Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
Nýjustu skilaboð
frá framtíðar-
þingmanni Pírata,
Helga Hrafni, sem
hefur einkarétt á
skilgreiningu eineltis
og einn, ásamt Birg-
ittu Jónsdóttur, hefur
upplifað þau ósköp.
En að skilaboðunum,
aldraðir og öryrkjar
og hinir fátæku hér á
landi eiga að líta á það sem for-
réttindi að þurfa að kljást við að
finna það út hvernig þau eigi að
komast af. Rök hans eru, að það
sé bara ekki á orði hafandi að eiga
ekki fyrir mat, lyfjum og lækn-
isþjónustu og já yfir höfuð að vera
til, því að ekki sé verið að drepa
okkur, samanber flóttamenn. Þetta
eru skilaboðin til kynslóðarinnar
sem upplifði fátækt og svengd í
sínum uppvexti, en byggði hér allt
upp af dugnaði, nú mega þau end-
urupplifa að hafa lítið milli hand-
anna og ekki bara það, ekki eru
þau virt sem skyldi, hvað þá sýnd
væntumþykja og þakklæti. Hún
vonda ég er ekki sek né ber á því
ábyrgð að fólk er að drepa hvert
annað úti í heimi, en mig langar til
að ljúka göngu minni hér á þessari
jörð með reisn. Flóttafólk fær
íbúðir, mat og læknisþjónustu og
er það vel, en hvað með lands-
menn sem lifa við skort og hafa
sett fé í velferðarkerfið okkar?
Skorturinn og fátæktin má víst líð-
ast, því að ekki er verið að drepa
okkur, – ekki ennþá.
Uppeldi
Uppeldi barna heillar þjóðar á
stofnunum frá eins árs aldri og
þar til þau koma út úr háskóla, því
þangað skal farið hvort sem vit
eða geta er til staðar, enda há-
skólinn orðinn að fjölbraut, sem
skilar okkur fólki með vanþekk-
ingu á lífinu og mikilli sjálfhverfu.
Til dæmis hafa þau ekki hugmynd
um hvað það er að eiga land og
haf til varðveislu. Og reynist svo
lífið á einhvern hátt erfiðara en
þau væntu, þá er bara að fara til
annarra landa, því að ekki má
bjóða því vinnu í fóðurverksmiðju
eða fiskvinnslu, því að hroki
þeirra er mikill, en væntanlega
vilja þau éta afurðirnar sem fóðrið
og fiskurinn stendur undir. Litla
gula hænan birtist í mörgum
myndum.
Stjórnmál
Stjórnmálamenn sem skammta
til aldraðra, öryrkja og þeirra fá-
tæku launum sem eru undir
lágmarksviðmiðum, eruð að segja
að okkur sé þetta nóg. Við erum
með getulausan félagsmálaráð-
herra.
En góða fólk, lífið er, jú, búm-
merang og hver veit hvað bíður
ykkar á efri árum.
Miðað við bjána-
ganginn í stjórnmál-
unum í dag, gæti það
hent að við völd yrðu
þá ekki innfæddir Ís-
lendingar og niðurbrot
stjórnmálanna færðu
ykkur að höndum
skömmtun lífsgæða.
Píratar, á meðan
braskað er með lífeyr-
issjóði okkar lágstétt-
arinnar og alltaf er
verið að skerða greiðslur, þá eru
þingmenn og ríkisstarfsfólk tryggt
í bak og fyrir, þið megið vinna
með greiddum lífeyri, án skerð-
ingar, og ég hef ekki heyrt mót-
mæli frá ykkur. Píratar, þið þiggið
þetta, og gott er að tala dig-
urbarkalega til annarra á meðan
þið hafið það gott, svo húrra Pí-
ratar, jafnrétti, frelsi og mann-
réttindi, en ekki bara handa út-
lendingum og ykkur sjálfum.
