Morgunblaðið - 12.08.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 12.08.2015, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Breski sönghópurinn The King’s Singers heldur tónleika í Eld- borgarsal Hörpu 16. september næstkomandi og sama dag verður haldið masterklassanámskeið með meðlimum hópsins sem munu á því kenna íslenskum sönghópum, kammerkórum og kórum. Sex hóp- ar hafa verið valdir á námskeiðið, sem verður opið almenningi, hefst kl. 11 og lýkur 13.30 og verður í Norðurljósum og Kaldalóni. Hægt verður að kaupa sér miða og fylgj- ast með námskeiðinu og kostar miðinn 1.500 kr. Námskeiðinu lýk- ur með stuttum tónleikum þátttak- enda. Sönghópurinn var stofnaður árið 1968 og heldur hann vel yfir hundr- að tónleika á ári víða um heim. Hann hefur gefið út yfir 150 hljóm- diska frá stofnun. The King’s Sing- ers hefur tvisvar hlotið Grammy- verðlaun, árið 2009 fyrir plötuna Simple Gifts og árið 2012 fyrir Light and Gold. Heimsfrægur Sönghópurinn raddfagri The King’s Singers. Opið námskeið með The King’s Singers Nútímalistasafnið í New York, MoMA, sýnir um þessar mundir 34 kvikmyndaplaköt úr einkasafni Martins Scorsese undir yfirskrift- inni Scorsese Collects. Lykilplakat sýningarinnar mun vera frá árinu 1951 og var á sínum tíma notað til kynningar á myndinni The Tales of Hoffmann í leikstjórn Michaels Powell og Emerics Pressburger. Meðal annarra plakata má nefna The Red Shoes frá 1948 í leikstjórn Michaels Powell, The Earrings of Madame de... frá 1953 í leikstjórn Max Ophuls og Scarface frá 1932 í leikstjórn Howard Hawks. Samhliða sýningunni verða í MoMA sýndar alls 33 kvik- myndir í ágúst sem Scorsese tel- ur að hafi mótað fagurfræði sína, en þar er jafnt um að ræða klassískar evr- ópskar og banda- rískar myndir, rökkurmyndir, hryllingsmyndir, gamanmyndir, hasarmyndir og lítt þekktar B-myndir. Meðal leikstjóra eru stórnöfn á borð við Michael Po- well, Max Ophuls, Stanley Kubrick og Jean Renoir. Sýningin stendur til 25. október. Sýnir plaköt úr einkasafni í MoMA Martin Scorsese Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hátíðin verður með aðeins öðruvísi sniði þetta árið vegna 70 ára kaupstaðarafmælis Ólafs- fjarðar,“ segir Ólöf Sigursveinsdóttir, sellóleik- ari og framkvæmdastjóri Berjadaga sem hefj- ast annað kvöld, fimmtudag, og standa til sunnudags, en hátíðin er að þessu sinni haldin í 17. sinn. „Í tilefni kaupstaðar- afmælisins ákváðum við að fara í leikhúsklæðnað, sem lengir hátíðina örlítið, en fyrir vikið verða engir form- legir lokatónleikar,“ segir Ólöf og vísar þar til þess að Guðmundur Ólafsson muni leika verk sitt Annar tenór – en samt sá sami í Tjarn- arborg laugardaginn 15. ágúst kl. 20 og sunnudaginn 16. ágúst kl. 16. Uppfærslan var sýnd í Iðnó sl. vetur. Leikstjóri er María Sigurðardóttir og auk Guðmundar leikur í sýningunni Aðalbjörg Þóra Árnadóttir auk píanóleikarans Sigursveins Magnússonar. Einstakur hljóðheimur Mógils „Við bjóðum upp á tvenna mjög ólíka en skemmtilega tónleika í Ólafsfjarðarkirkju. Annað kvöld kl. 20 flytja Hanna Þóra Guð- brandsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari fjölbreytta tónlist. Hanna Þóra er ung og upprennandi söngkona sem hefur tengsl við Ólafsfjörð. Hún hlakkar til að syngja sína fyrstu tónleika í fullri lengd í bænum, en hún hefur oft haft tækifæri til að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir,“ segir Ólöf og tekur fram að á efnisskránni verði klassískar íslenskar söngperlur, óperuaríur og söngleikjalög. „Föstudaginn 14. ágúst kl. 20 mun hljómsveitin Mógil kynna sinn