Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er 52 ára í dag. Hannútskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík og semlögfræðingur úr Háskóla Íslands, en samhliða háskólanámi starf- aði hann sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Síðan hefur hann starfað sem lögmaður og rekur nú lögmannsstofuna Reykvískir lögmenn, en áður var hann starfsmaður Lögheimtunnar. Sveinn Andri segist ekki sérhæfa sig í lögfræðinni eins og margir geri. „Það er lykilatriði að hafa fjölbreytileg verkefni. Þá endist maður í þessu,“ segir hann. Sveinn Andri hyggst eyða afmælisdeginum við störf enda sumarfríið orðið að engu í lok sumars. Hann segist þó hafa varið fríinu vel, en mestum tímanum varði hann í höfuðborginni en tók sér líka nokkurra daga frí með Baltasar Berki, syni sínum. Þótt Sveinn verði upptekinn við vinnu á afmælisdaginn hyggst hann halda upp á daginn um helgina í faðmi vina og fjölskyldu. „Afmælisdag- urinn verður vinnudagur eins og venjulega. Maður býður fjölskyldunni í kaffi um helgina,“ segir hann. Spurður um draumaafmælisgjöf, segist hann ekkert vilja og segist eiga nóg. Foreldrar Sveins Andra voru Sveinn Haukur Valdimarsson hæsta- réttarlögmaður og Jóhanna Andrea Lúðvígsdóttir húsmóðir. Sveinn Andri er fráskilinn og á fimm börn, Svein Alexander, 23 ára, Júlíönu Amalíu Elinóru, 21 árs, Söru Messíönu Maren, 19 ára, Lars Óliver, 17 ára, og Baltasar Börk 3 ára. Afmælisbarn Sveinn Andri býður fjölskyldunni í kaffi um helgina. Lykilatriði að lög- fræðin sé fjölbreytt Sveinn Andri Sveinsson er 52 ára G uðrún Helga Skow- ronski fæddist 12. ágúst 1975 í Reykjavík en fluttist 7 ára gömul til Floda sem er rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð. „Þar voru æskuárin í minningunni ekkert ólík fallegri barnabók frá Ast- rid Lindgren, við lékum okkur í skóginum og hverfunum í kringum heimilið okkar, klifruðum í trjám og upplifðum hversdagsundur með því að horfa á náttúruna og lífríkið í kringum okkur. Í Svíþjóð mótuðust að miklu leyti skoðanir mínar á lífinu og tilverunni. Að loknum grunnskóla fluttist fjöl- skyldan til Íslands aftur og MH varð fyrir valinu. Í þeim skóla eignaðist ég góðar vinkonur sem fylgjast að enn í dag og þótt líf okkar hafi þróast í mjög ólíkar áttir þá hef ég fulla trú á Guðrún Helga Skowronski söðlasmiður – 40 ára Morgunblaðið/Eggert Fjölskyldan Guðrún Helga og Ásgeir ásamt þremur börnum þeirra, Pétri Þór, Þorbjörgu Gígju og Þorgrími Helga. Sameinar áhugamálin í einn hrærigraut Kálgarðurinn Í honum kennir ýmissa grasa, þar má finna brokkolí, blóm- kál, rauðkál, hvítkál, grænkál, rófur, næpur og dill. Reykjavík Birnir Axel Kjartansson fæddist 5. júní 2014. Hann vó 4.036 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Helga Margrét Gunnarsdóttir og Kjartan Páll Sæmundsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Merkir íslendingar Þau leiðu mistöku urðu í gær í þættinum Merkir Íslendingar um Ingibjörgu Benediktsdóttur að þau Steinþór Guðmunds- son voru sögð barn- laus. Þau hjónin eign- uðust fimm börn og lifðu fjögur þeirra: Svanhildur f. 1919, Ásdís f. 1920, Böðvar f. 1922 og Haraldur f. 1925. Einnig stóð í greininni að Ingi- björg hefði gefið út eina ljóðabók en þær voru tvær. Sú seinni heitir Horft yfir sjónarsviðið og kom út ár- ið 1946. Hlutaðeigendur og lesendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is FÁRÁNLEG VERÐ! ALLTAÐ 50% AFSLÁTTUR HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS 68.940 114.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.