Þið, sem ætlið að kjósa Pírata,
eruð að biðja um stjórnleysi og
upplausn sem aldrei fyrr. Pírötum
fylgir niðurbrot á lögum, hefðum,
trú og menningu landsins. Ég
vona að þjóðin sleppi við þann
hálfvita- og bjánagang, sem fylgir
þeim, og undarlegt að þetta fólk
skuli vera á þingi.
Jón Gnarr
Því upphefur þú sjálfan þig á
kostnað Davíðs Oddssonar ? Hvar
hefur og er Davíð að endurskrifa
söguna? Það eru lítilmenni sem
upphefja sig á kostnað annarra og
þú munt aldrei ná að hafa tærnar
þar sem Davíð hefur hælana, góur-
inn. Þú sjálfur átt eftir að fara nei-
kvætt í sögubækurnar, sem mað-
urinn sem gaf lóð undir mosku,
framtíðin mun sýna það. Svo er
hópur fólks sem vill fá þig sem for-
seta landsins. Hversu djúpt eigum
við að sökkva í bjánagangi ?
Þýskur blaðamaður skrifaði
grein eftir upplifun sína í Reykja-
vík og er sú lýsing ófögur, en
hann segir meðal annars: „Það er
eins og það sé í tísku hjá þessari
þjóð að keppast um hver sé mesti
bjáninn, og fá hrós fyrir“.
Því er ekkert rætt um þessa
grein hans og upplifun, líkar ykk-
ur hún ef til vill ekki ? Nú er
hvergi sagt „að glöggt sé gests
augað“.
Forréttindi og fleira
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur
Stefanía Jónasdóttir
» Flóttafólk fær íbúðir,
mat og læknisþjón-
ustu og er það vel, en
hvað með landsmenn
sem lifa við skort og
hafa sett fé í velferðar-
kerfið okkar?
Höfundur býr á Sauðárkróki.
Ótrúlega mikið er notað af eitri á gróður og matvæli
á Íslandi. Þessi efni eru misjöfn að virkni en flest
eiga þau það sameiginlegt að fólk er varað við að
neyta fæðu, sem hefur verið úðað með þessum efn-
um, í einhverja daga eða vikur eftir úðun. Sumt er
reyndar svo eitrað að það steindrepur allt grænt, en
slíkt eitur er m.a. notað til að eyða gróðri á milli
gangstéttarhellna o.fl. Þrátt fyrir vitneskju um skað-
semi þessara efna virðist fólk enn vera að nota þau,
jafnvel í matjurtagarða til að losa sig við illgresi á
vorin.
Íslenskum garðeigendum er reyndar svolítil vor-
kunn. Þeir eru að baksa við – með mikilli þolinmæði –
að koma upp skrúðgörðum og matjurtum á fáránlega
stuttum tíma og við ótrygg veðurskilyrði. Því er það
drullufúlt að láta pöddur éta gróðurinn eða illgresi
taka yfir garðana á lokametrunum og eyðileggja það
sem búið er að leggja mikla vinnu í.
Samt sem áður ætti fólk að hugsa sig tvisvar um
áður en það setur eitur í matjurtagarðana sína. Eitur
er eitur og hver hefur áhuga á að leggja sér til
munns matvæli sem gætu innihaldið leifar af því?
Þolinmóður garðeigandi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Má bjóða þér eitur á eplið þitt?
Eitur Roundup-
illgresiseyðir er
seldur hér á landi.
Vinnueftirlit Dan-
merkur hefur hins
vegar sett efnið á
lista yfir krabba-
meinsvaldandi efni.
✝ Jenfrid H. Wheelerfæddist í Noregi 17.
febrúar 1922. Hún lést
27. apríl 2015.
Faðir Kristján Sigur-
laugur Hallgrímsson,
fæddur á Kappastöðum,
Sléttuhlíð, Skagafirði,
23. mars 1892. Fórst
með v/b. Pálma út af
Strákum við Siglufjörð
29. sept. 1941. Móðir
Kaia Petrika Henrietta
Hansen, Hallgrímsson, fædd 22. ágúst
1898 í Halsa í Helgeland, Noregi.
Andaðist í Reykjavík 19. jan. 1966.