einstaka hljóðheim og flytja ný lög af glóðvolgri plötu sem væntanleg er í ágúst og nefnist Korriró. Sveitin leikur sér mjög skemmtilega með ís- lensk þjóðlög og útsetur sjálf í spunaformi,“ segir Ólöf, en sveitina skipa þau Heiða Árna- dóttir söngkona, Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu, Hilmar Jensson á rafgítar, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Joachim Badenhorst á klarínett. „Tónleikar hennar í Ólafsfjarðar- kirkju verða órafmagnaðir,“ segir Ólöf. Af öðrum viðburðum Berjadaga nefnir Ólöf söngstund sem hún hefur umsjón með ásamt Sigrúnu Valgerði Gestsdóttur söngkonu, Guð- mundi Ólafssyni tenór og Sigursveini Magnús- syni tónlistarmanni föstudaginn 14. ágúst kl. 15 á dvalarheimilinu Hornbrekku. „Í tilefni 70 ára kaupstaðaafmælisins verður sýning á ljósmyndum Brynjólfs Sveinssonar í Tjarnarborg laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 18, en aðgangur er ókeypis,“ segir Ólöf og tekur fram að dætur ljósmyndarans, Helga Pálína og Ragnheiður Brynjólfsdætur, hafi veg og vanda af sýningunni, en aðgangur er ókeyp- is. „Myndir Brynjólfs lýsa daglegu lífi fólks í bænum og geyma merkar heimildir um menn- ingarsögu Ólafsfirðinga. Myndir hans eru tekn- ar á fimmtíu ára tímabili, frá 1930-80. Ólafs- fjörður er, líkt og önnur sjávarpláss hérlendis, samfélag í mótun sem gengið hefur í gegnum mikla breytingatíma. Hér standa margar bygg- ingar við höfnina sem fæstar eru nýttar í tengslum við sjávarútveginn, eins og ætlunin var í fyrstu,“ segir Ólöf og bendir á að gott sé að líta yfir farinn veg og skoða hlutina úr ákveðinni fjarlægð. Í tilefni afmælisins verður einnig opið hús í Pálshúsi á laugardag kl. 13-17 þar sem boðið verður upp á veitingar og ýmsar óvæntar uppákomur verða. Nýir listamenn nema land „Að vanda lýkur Berjadögum með friðar- messu í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 11, en prestur er Sigríður Munda Jónsdóttir,“ segir Ólöf, sem sjálf sér um tónlist- arflutning við messuna ásamt Ave Tonisson organista og söngvurunum Sigrúnu Valgerði Gestsdóttir og Jóni Þorsteinssyni. „Jón er einn þeirra tónlistarmanna sem margoft hafa komið fram á Berjadögum. Hann býr í firðinum hálft árið og í Hollandi hinn helminginn, eins og far- fugl,“ segir Ólöf og tekur fram að ánægjulegt sé hversu margir nýir listamenn hafi numið land á Berjadögum. „Það er kærkomið fyrir ís- lenska listamenn að leggja leið sína í Ólafsfjörð og kynna sig á nýjum slóðum, en hér eru frá- bærir áhorfendur,“ segir Ólöf og upplýsir að aðsóknin á Berjadaga hafi ávallt verið mjög góð. „Heimamenn eru duglegir að fara á við- burði hátíðarinnar auk þess sem margir leggja leið sína í Ólafsfjörð gagngert þessa helgi til þess að njóta hér lista,“ segir Ólöf og bendir á að það eigi ekki síst við um brottflutta Ólafs- firðinga. Miðar eru seldir við innganginn og á midi.is, en þess má geta að hátíðarpassi sem veitir aðgang að öllum viðburðum kostar 6.500 kr. Allar nánari upplýsingar um einstaka við- burði og listamenn má finna á vefnum berja- dagar-artfest.com. Ólíkir en skemmtilegir tónleikar Mógil Hljómsveitina Mógil skipa Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu, Heiða Árnadóttir söngkona, Hilmar Jensson á rafgítar, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Joachim Badenhorst á klarinett.  Berjadagar haldnir í 17. sinn á Ólafsfirði  Boðið verður upp á tónleika, leiksýningu, söngstund, ljósmyndasýningu og tónlistarmessu  „Hér eru frábærir áhorfendur,“ segir framkvæmdastjórinn Ólöf Sigursveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.