Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Vacation Ný mynd um Griswold-fjölskylduna sem kom við sögu í Vacation- gamanmyndunum. Að þessu sinni fer sonur Clark Griswold, sem Chevy Chase lék eftirminnilega í fyrri myndum, Rusty Griswold, með fjölskyldu sína í fjölskyldu- og skemmtigarðinn Wally World, eins og foreldrar hans gerðu þegar hann var drengur. Ferðin gengur að sjálfsögðu ekki eins og í sögu og Rusty, eiginkona hans Debbie og synir þeirra tveir, James og Kevin, lenda í hverri neyðarlegu uppá- komunni á fætur annarri. Með aðal- hlutverk fara Ed Helms, Christina Applegate, Chris Hemsworth, Les- lie Mann og Skyler Gisondo og leik- stjórar eru John Francis Daley og Jonathan M. Goldstein. Metacritic: 33/100 Frummaðurinn Teiknimynd sem segir af frum- manninum Eðvarði, sem verður fyrir því að falla úr tré og hand- leggsbrotna. Hann neyðist til að standa uppréttur og verður því fyrstur til að ganga. Hann er aleinn og umkringdur hættum óbyggð- anna og þarf að sannfæra vin sinn um að hjálpa. Leikstjóri er Jamel Debbouze. Enga gagnrýni er að finna um myndina. The Gift Spennutryllir um hjónin Simon og Robyn sem flytja í nýtt hús í nýju hverfi. Simon hittir þar fyrrverandi skólafélaga sinn, Gordo, sem fer að venja komur sínar á heimili þeirra hjóna og færa þeim dýrar gjafir. En Gordo býr yfir stórhættulegu leyndarmáli og þegar Simon fær nóg af honum og biður hann að hætta að heimsækja þau fara skelfi- legir atburðir að eiga sér stað. Í ljós kemur að Simon og Gordo eiga sér hryllilegt leyndarmál. Með aðal- hlutverk fara Jason Bateman, Joel Edgerton og Rebecca Hall og Ed- gerton leikstýrði einnig myndinni. Metacritic: 78/100 Southpaw Jake Gyllenhaal leikur hnefaleika- kappann Billy Hope sem lifir við vellystingar, ferill hans er glæstur og hann á bæði ástríka eiginkonu og yndislega dóttur. En örlögin knýja dyra, eiginkona Hope lætur lífið og hann missir forræði yfir dóttur sinni. Ferli hans virðist vera lokið og harmi sleginn gefur hann upp alla von. En þá kemur þjálf- arinn Tick Williams til bjargar, stappar í hann stálinu og hvetur hann til að halda áfram að berjast. Hefst þá löng og ströng þjálfun enda framundan erfiðasti bardag- inn á ferli Hope. Leikstjóri er Antoine Fuqua og með aðalhlutverk fara Forest Whitaker, Jake Gyllenhaal, Oona Laurence, Rachel McAdams og 50 Cent. Metacritic: 57/100 Bíófrumsýningar Hrakföll, hrollvekja og hnefaleikar Í hörkuformi Jake Gyllenhaal gekkst undir stranga hnefaleikaþjálfun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Southpaw sem frumsýnd verður í dag. Martin Scorsese mun leikstýra Leonardo Di- Caprio í aðlög- un á bókinni The Devil in the White City: Murder, Magic and Madness at the Fair That Changed Am- erica eftir Erik Larson sem fjallar um fjölda- morðingjann dr. H.H. Holmes sem uppi var á 19. öld. Talið er að Holmes hafi myrt allt að 200 manns, aðallega ungar konur sem hann tældi inn á hótel sitt í Chi- cago. DiCaprio keypti kvik- myndaréttinn að bókinni fyrir fimm árum, en kvikmynda- handritið skrifaði Billy Ray. Myndin verður sú sjötta sem Di- Caprio og Scorsese vinna saman, en meðal fyrri samstarfsverkefna þeirra eru Gangs of New York og The Wolf of Wall Street. Leonardo DiCaprio Sjötta mynd félag- anna í smíðum Hin óbugandi sérsveit IMFmeð Ethan Hunt (TomCruise) í fararbroddi ermætt enn á ný til þess að leysa þau mál sem aðrar leyniþjón- ustur Bandaríkjanna telja ómögu- legt að leysa. Sveitin sætir þó síauk- inni gagnrýni innan bandaríska stjórnkerfisins, því að þó að ekki verði deilt um árangurinn þykja að- ferðirnar nokkuð óvanalegar. Hunt kemst að þessu sinni á snoð- ir um háleynileg glæpasamtök sem skipuð eru fyrrverandi leyniþjón- ustumönnum víða um veröldina og stýrt af hinum dularfulla Solomon Lane, en áður en sérsveitin getur tekið til starfa hafa