Systkini: Hermann Andrés Krist-
jánsson f. 7. nóv. 1917, d. 1985, maki
Kristrún Clausen, f. 28.11. 1924, látin
1962. Sonur þeirra er Kristján Svav-
ar. Ingrid Kristjánsdóttir, f. 5. maí
1926, látin 1989, maki Jón-
as Þórir Dagbjartsson
hljóðfæraleikari, f. 20.8.
1926, látinn 2015. Börn
þeirra eru Margrét Linda,
Kristín og Jónas Þórir.
Kristíana Kristjánsdóttir,
f. 24.1. 1937, maki, Guðni
Kristinn Sigurðsson, f.
9.12. 1938. Börn þeirra
eru: Kristján Henrý, Heið-
ar Þór og Agnar Jón.
Jenfrid giftist Walter B.
Wheeler 1944 og flutti með honum til
Bandaríkjanna. Eignuðust þau saman
tvo drengi, John Kristján, látinn 2014,
og Lawrence Bennet, giftur Lindu
Sanders. Þau eiga tvo drengi, Erik og
Alex.
Jenfrid verður kvödd frá Bústaða-
kirkju í dag, 12. ágúst 2015, kl. 13.
Elskuleg systir mín, Jenfrid lést á
hjúkrunarheimilinu Shannondell Pa.
USA 27. apríl sl. á 94. aldursári. Fyrir
mér var hún sem bezta systir. Sinnti
uppeldi mínu meðan ég var þar í fram-
haldsnámi og bjó hjá þeim hjónum.
Einmitt núna á þessum tímamótum er
60 ára útskriftarafmæli mitt þaðan, en
þar verð ég fjarri góðu gamni.
Jenfrid fluttist með foreldrum okkar
til Siglufjarðar á öðru ári þar sem hún
ólst upp og lauk skólagöngu.
Jenfrid átti góðar minningar frá
unglingsárunum á Siglufirði, frá síld-
arvinnunni þegar hún er aðeins 10 ára
og þurfti að standa uppi á kassa til að
ná niður í botn á síldartunnunum.
Einnig heyrði ég þá sögu af henni að
hún hefði verið ansi frek og ákveðin í
handboltanum. Þegar skólagöngu lauk
á Siglufirði og síldarævintýri á enda
fór hún suður til Reykjavíkur og hóf
þá nám við Kvennaskólann þar sem
hún bjó hjá frænda okkar Jóni Lofts-
syni stórkaupmanni og hans fjöl-
skyldu.
Hún fékk þeim aldrei fullþakkað þá
frændsemi.
Systir mín átti alla tíð glæsilegt
heimili og gott líf þar sem hún bjó í
Bandaríkjunum og mikið félagslíf var
alltaf í kringum hana. Hún varð lögleg-
ur fasteignasali, og starfaði við það og
náði þeim heiðri að verða Million Doll-
ars Best Seller. Alla tíð lifði hún fyrir
að hitta Íslendinga sem komu þangað
út til náms eða starfa og greiddi götur
margra og tók jafnvel að sér.
Hún átti hóp tryggra vina. Hún sótti
sína ákveðnu kirkju og tók þátt í störf-
um hennar. Alls staðar gaf hún af sér
bros og vingjarnleika.
Hún hélt veglega veislu við 90 ára
afmæli sitt og sá að mestu leyti um all-
an undirbúning sjálf, enda mikill
veisluhaldari og góður gestgjafi.
Við mættum þarna vinkona mín,
Lovísa Einarsdóttir fimleikakennari og
frumkvöðull að Kvennahlaupinu og í
grallarastuði sömdum við og fluttum
til Jenfrid afmælisbrag sem segir svo-
lítið um hennar sögu sem ég læt fljóta
hér með, rétt til gamans.
TIL JENFRID.
Á Siglufirði fæddist þetta fagra fljóð.
Ólst þar upp, fór í skóla og varð mjög fróð.
Á síldarplani saltaði, – uppi á kassa stóð,
hamaðist og kepptist við, svo varð í kinnum
rjóð.
