Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
Árni Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður
er látinn, 88 ára að
aldri. Hann lést að
Hrafnistu í Hafnarfirði
10. ágúst síðastliðinn.
Árni var sonur
hjónanna Gunnlaugs
Stefánssonar, stór-
kaupmanns í Hafnar-
firði, og Snjólaugar
Guðrúnar Árnadóttur,
húsfreyju og organista.
Árni var stofnandi
Félags óháðra borga í
Hafnarfirði og sat í
bæjarstjórn í áratugi
auk þess að stunda lögmannsstörf
um margra ára skeið. Árni útskrif-
aðist með hæstu einkunn frá laga-
deild Háskóla Íslands í sínum ár-
gangi.
Þá var Árni mikill tónlistarunn-
andi, gaf út tvo geisla-
diska með eigin tónlist,
Þú fagra vor og Kveðja
til móður, auk tveggja
sönghefta. Hann söng
reglulega með karla-
kórnum Þröstum í
Hafnarfirði.
Árni gaf út bæk-
urnar Fólkið í Firð-
inum í þremur bindum,
ljósmyndir og ævi-
ágrip um 1.000 Hafn-
firðinga.
Þá ritaði Árni grein-
ar í Morgunblaðið um
árabil, aðallega um
bindindismál og málefni Hafnar-
fjarðar.
Eftirlifandi kona Árna er María
Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Sonur þeirra er Árni Stefán Árna-
son lögfræðingur.
Andlát
Árni Gunnlaugsson
Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is
Jakkaföt frá
32.000,-
Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
LOKAVIKA ÚTSÖLU!
60% afsláttur af öllum vörum
Ekkert hefur
gerst í uppbygg-
ingu á ferða-
mannaaðstöðu
við Reykholts-
laug í Þjórsárdal í
Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi, en í
mars var samið
við Þjórsárdals-
laugar ehf. um að
annast uppbygg-
ingu á ferðamannaðstöðu við laug-
ina. Nú hefur sveitarstjórn sam-
þykkt samhljóða að veita
forsvarsaðilum fyrirtækisins þrjátíu
daga frest til úrbóta. „Það hefur
ekkert verið gert í raun og veru.
Ýmsar hugmyndir eru uppi og með-
an ekkert er gert skemmir það fyrir.
Best væri ef fyrirtækið stæði við að
gera þetta en það gæti endað á því
að við slítum samningi ef þau taka
sig ekki á,“ segir Björgvin Skafti
Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps.
Reykholtslaug var upphaflega
byggð í kringum 1970 af starfs-
mönnum Búrfellsvirkjunar. Lands-
virkjun átti hana fram til ársins
2010, en þá eignaðist sveitarfélagið
laugina. Laugin hefur ekki verið op-
in reglulega frá því sumarið 2012 og
því var að sögn Björgvins ákveðið að
bjóða út rekstur hennar í tengslum
við ferðaþjónustu. isak@mbl.is
Uppbygging
ekki hafin við
Reykholtslaug
Reykholtslaug
er í Þjórsárdal.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Borgaryfirvöld telja sig í fullum rétti
til að halda áfram framkvæmdum
vegna viðbyggingar við Klettaskóla,
jafnvel þótt fyrir úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála liggi
kæra íbúa í Suðurhlíðarhverfi vegna
deiliskipulagsins sem framkvæmd-
irnar byggjast á, en þar hefur hún
legið óafgreidd frá árinu 2013.
Jarðvinna á svæðinu hófst 21. júlí
sl., en í vor var veitt leyfi fyrir jarð-
vinnu og aðstöðusköpun. Í kjölfarið
sendu íbúar í hverfinu aðra kæru til
nefndarinnar um stöðvun fram-
kvæmdanna.
Vegna mikilla anna og mannfæðar
hjá úrskurðarnefndinni hefur mikill
málastafli safnast upp þar á síðustu
árum og mikill dráttur orðið á af-
greiðslu deiliskipulagsmála, en slík
mál skulu að jafnaði afgreidd innan
sex mánaða. Kærur vegna verk-
stöðvana eru þó settar í forgang og
geta íbúarnir því vænst niðurstöðu
um stöðvun framkvæmdanna á
næstu vikum.
Íbúar ósáttir við deiliskipulagið
Upphaflega útbjó Reykjavík-
urborg nýtt deiliskipulag vegna
framkvæmdanna árið 2012 og gerðu
íbúarnir athugasemdir við hug-
myndir borgarinnar, m.a. um stór-
aukið leyfilegt byggingarmagn og
nýtingarhlutfall á lóðinni. Nokkurt
tillit var tekið til athugasemdanna
og í nýrri tillögu var byggingin
lækkuð og felld ofan í jörðu að hluta.
