Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
jafnaði 300 kaloríur neyta Íslend-
ingar daglega þriggja milljóna
hitaeininga í kleinuhringjum
Dunkin’ Donuts.
Það kom Árna og erlendum
fulltrúum Dunkin’ Donuts mest á
óvart að hærra hlutfall af
drykkjum og mat seldist en að
jafnaði gerist á opnunum erlendis.
Er þá verið að tala um kalda og
heita kaffidrykki, samlokur, beygl-
ur og þess háttar. Yfir þúsund
drykkir hafa að jafnaði selst á
hverjum degi, sem er rúmlega einn
drykkur á mínútu.
Tveir nýir staðir fyrir áramót
Áætlað er að opna tvo nýja staði
fyrir áramót, eitt kaffihús og einn
inni í 10-11 verslun eða Skeljungs-
bensínstöð. Að sögn Árna er ekki
verið að horfa á miðborgina varð-
andi opnun á nýjum stað, heldur
annars staðar á höfuðborgarsvæð-
inu. „Við ætlum að hafa einhverja
vegalengd á milli staðanna,“ segir
hann. „Menn sjá hvað þetta vekur
mikla athygli þannig það eru margir
að bjóða okkur húsnæði og við erum
aðeins að skoða og meta þetta.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Biðröð Í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi mynduðust álíka raðir og á Íslandi þegar Dunkin’ Donuts opnaði.
Selja um tíu þúsund
kleinuhringi á dag
Kom á óvart hve mikið seldist af mat og drykk
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hefur úrskurðað í tveimur málum er
varða kröfur Isavia um að nefndin
taki upp að nýju mál þar sem úr-
skurðað var Isavia ohf. í óhag og fyr-
irtækjunum Kaffitári og Gleraugna-
miðstöðinni í hag.
Til vara fór Isavia þess á leit að
réttaráhrifum úrskurðarins yrði
frestað. Úrskurðarnefndin taldi í
hvorugu tilvikinu vera fyrir hendi
lagaskilyrði til að verða við kröfum
fyrirtækisins.
Gunnar K. Sigurðsson, staðgengill
upplýsingafulltrúa Isavia, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
Isavia væri að fara yfir úrskurði úr-
skurðarnefndarinnar með lögmönn-
um félagsins. Áður en því væri lokið
væri ekki hægt að segja til um hver
næstu skref félagsins yrðu. Það yrði
vonandi mjög fljótlega.
Í úrskurði nefndarinnar um Kaffi-
tár frá 31. júlí sl. er vísað til fyrri úr-
skurðar um sama mál. Þar segir
m.a.: „Í úrskurði nefndarinnar nr.
579/2015 er fjallað um rétt Kaffitárs
ehf. til aðgangs að gögnum í sam-
keppni sem Isavia ohf. efndi til um
leigurými í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Isavia ohf. var gert að af-
henda lista yfir þátttakendur í sam-
keppninni sem og lista yfir
einkunnir þeirra á grundvelli 14. gr.
upplýsingalaga. Þá var fyrirtækinu
á sama lagagrundvelli gert að af-
henda tillögur og fylgigögn til-
greindra fjögurra fyrirtækja sem
tóku þátt í samkeppninni að til-
teknum blaðsíðum undanteknum.“
Fyrri úrskurðir staðfestir
Síðari úrskurður nefndarinnar
staðfestir þannig fyrri úrskurð.
Nefndin hafnar kröfu Isavia um
endurupptöku málsins og hafnar
jafnframt kröfu félagsins um frestun
á réttaráhrifum fyrri úrskurðar.
Isavia er því skylt að afhenda Kaffi-
tári umbeðin gögn, með ákveðnum
undantekningum.
Hið sama gildir um úrskurð
nefndarinnar varðandi kröfur Isavia
í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar, en
nefndin hafði áður úrskurðað að
Gleraugnamiðstöðin ætti rétt á að-
gangi að gögnum í samkeppni sem
Isavia efndi til um leigurými í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar. Var Isavia
gert að afhenda kæranda einkunnir
fyrirtækisins Miðbaugs en það fyr-
irtæki var það eina sem tók þátt í
sama flokki samkeppninnar og Gler-
augnamiðstöðin. Þá var Isavia „gert
á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga
að afhenda Gleraugnamiðstöðinni
tæknilegan hluta tillögu Miðbaugs
ehf. Á grundvelli 5. gr. upplýs-
ingalaga var Isavia ohf. gert að af-
henda fjárhagslegan hluta tillög-
unnar að blaðsíðum 3-6
undanskildum en talið var að Isavia
hefði verið heimilt að synja um að-
gang að umræddum blaðsíðum á
grundvelli 9. gr. upplýsingalaga,“
segir í seinni úrskurðinum. Kröfum
Isavia um endurupptöku og frestun
á réttaráhrifum var þannig hafnað í
seinni úrskurðinum, frá 31. júlí sl.