Hún keppti líka í handknattleik, framsækin og
hvergi smeyk
hitti oft í markið inn og skoraði í sjötta
sinn.
Já, andstæðingar hennar máttu vara sig.
Síðan lá nú leið hennar í Reykjavík.
Höfuðborgarmenningin var engu lík.
Á Borginni hún dansaði og fann þar eig-
inmann,
til Ameríku sigldi hún og hugsaði um hann.
Síðan eftir börn og bú, hún tók sig upp sú
fína frú.
Fasteignirnar seldi glöð og kúnnarnir þar biðu
í röð.
Var viðurkennd sem Million Dollar Best Sell-
er.
Marga námsmenn tók hún upp á arma hér
og ekki til í dæminu að barma sér.
Á Íslendingahátíðum hún vildi hafa gát.
Endalaust hún dansaði og var svo voða
kát.
Verslanirnar skannar hún, verð og gæði kann-
ar hún
og allt sem er á útsölu, kaupir hún
í fleirtölu.
Á þessu sviði er hún algjör meistari.
Frá Íslandi við komnar erum hér og nú
í afmæli sem heldur þessi heiðursfrú.
Með gestunum við kætumst og gleðin
hefur völd
Og svona viljum hafa það â“ kvöld
eftir kvöld.
Hún Jenfrid nýtur sannmælis
og minnumst þessa afmælis
eins lengi sól í heiði skín við veisluhöld
og freyðivín.
Þakklátar að fá að koma hér til þín.
(Lovísa og Kristíana.)
Blessuð sé minning minnar elsku-
legu systur.
Kristíana Kristjánsdóttir.
Árið 1968 stóðu flutningar fyrir dyr-
um hjá fjölskyldunni. Við höfðum und-
anfarin fjögur ár búið í Minnesota,
lengst af í smábænum Rochester, en
nú lá leiðin til stórborgarinnar Phila-
delphiu í Pennsylvaniuríki. Þar þekkt-
um við engan sem gæti orðið okkur
innan handar við íbúðarleit eða gefið
okkur önnur góð ráð og höfðum við af
því nokkrar áhyggjur.
„Þið hafið bara samband við hana
Jenfrid Weeler,“ sagði vinkona okkar
„hún verður ykkur örugglega hjálp-
leg“. Það reyndust orð að sönnu, því
skömmu eftir að við leituðum ásjár hjá
Jenfrid hafði hún útvegað okkur hús-
næði. Hún lét ekki þar við sitja. Við
komuna til Philadelphia beið hún okk-
ar í útjaðri borgarinnar til að vísa okk-
ur veginn síðasta spölinn. Þannig
kynntumst við fyrst hjálpsemi Jenfrid-
ar. Hún tók okkur undir sinn vernd-
arvæng frá fyrsta degi.
Jenfrid starfaði í mörg ár sem fast-
eignasali og var hún afar farsæl og virt
í því starfi. Í veislu á heimili hennar
þar sem staddir voru viðskiptavinir,
sögðu þeir mér hversu glögg hún væri
að finna nákvæmlega réttu eignina
sem hentaði í hvert skipti.
Jenfrid var falleg kona, sem vakti
athygli hvar sem hún kom fyrir glæsi-
leik og hún var sannkallaður gleðigjafi
á mannamótum. Já, hún var glæsileg
hún Jenfrid; einnig greind, góðhjörtuð,
gestrisin og gjafmild. Alls þessa nutum
við hjónin í ríkum mæli og mátum við
ætíð mikils trygglyndi hennar og vin-
áttu
Hin síðari ár fækkaði ferðum Jen-
fridar hingað til gamla landsins, en
sambandið rofnaði aldrei. Við ræddum
saman í síma og þrátt fyrir þverrandi
heilsu og áföll var stutt í hressileg til-
svör og kjarkurinn var óbilandi.
Ég sakna hennar.
Sigríður Ásgeirsdóttir.