Einnig var hún færð nokkra metra
frá íbúabyggðinni. Íbúarnir voru
enn ekki sáttir eftir breytinguna og
lögðu fram frekari athugasemdir.
Breytt deiliskipulag var þó sam-
þykkt óbreytt í umhverfis- og skipu-
lagsráði hinn 30. október 2013 og í
Borgarráði hinn 7. nóvember sama
ár.
Íbúarnir kærðu breytingu skipu-
lagsins til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála en þeir
halda því fram að of lítið samráð hafi
verið haft við íbúana og að deili-
skipulagið fari gegn aðalskipulagi
borgarinnar, þrátt fyrir breyting-
arnar. Telja þeir líka að annmarkar
hafi verið á málsmeðferð sinni.
Borgin í rétti til að halda áfram
Byggingarfulltrúi gaf út leyfi til
vinnu við takmarkaða þætti fram-
kvæmdanna í vor. Leyfið byggist á
deiliskipulaginu sem íbúarnir kærðu
til úrskurðarnefndarinnar árið 2013,
en leyfið heimilaði jarðvinnu og að-
stöðusköpun við skólann í sumar.
Erna Hrönn Geirsdóttir, lögfræð-
ingur hjá Umhverfis- og skipulags-
sviði Reykjavíkurborgar, segir borg-
inni lagalega heimilt að halda
framkvæmdunum áfram, jafnvel
þótt málið sé enn til skoðunar hjá úr-
skurðarnefndinni. Deiliskipulagið
hafi fengið viðeigandi afgreiðslu í
stjórnsýsluferli borgarinnar.
Aðspurð hvort byggingarleyfi fyr-
ir framkvæmdinni í heild hafi verið
gefið út, segir Erna að í raun sé það
svo. Takmarkað byggingarleyfi jafn-
gildi nánast almennu bygging-
arleyfi, það sé einungis gefið út til
hagræðis þegar um viðamiklar fram-
kvæmdir sé að ræða, spara megi
tíma og fjármagn með því að hefja
einstaka hluta framkvæmdanna fyrr
en ella. Hönnunargögnin liggi öll
fyrir og bíði einungis samþykktar.
Íbúar bíða úrskurðar
um nýtt deiliskipulag
Byggingarleyfið byggist á umdeildri skipulagsbreytingu
Morgunblaðið/Júlíus
Framkvæmdir Borgin hóf framkvæmdir við viðbygginguna hinn 21. júlí sl.
Ekki liggur fyrir úrskurður um gildi deiliskipulags vegna byggingarinnar.
Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni í
gær um fjórar krónur. Verð á 95 okt-
an bensíni er því komið niður í 215
krónur hjá öllum olíufélögunum
nema Skeljungi, þar sem það er 217
krónur. Lækkunin skýrist af lækkun
heimsmarkaðsverð á olíu.
Eggert Kristófersson, forstjóri
N1, segir lækkun heimsmarkaðs-
verðs meðal annars stafa af efna-
hagsvandræðum í Kína, sem hafi
leitt til minnkandi eftirspurnar.
Hann segir stórt hagkerfi Kína hafa
verið að vaxa mikið sem hafi keyrt
upp olíuverð á síðustu árum, en sé
nú í vandræðum.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Atlantsolíu að frá 1. júlí sl. hafi
bensínverð lækkað um 10 krónur og
verð á dísilolíu um 15 krónur. Þenn-
an sama dag fyrir ári kostaði bensín
30 krónum meira og dísilolía 42
krónum meira. Þá má geta þess að 1.
júlí kostaði bensín hjá OK í Dan-
mörku 12,34 en kostar í dag 11,90
eða 0,44 danskar krónur (dkr) lækk-
un eða tæpar 9 íslenskar krónur
(isk). Á sama tíma hefur dísilolía
lækkað úr 10,24 dkr í 9,52 dkr eða
um 14,44 isk. Hefur því eldsneytis-
verð lækkað meira hér á landi und-
anfarnar 5 vikur en í Danmörku.
Morgunblaðið/Ásdís
Orsökin Minnkandi eftirspurn í Kína er einn áhrifavaldur lækkunarinnar.
Skýrist það af því að hlutabréfamarkaður Kína hefur lent í erfiðleikum.
Bensínverð lækkar
um fjórar krónur
Árið 2012 voru úrskurðar-
nefndir sem fjölluðu um um-
hverfismál sameinaðar í eina,
og fjallar úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála nú um
tólf lagabálka en einn áður.
Málafjöldinn varð meiri en áætl-
að var og hlaut nefndin aukna
fjárveitingu árið 2014 og bætti
við sig þremur stöðugildum.
Hún vinnur sig nú gegnum upp-
söfnuð mál.
Málafjöldinn
aukist mikið
ÚRSKURÐARNEFNDIN