Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Mér finnst rosalega gam-an að hanna nýja hlutien ég er ekkert sér-staklega góð í að koma mér á framfæri og því leit ég á þessa keppni sem kjörið tækifæri til þess. Þetta er smá spark í rassinn,“ segir fatahönnuðurinn Bergdís Inga Brynjarsdóttir glaðlega. Hún tók þátt í hönnunarkeppni á vegum vef- síðunnar Etsy.com, sem haldin er í fyrsta skipti í Austurríki og Þýska- landi, þar sem hún býr. Hún teflir fram nýjustu afurð- inni sinni, einstaklega fallegri blárri tösku, sem hún hannaði og saumaði. Taskan hefur verið valin ein af tólf flottustu fylgihlutunum og geta áhugasamir kosið sér vinningshafa á netinu. Hinn 4. september lýkur net- kosningunni og hlýtur vinningshafi hennar m.a. umfjöllun í tísku- tímaritum og flugferð til höf- uðstöðva Etsy í New York. Gott að búa í Þýskalandi Bergdís er búsett í Leipzig, Þýskalandi. Hún útskrifaðist af fatahönnunarbraut úr listaháskól- anum í Berlín, Universität der Künste, árið 2013. Áður hafði hún tekið sveinspróf í kjólasaum við Iðnskólann í Reykjavík. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi síðustu sex ár og býr nú í Leipzig en kærasti hennar, Jakob Tómas Bullerjahn, er í doktorsnámi þar. Hann er hálfþýskur en ólst upp hér á landi og hefur dvalið í þó- nokkurn tíma í Þýskalandi. „Þegar ég var við háskólann í Berlín, þá Orkeruð taska í hönnunarkeppni Hún hefur getið sér gott orð fyrir hárbönd, hálsmen og armbönd með gamalli handverksaðferð sem er notuð á nýstárlegan hátt. Nýjasta afurðin hennar, falleg blá taska, komst í úrslit hönnunarkeppni innan Þýskalands og Austurríkis á vef- síðunni etsy.com. Vinningshafinn verður valinn 4. september og fær hann m.a. umfjöllun í tískutímaritum og flugferð til New York. Taskan Þessi taska komst í úrslit í hönnunarkeppni vefsíðunnar etsy.com. Hálsmen Dís By Bergdís, nefnist skartið sem hún hannar. Etsy.com er alþjóðleg sölusíða fyrir handunnar vörur. Síðan var sett upp með það að markmiði að auðvelda hönnuðum að hafa framleiðslu sína og höfundarverk að lifibrauði. Það er því tilvalið að renna í gegn- um vöruúrvalið þegar kaupa á fal- legan hlut, hvort sem hann á að gleðja vin eða kaupandann sjálfan. Fallegir munir fyrir heimilið eru ótelj- andi og hugmyndaauðgi hönnuðanna er gífurleg. Hönnuðirnir sem selja vörur í gegnum síðuna eru ríflega 1,5 millj- ónir manns og fullyrt er á síðunni að þessi hópur sé nánast frá hverju ein- asta landi í heiminum. Þeir sem versla í gegnum síðuna eru um 21,7 milljónir. Fyrirtækið er með skrif- stofu í sjö löndum. Fyrirtækið tekur um 5% af hverri seldri vöru og renn- ur því mikið beint í vasa hönnuðanna sjálfra. Hægt er að fylgjast með síðunni á öllum helstu samfélagsmiðlum, t.d. Facebook, Instagram, Twitter og Pinterest. Vefsíðan www.etsy.com Vörur Þessar vörur frá Íslandi er m.a. hægt að kaupa á vefsíðunni. Sölusíða fyrir handunnar vörur Sýning á tegundum og ættum plantna sem fundist hafa merki um við fornleifarannsóknir á klaustur- jörðum hér á landi verður opnuð í Urtagarðinum við Nesstofu á Sel- tjarnarnesi kl. 19.30 á morgun, fimmtudag. Af því tilefni verður sérstök dag- skrá og heldur Per Arvid Åsen, grasafræðingur hjá Byggðasafninu og grasagarðinum í Agder í Noregi, erindi í sal Lyfjafræðisafnsins. Erind- ið ber yfirskriftina „Floraen på middelalderlige islandske kloster- lokaliteter og mulige gjenstående kulturreliktplanter“. Í því verður fjallað um minjar sem hafa fundist um þekktar nytjaplöntur við forn- leifarannsóknir á íslenskum klaustr- um. Sumar þeirra vaxa enn á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku en fyrirspurnir og umræður geta farið fram á íslensku eða ensku. Fyrirlesturinn er á vegum stjórnar Urtagarðsins í Nesi og öllum opinn. Boðið verður upp á kaffi og myntute eftir garðagönguna. Urtagarðurinn í Nesi var stofnaður árið 2010, á 125 ára afmæli Garð- yrkjufélags Íslands og 250 ára af- mæli Embættis landlæknis, og er starfræktur í samvinnu milli Sel- tjarnarnesbæjar, Garðyrkjufélags Ís- lands, Embættis landlæknis, Lækna- félags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, Lyfjafræðisafnsins og Þjóð- minjasafns Íslands. Endilega... ...fræðist um plöntur sem hafa fundist við fornleifarannsóknir Morgunblaðið/Kristinn Nesstofa Fróðlegt verður að forvitnast um jurtir og plöntur sem hafa fundist við fornleifarannsóknir á klaustrum hér á landi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Listamaðurinn og HvergerðingurinnJakob Veigar Sigurðsson heldur mál- verkasýningu í Garðyrkjustöð Ingi- bjargar í Hveragerði og nefnist sýn- ingin Málverk í gróðurhúsi. Sýningin verður opnuð á morgun, fimmtudag- inn 13. ágúst, og eru allir velkomnir. Málverkasýningin er haldin í tilefni Blómstrandi daga í Hveragerði sem standa yfir 13.-16. ágúst. Fjölbreytt dagskrá er að vanda á Blómstrandi dögum, þar sem áhuga- verðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa. Blómstrandi dagar er fjölskyldu-, menningar- og heilsuhátíð án áfeng- is. Blómstrandi dagar Listamaður Jakob Veigar Sigurðs- son að sinna listagyðjunni. Málverk í gróðurhúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.