bandarískir þingmenn ákveðið að leysa IMF upp, og fyrr en varir er Ethan Hunt orðinn að útlaga, hundeltur af bæði vondu og góðu gæjunum. Stóra spurningin er: Mun hann geta sann- að tilvist samtakanna, hreinsað nafn sitt og endurreist IMF? Mission: Impossible – Rogue Nation er fimmta myndin í kvik- myndabálknum um IMF og Ethan Hunt, og eru nærri því tuttugu ár liðin frá því að fyrsta myndin var gerð. Er skemmst frá því að segja að M:I – RN er líklega sú besta af framhaldsmyndunum fjórum. Allt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu er áhorfandanum boðið í rússíbana- ferð þar sem öll aðalsmerki góðrar njósnamyndar eru höfð í hávegum. Söguþráðurinn gæti vissulega virkað ruglandi á suma, þar sem hann virkar stundum eins og afsök- un fyrir kvikmyndagerðarfólkið til þess að nota staði eins og Vín, Casa- blanca og London sem stórglæsi- legan bakgrunn fyrir sprengingar. Engu að síður heldur myndin ágæt- lega saman. Það sem helst háir henni er þó að ólíkt til dæmis fyrstu myndinni er ekkert eitt „háspennu- atriði“ sem fólk mun minnast þegar fram líða stundir. Myndin er að miklu leyti byggð upp, eins og hinar fyrri, til þess að Tom Cruise geti látið ljós sitt skína. Engu að síður sýna flestir meðleik- arar hans hér prýðisgóðan leik. Alec Baldwin er til að mynda tilvalinn í hlutverk Hunleys, yfirmanns CIA, sem hefur horn í síðu IMF og Hunts og sýnir það í verki. Á enga er hallað þó að þeim Simon Pegg og sænsku leikkonunni Re- beccu Ferguson sé hampað meir en hinum. Pegg nær mjög góðum sprettum sem Benji Dunn, tölvu- gúru og helsti hjálparkokkur Ethans Hunt. Ferguson stelur hins vegar senunni algjörlega þegar hún er á skjánum sem Ilsa Faust, breskur njósnari sem lendir á milli tveggja elda. Verður að hrósa kvikmynda- gerðarmönnunum sérstaklega fyrir það að hafa búið til sterkan kven- karakter sem bíður ekki eftir því að Tom Cruise komi og bjargi sér, held- ur sparkar alveg jafnfast í rassa og hinir. Tónlist myndarinnar hjálpar einn- ig andrúmslofti hennar, en hún er lágstemmd með vísunum í bæði óp- eruna Turandot og svo hið magnaða titillag Mission: Impossible seríunn- ar eftir Lalo Schifrin. Þvert á vænt- ingar undirritaðs var Mission: Im- possible – Rogue Nation því hin fínasta skemmtun, og vel þess virði fyrir aðdáendur kvikmyndaseríunn- ar að kíkja á. Á bláþræði Tom Cruise hangir utan á þotu í einu atriða fimmtu Mission: Impossible kvikmyndarinnar. Cruise hefur áður sýnt að hann er ekki lofthræddur. Ómögulega góð spennumynd Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Mission: Impossible – Rogue Nation bbbbn Leikstjóri og handritshöfundur: Christ- opher McQuarrie. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jeremy Renner, Simon Pegg, Re- becca Ferguson, Ving Rhames, Sean Harris og Alec Baldwin. Bandaríkin 2015, 131 mínúta. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Upplýst hefur verið hvaða konur munu taka þátt í höf- undasmiðju sem Meryl Streep hleypti af stokk- unum í apríl síð- astliðnum. Markmiðið með smiðjunni er að efla konur í hópi handritshöfunda sem komnar eru á fimmtugs- aldur. Samkvæmt frétt Guardian sóttu rúmlega 3.500 konur um að taka þátt, en viðtökur voru nokk- uð umfram væntingar. Í kjölfar þessa var plássum fjölgað úr átta í tólf. Smiðjan er unnin í sam- starfi við Writers Guild of Am- erica East, sem sá um að meta þátttakendur, og Streep, sem fjármagnar verkefnið að fullu. Streep hefur verið dugleg að benda á skarðan hlut kvenna í kvikmyndabransanum og hefur sjálf lagt áherslu á að leika í kvikmyndum í leikstjórn kvenna eftir handritum kvenna. Metaðsókn í nýja höfundasmiðju Meryl Streep VACATION 3:50, 5:50, 8, 10:10 THE GIFT 8, 10:20 FRUMMAÐURINN 2D 3:40, 5:50 TRAINWRECK 8, 10:35 SKÓSVEINARNIR 2D 3:50 MINIONS - ENS TAL 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.