggur að baki því að sýkingar af völdum þeirra urðu tíðari og alvarlegri á heimsvísu síð- asta áratug. Tveir íslenskir læknar komu að rannsókninni, Karl G. Kristinsson og Magnús Gottfreðsson, en auk þeirra komu að henni vísindamenn frá Bandaríkjunum og Finnlandi. Tilgátan sem varð kveikjan að rannsókninni var sú að breyting hefði orðið á fyrirliggjandi stofni A- streptókokka sem hefði valdið far- aldri sýkinga. Magnús segir spurn- inguna hafa sótt að mönnum lengi og nú liggi fyrir einhver svör. Aukin eiturefnaframleiðsla Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að breyting varð í hluta stofn- anna á stjórnsvæði gena sem stýra framleiðslu eiturefna, streptolysin O og NAD-hydrolasa. „Breytingarnar valda því að framleiðslan á þessum efnum eykst umtalsvert,“ sagði Magnús. „Í framhaldi sjáum við verulega aukningu á tíðni þessara sýkinga á alþjóðavísu. Þessi eiturefni valda ýmsum fylgikvillum. Þau bæði hamla eðlilegri svörun ónæmiskerf- isins með því að drepa hvít blóðkorn og geta valdið miklum vefjaskaða og drepi.“ Hinn nýi stofn leysti eldri stofna alveg af hólmi. „Samkvæmt okkar útreikningum hefur þetta líklega gerst fyrir tíu til tólf árum. Þá sjáum við fyrstu vísbendingarnar um að þetta sé að gerast. Eftir það hefur þessi gerð náð yfirhöndinni og árið 2013 er þessi stofn búinn að nánast þurrka út eldri stofna bakteríunnar.“ Viðamikil rannsókn Rannsóknin tók til nærri 5.000 sýna úr alvarlegum A-streptókokka- sýkingum auk klínískra upplýsinga um tilfellin. Magnús segir þær nauð- synlegar svo hægt sé að túlka nið- urstöðurnar. Mikil vinna fór í að kortleggja faraldssögu þeirra bakt- eríustofna sem íslensku vís- indamennirnir lögðu til. „Rann- sóknin byggist á nákvæmri greiningu á umfangsmiklu stofna- safni fengnu úr ífarandi sýkingum, s.s. blóðeitrun. Stofnarnir voru rað- greindir og bornir saman. Safnið nær yfir langt tímabil og því var hægt að greina breytingar sem urðu yfir tíma í ákveðnum stofnum bakt- eríanna.“ Í ljós kom að þó að breyting- arnar á erfðaefni bakteríunnar hafi valdið litlum breytingum á bakt- eríunum sjálfum jókst til muna hæfni hennar til þess að valda faröldrum. Þær hafi framleitt sömu eiturefni og áður, en í auknum mæli. „Niðurstöðurnar eru þýðing- armiklar, bæði til þess að skilja hvernig þessir faraldrar verða til og til þess að hjálpa okkur að greina far- aldra í framtíðinni, jafnvel í raun- tíma.“ Næstu skref Magnús segist nokkuð sannfærður um það að samstarf vísindamannanna haldi áfram. Þessar niðurstöður sem og fyrri niðurstöður hópsins hafi sýnt fram á þá miklu möguleika sem samstarf af þessum toga feli í sér. Það geti orðið öðrum rannsóknum fyrirmynd, sérstaklega á sviðum þar sem erfitt er að greina heildarmynd alþjóðlegra viðfangs- efna. Fundu orsök faraldurs streptókokkasýkinga Morgunblaðið/Eggert Gjörgæsla Streptókokkasýkingar úr A-hóp geta í versta tilfelli valdið m.a. ífarandi vöðvasýkingu með drepi, blóðeitrun og gigtsótt. Algengasta form A-streptó- kokkasýkingar er hálsbólga en bakteríuna má oft finna í húð og slímhimnu einkennalauss fólks sem ber smitið áfram. Einkenni geta þó ágerst hratt og alvarleg einkenni komið fram á nokkrum klukkutímum. Um 10-12 alvarleg tilfelli koma upp hér árlega. A-streptókokkar eru alltaf næmir fyrir pensillíni en með- ferð flækist einkum hjá þeim einstaklingum sem eru með of- næmi fyrir því. Næsta lyf sem tekið er til er erýtrómýcín en bakteríur eru misjafn- lega næmar fyrir því eftir stofnum. Sýkingin telst ekki til spítalasýkinga en fyrir tíma reglulegs hand- þvottar var hún þekkt fyrir að valda barnsfarasótt sem var algeng á fæðingar- deildum. Lævís bakt- eríusýking STREPTÓKOKKAR Magnús Gottfreðsson Vísindin eflaalla dáð,sagði Jón- as, og ef til vill er mikill og vaxandi fjöldi höfunda rit- rýndra greina enn ein staðfesting þessara kunnu orða. Í The Wall Street Jo- urnal var á mánudag velt upp þeirri spurningu hve marga vísindamenn þyrfti til að skrifa eina vísindagrein og svarið var að stundum í það minnsta þyrfti þúsundir. Frakkinn dr. Georges Aad er svo lánsamur að fáir slá honum við þegar raðað er í stafrófsröð og hann er talinn upp fremstur meðal höfunda 458 vísindagreina. Fyrr á þessu ári slógu hann og 5.153 félagar hans líklega met þeg- ar þeir rituðu saman eina grein í eðlisfræði. Ekki er gott að sjá hvernig þessi fjöldi ritar saman eina grein, en þetta er aðeins öfgakenndasta dæmið um þá þróun sem er að verða í ritrýndum vís- indagreinum. Höfundum þeirra fer mjög fjölgandi og sumir eru höfundar gríð- arlega margra greina. Greinum þar sem höfundar eru margir, 50 eða fleiri, hef- ur fjölgað hratt síðasta ald- arfjórðunginn. Síðustu sex ár hefur orðið mikill vöxtur í greinum með fleiri en 1.000 höfundum. Þær voru óþekkt- ar fram til ársins 2009 en eru nú um 200 á ári. Í þessu er óvíst að magn sé sama og gæði og telja má vafasamt að „höfundarnir“ hafi allir lesið allar vís- indagreinarnar sem þeir eru skrifaðir fyrir, hvað þá að þeir hafi fullan skilning á þeim eða hafi lagt mikið af mörkum til þeirra, ef nokkuð. En vandi ritrýndu vísinda- greinanna er ekki aðeins að trúverðugleikinn eigi undir högg að sækja vegna þessara nýju vinnubragða. Á síðustu árum hefur fjölgað mjög dæmum þar sem ljóst er að ritrýnin er í besta falli yf- irborðskennd eða jafnvel að- eins sýndarmennska og blekking. Í fyrrnefndri grein í WSJ eru nefnd dæmi um að með- höfundar ritrýndra greina – sem fengust birtar – hafi ver- ið hundur þess sem ritaði greinina, köttur raunverulegs höfundar, hamstur, nú eða tölva höfundarins. Þessir hrekkir benda til að lítið fari fyrir gagnrýninni hugsun þeirra sem birta greinarnar, en alvarlegra er þó hve illa gengur að endurtaka rann- sóknir sem birtar eru í ritrýndum vísindaritum og fá sömu niðurstöður og þar koma fram. The Economist hefur meðal ann- ars fjallað um þetta og þar kemur fram að í það minnsta á sumum fræðasviðum takist ekki að fá sömu niðurstöðu og í birtum greinum nema í inn- an við helmingi tilvika. Vís- indaritin vilja mun frekar birta niðurstöður sem vekja athygli og sýna fram á eitt- hvað sem útbreiddir fjöl- miðlar kynnu að hafa áhuga á að fjalla um en að birta það sem hvergi mun rata í fyr- irsagnir. Vísindamenn vita af þessu og að sögn The Eco- nomist þekkir þriðjungur þeirra dæmi þess að kollegi hafi lagað niðurstöður rann- sóknar þannig að grein um hana félli betur að kröfum þeirra sem birta. Vísindin eru afar mikilvæg og einn helsti grundvöllur þeirra vaxandi lífsgæða sem mannkynið býr við. Þess vegna er brýnt að vísinda- heimurinn taki á þeim vanda sem birtist í ofvexti birtinga í ritrýndum tímaritum og vafa- sömum niðurstöðum margra þeirra greina sem þar birtast. Þá þarf að vanda betur til ritrýninnar, eigi hún að halda áfram á annað borð. Iðulega er hún vandmeðfarin í litlu fræðasamfélagi þar sem klíkuskapur eða einstefna í viðhorfum getur farið að ráða för í stað þess að gæði verks- ins fái að ráða birtingu. Keppni vísindamanna um birtingar á sér skiljanlegar ástæður. Þeir eru gjarnan metnir eftir því hversu marg- ar ritrýndar greinar þeir hafa birt, en sá hvati má ekki verða til þess að rýra og afbaka innihald vísindagreina og í framhaldinu að skekkja al- menna umræðu um marg- vísleg mikilvæg málefni. Fjöl- miðlar gera sig oft seka um að ýta undir vafasöm vinnubrögð með því að hrífast með þegar niðurstöður vísindagreina eru nógu sláandi. Við því er erfitt að bregðast þó að sjálfsagt sé fyrir fjölmiðla að hafa varann á í þessu eins og öðru. En það er vísindamannanna, háskól- anna, vísindaritanna og ann- arra sem helst geta brugðist við vandanum, að gera það, en halda ekki áfram á sömu braut í þeirri von að vandinn leysist af sjálfu sér á einhvern óútskýrðan hátt. Það væru ekki mjög vísindaleg vinnu- brögð. Vísindaheimurinn þarf að taka til hjá sér til að halda trú- verðugleikanum} Dr. Aad og meðhöfundarnir 5.153

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.