Það var aðfangadagur og árið var
1966. Við vorum í Philadelphia og
höfðum dvalist þar í fjóra mánuði við
nám og störf. Við höfðum engan Ís-
lending hitt þegar allt í einu hringdi til
okkar íslensk kona Jenfrid Wheeler og
bauð okkur að koma og halda jólin
með fjölskyldu sinni á aðfangadag.
Svarið var einfalt, já takk. Þau
bjuggu í Wynnwood rétt utan við borg-
ina. Á sjálfan aðfangadaginn hafði
byrjað að kyngja niður snjó og lestin
okkar reyndist sú síðasta þann sólar-
hringinn. Á brautarpallinum í
Wynnwood bauð okkur velkomin
glæsileg og brosandi kona með ljóst
rauðleitt hár og spékoppa og með að-
stoð nágranna hennar komumst við á
leiðarenda í snjónum. Í ljós kom að
Jenfrid hafði frétt af okkur hjá Int-
ernational House í Philadelphia. Enn
snjóaði og önnur íslensk sex manna
fjölskylda varð að snúa við í bíl sínum
á leiðinni til þeirra.
Við aftur á móti nutum þessa fallega
og eftirminnilega aðfangadagskvölds
með fjölskyldu Jenfridar sem auk
hennar voru eiginmaðurinn Walter B.
Wheeler og synirnir John og Larry.
Eftir veislumáltíð gengum við með
þeim til messu í Biskupakirkjuna
þeirra þar rétt hjá þar sem Larry
yngri sonurinn lék einleik á víólu.
Þessi jólaheimsókn okkar til þeirra í
Wynnwood varð upphafið að einstakri
vináttu okkar æ síðan og vorum við
hvorki fyrstu né síðustu Íslendingarnir
sem hennar nutu gegnum árin. Hún
leitaði þá uppi sem voru í námi eða
störfum. Þá hélt hún einnig góðu sam-
bandi við aðrar íslenskar konur sem
flust höfðu til landsins um svipað leyti
og hún.
Sjálf tryggði hún sér réttindi til að
starfa sem fasteignasali og var hún
mjög farsæl í því starfi. Walter sem
hún fluttist með til Bandaríkjanna
1944 kenndi við skóla fyrir þá sem
störfuðu að tryggingamálum. John var
í bandaríska flughernum en fékkst
einnig síðar við ýmiss konar þjónustu-
störf. Larry býr með fjölskyldu sinni í
Houston, Texas og er víóluleikari og
háskólakennari þar. Hann kom til Ís-
lands árið 1984 og lék þá einleik á
víólu á tónleikum með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands.
Síðar skildi leiðir þeirra hjóna og
Jenfrid flutti sig fjær stórborginni til
Valley Forge. Seinustu árin bjó hún í
íbúð sinni í Shannondell í Audubon þar
skammt frá á þjónustuheimili fyrir
eldra fólk. Hún naut þar fjölbreyttrar
þjónustu og þar eignaðist hún enn
fjölda vina.
Við höfðum tækifæri til að koma til
hennar í febrúar í nokkur ár og halda
upp á afmælið hennar með henni og
fleira fólki. Sérstaklega var það fjöl-
mennt á 90 ára afmæli hennar þar sem
mættust gamlir og yngri vinir hennar
víðs vegar að. Jenfrid kom líka oft til
Íslands. Hún talaði lýtalausa íslensku
og hélt góðu sambandi við fjölskyldu
sína og vini hér. Hún var félagslynd,
skemmtileg og fróð og naut þess að
hafa fólk í kringum sig.
Síðustu samtöl okkar voru í síma
eins og það fyrsta og nú er hún komin
aftur heim til Íslands þar sem aska
hennar mun hvíla við hlið foreldra
hennar í kirkjugarðinum.
Við söknum hennar en erum jafn-
framt þakklát fyrir að hafa kynnst
henni og átt hana að vini í næstum
hálfa öld.
Blessuð sé minning hennar.
Áslaug Ottesen og
Hörður Sigurgestsson.
Jenfrid H. Wheeler
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu
á útfarardegi verður greinin að hafa bor-
ist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í
Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000
slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir for-
máli sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan
og klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar