Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hörð mótmæli héldu áfram í borg- inni Ferguson í Missouri á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun eftir að lögreglumenn skutu á svartan ungling og særðu hann hættulega á sunnudag. Lýst var yfir neyðar- ástandi í borginni, en alls hafa hátt í 200 manns verið handteknir í Miss- ouri vegna mótmæla af ýmsu tagi. Mótmælendur fleygðu glerflösk- um, frystum vatnsflöskum og grjóti í lögreglumenn. Í St. Louis voru um 50 handteknir fyrir að fara með ólöglegum hætti inn í dómshús í eigu alríkisstjórnvalda í Washington og mótmælendur lokuðu um hríð allri umferð á fjölförnum þjóðvegi nálægt Ferguson. Aðfaranótt mánudags skaut lög- reglan í Ferguson á Tyrone Harris, 18 ára, svartan ungling frá St. Lou- is, en hann hefur nú verið formlega ákærður fyrir að hafa skotið á lög- reglumenn. Harris liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi, að sögn blaðs- ins The Wall Street Journal. Fjöldi fólks efndi um helgina til funda í Ferguson og víðar í Mis- souri til að minnast þess að ár var liðið frá því að hvítur lögreglumað- ur, Darren Wilson, skaut til bana vopnlausan 18 ára blökkumann, Michael Brown. Wilson sagði Brown hafa ógnað sér. Málið olli gífurlegri ólgu í Bandaríkjunum og efnt var til mótmæla víða um landið. Miklar umræður urðu um kynþáttadeilur og mismunun vegna litarafts. Bent var á að nær allir lögreglumenn í Ferguson, sem er útborg St. Louis, væru hvítir þótt meirihluti íbúa sé blökkumenn. Neyðarástand í Ferguson vegna átaka  Unglingur sagður hafa beitt byssu AFP Vill jafnrétti Blökkumenn mótmæla á West Florrisant-götu í Ferguson á mánudagskvöld. Þeir segja lögreglumenn mismuna svörtum. Fátækir blökkumenn » Liðlega helmingur um 20 þúsund íbúa Ferguson er nú úr röðum blökkumanna. Hlutfall þeirra hefur vaxið hratt síð- ustu áratugi. » Þeir eru yfirleitt mun fátæk- ari en hvítir. Mikið var um eignatjón og gripdeildir í óeirð- unum í Ferguson í fyrra og einnig núna. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Óttast er að starfsmenn Umhverfis- verndarstofnunar Bandaríkjanna, EPA, hafi valdið varanlegu tjóni á umhverfinu í liðinni viku þegar þeir dældu af vangá tugmilljónum lítra af menguðu vatni frá gullnámu í litla á sem rennur í fljótið Animas í Colo- rado. Vatnið var dögum saman gul- brúnt á litinn, minnti helst á sinnep. Meðal aðskotaefnanna voru kadmí- um og arsenik en aðallega málmar sem sumir eru eitraðir þungmálmar. Efnin geta því valdið varanlegu tjóni þegar þau blandast seti í árfar- veginum. Þau gætu því valdið vanda í mörg ár þegar losna úr setinu í slæmu veðri og leysingum. Animas var sums staðar að nálgast eðlilegan lit í gær en í borginni Dur- ango var enn mengun. Þar og í Nýju- Mexíkó olli mengunin miklum spjöll- um á neysluvatni og vatni sem bænd- ur á svæðinu nota. „Við komum hingað í gær, horfðum á ána og grét- um,“ sagði Rosemary Hart, íbúi í Nýju-Mexíkó, við fréttamann CNN. Mengunin er á leið í næstu ár og er talið að jafnvel geti mengast vatn sem notað er í milljónaborginni San Diego í Kaliforníu. Sums staðar mældist magnið af arseniki 300 sinn- um meira en við eðlilegar aðstæður. Eiturefni bárust í fljót  Mistök starfsmanna EPA ollu miklu tjóni í ríkjunum Colorado og Nýju-Mexíkó og mengun ógnar vatnsbólum Animas-dalur Svæðið er vinsælt og þar er stundað hvers kyns vatnasport. Minnstu munaði að mannskætt slys yrði í gær þegar eldur varð laus í rútu með ferðamenn frá Asíulöndum í Gudvanga-jarðgöngunum í Noregi. Olav Hylland, sem rekur hótel við munna ganganna, var á ferð í stórum sendibíl á sama tíma. Hann bjargaði öllum sem voru í brennandi rútunni, 32 mönnum, og er ákaft hrósað fyrir mikið snarræði. Fimm manns úr hópnum höfnuðu á sjúkrahúsi með reykeitrun. „Ég sá að rútan var alelda og reykurinn fór vaxandi, “ segir Hyl- land í samtali við Aftenposten. „Það var mikil ringulreið og fólkið hljóp fram og aftur um göngin.“ Hann var fyrstur á slysstaðinn og hrópaði hátt til að vekja athygli fólksins, segist vera raddsterkur og þetta hafi dug- að. Á leiðinni út reyndi hann að stöðva þá sem voru á leið inn í göngin en tveir eða þrír bílar héldu samt áfram, að sögn Hyllands. Jarðgöngin eru 11,4 km að lengd, þau næstlengstu í landinu, og voru tekin í notkun ár- ið 1991. Fyrir tveim árum kviknaði í vörubíl í þeim og voru 66 manns flutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Norska vegagerðin segir að margt hafi verið lagfært í öryggismálum síðustu tvö árin, meðal annars bætt við brunaboðum, slökkvibúnaður efldur og settar upp sjálfvirkar eftir- litsmyndavélar. kjon@mbl.is Bjargaði 32 ferðamönnum  Rúta brann í jarðgöngum í Noregi Munni ganganna. Tveir menn, báðir flóttamenn frá Erítreu að sögn Svenska Dag- bladet, eru í haldi sænsku lögregl- unnar vegna morðárásarinnar í verslun IKEA í Västerås á mánu- dag. Mæðgin, 55 ára kona og 28 ára karlmaður frá Skellefteå, voru þá stungin til bana. Annar hinna handteknu, sem er 35 ára, er illa særður og er talinn hafa sjálfur veitt sér áverkann. Hinn maðurinn, sem er 23 ára, neit- ar því að hafa framið morðin. Mæðginin, sem voru í innkaupa- ferð, munu ekki hafa þekkt menn- ina tvo. Lögreglan segist ekki vita hvað hafi valdið árásinni, sem hefur valdið óhug í Svíþjóð. kjon@mbl.is SVÍÞJÓÐ Tveir í haldi eftir morðin í IKEA KÍNA Gengislækkunin gæti merkt átök Stjórn Xi Jinp- ings, forseta Kína, lækkaði í gær gengi júans- ins um 2% og spá fjármálasérfræð- ingar að lækkun- in geti valdið átökum milli gjaldmiðla, að sögn Reuters. Ætlun stjórnvalda í Peking er að gera útflutning auðveldari, þar sem lægra júan merkir lægra verð á kínverskum útflutningsvörum. Bandaríkjadalur hækkaði og olli það enn frekari lækkun á olíuverði. kjon@mbl.is Xi Jinping

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.