Isavia skylt að af-
henda upplýsingar
Úrskurðarnefnd hafnar kröfum fé-
lagsins um endurupptöku og frestun
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Isavia Kröfum um endurupptöku
og frestun réttaráhrifa var hafnað.
Árni segir velgengni stað-
arins vera afurð frábærr-
ar staðsetningar og
góðrar vöru sem
seld er á vægu
verði og hefur
verið markaðs-
sett vel. Hann
nefnir sem dæmi
að ein múffa
kosti á venjulegu
kaffihúsi í Reykja-
vík 549 krónur. Hjá
Dunkin’ Donuts sé
hægt að fá hágæðamúffu
með fyllingu á 349 krónur. Að
sama skapi kosti hver
kleinuhringur 300 kr.
og ef sex kleinu-
hringir séu keypt-
ir sé greitt fyrir
fimm. Þá er
greitt fyrir níu
ef tólf kleinu-
hringir eru
keyptir. Enn
fremur nefnir
Árni að lítill
kaffibolli hjá Dunk-
in’ Donuts sé jafn stór
og miðlungsbolli hjá
keppinautum.
Ódýrt meðlæti með kaffinu
ÁSTÆÐAN FYRIR VELGENGNINNI
Gylfi Ingvarsson, ráðgjafi samn-
inganefndar starfsmanna álversins
í Straumsvík, segir nefndina hafa
lagt fram bókun á fundi með
fulltrúum Rio Tinto Alcan og Sam-
tökum atvinnulífsins í gær. Búist er
við að bókunin verði kynnt í dag
eftir að starfsmenn hafa verið upp-
lýstir um efni hennar.
„Við getum ekki gert grein fyrir
henni fyrr en um hádegisbilið því
að fyrst þarf að kynna hana fyrir
starfsmönnum,“ segir Gylfi og tek-
ur fram að ekki sé um að ræða
neins konar lausn á deilunni.
Næsti fundur í kjaraviðræðum
aðilanna verður fyrripart föstudags
að sögn Gylfa. Megindeiluefnið í
viðræðunum lýtur að rétti fyrirtæk-
isins til að setja fleiri verkþætti í
sjálfstæða verktöku.
Felur það í sér að einhverjum
hópi fastráðinna starfsmanna er
sagt upp og í kjölfarið samið við ut-
anaðkomandi verktaka um að sinna
störfunum. sh@mbl.is
Ný bókun samninganefndar starfsmanna
álversins í Straumsvík verður kynnt í dag
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Opnun Dunkin’ Donuts á Íslandi
hefur ekki farið framhjá neinum
Íslendingi. Dunkin’ Donuts hefur
núna rekið kaffihús á Laugavegi 3 í
Reykjavík í eina viku og röð hefur
verið út fyrir dyrnar alla dagana.
Þetta kemur Árna Pétri Jónssyni,
forstjóra 10-11 og Iceland, lítið á
óvart. Þetta er að hans sögn
reynslan af opnun Dunkin’ Donuts-
staða um allan heim.
„Fulltrúar Dunkin’ Donuts voru
búnir að segja mér að þetta yrði
svona, vegna þess að þetta er það
sem hefur gerst úti um allan heim.
Í þremur síðustu opnunum hjá
þeim, sem voru í Vínarborg,
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn,
beið fólk meira en sólarhring fyrir
utan og yfir hundrað manns biðu í
röð. Það seldust á bilinu 10-14 þús-
und kleinuhringir á dag. Og fyrstu
7-8 dagana voru biðraðir. Ég taldi
mig vita að þetta yrði góð opnun
hjá okkur og að það væri mikil
stemning fyrir staðnum en ég ef-
aðist samt um að það yrðu þessar
tölur,“ segir Árni.
Þrjár milljónir
hitaeininga á dag
Að sögn Árna hafa hingað til
selst um tíu þúsund kleinuhringir
á dag. Jafngildir það rúmlega ell-
efu seldum kleinuhringjum á
hverri mínútu sem staðurinn er
opinn. Ef hver kleinuhringur er að