Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dauðinn er um margt sérstakur, en eflaust er fátt sérkennilegra en að komast að eigin dauða þegar maður er enn á lífi. Því fékk Kolbeinn Sig- urðsson að kynn- ast snemma á tí- unda áratug síðustu aldar þeg- ar hann hugðist skrá sig í sambúð. Kolbeinn er einn fimm einstaklinga sem hafa ranglega verið taldir af frá árinu 1985 en mbl. greindi frá því í júlí að fjögur þeirra tilfella mætti rekja til mistaka við skráningu. Spurði hvort þetta væri grín Kolbeinn segir að starfsmaðurinn sem átti að skrá hann í sambúð hafi spurt hann hvort um grín væri að ræða enda hefði hann verið skráður látinn í Þjóðskrá í um það bil mánuð þegar hann ætlaði að skrá sig í sam- búðina. Við tóku þrjár vikur af endurlífg- unartilraunum í kerfinu, segir Kol- beinn en hann byrjaði á að ná sér í fæðingarvottorð hjá sjúkrahúsinu á Blönduósi, þar sem hann fæddist. „Svo þurfti ég að fá fyrrverandi konuna mína til að staðfesta að þetta væri ég þó að ég væri með pappíra,“ segir Kolbeinn. Dauði Kolbeins í kerfinu hafði lítil áhrif eftir að hann hafði verið leið- réttur, en hann segir skýringuna vera að hakað var við rangan Kolbein í Þjóðskrá. „Ég hló að þessu, meira að segja á meðan ég var að garfa í þessu. Það er auðvelt að skemmta mér,“ segir Kol- beinn sem grínast stundum í góðra vina hópi; að í hópnum sitji einn framliðinn. ash@mbl.is Tók þrjár vikur að lifna aftur við  Var óvart skráður látinn í Þjóðskrá Kolbeinn Sigurðsson Um 1.600 börn hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkurborgar í ár. „Breytingar geta orðið alveg fram að skólabyrjun sem er 24. ágúst,“ segir í upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Til samanburðar hófu tæplega 1.500 börn nám í grunnskólum borgarinnar á síðasta ári. Um er að ræða börn sem fæddust árið 2008 og 2009. Á sama tíma hefja um 1.400 börn leikskólagöngu í Reykjavík, en þau eru fædd árið 2013. Árið 2014 vist- uðust 1.406 börn inn í leikskóla borgarinnar. Mest fjölgun í Dalskóla Ef skoðaður er fjöldi nemenda eftir grunnskólum í Reykjavíkur- borg milli ára er mest fjölgun nem- enda í Dalskóla í Grafarholtinu, eða um 13,4%. Þar voru 127 börn vistuð árið 2014 en áætlað er að 144 börn sæki skólann árið 2015. Næstur á eftir kemur Laugalækjarskóli þar sem nemendum fjölgar um 11,4% eða frá 255 í 284 á milli ára. Þá fækkar nemendum mest milli ára í Klébergsskóla á Kjalarnesi, eða um 6,5%. Þar sóttu 124 nem- endur grunnskólann árið 2014 en 116 áætlaðir árið 2015. Fossvogs- skóli fylgir fast á eftir með 4,2% fækkun á milli ára. laufey@mbl.is Hundrað fleiri börn byrja í fyrsta bekk  Um 1.600 börn hefja grunnskólagöngu í Reykjavík í ár Morgunblaðið/Ásdís Leikur að læra Fleiri börn munu hefja nám við grunnskóla í ár en í fyrra. Veðurstof- an varar við hvassviðri Veðurstofan vek- ur athygli á spá um hvassviðri eða storm með snörp- um vindhviðum sunnan- og vest- antil á landinu í dag. Vaxandi lægð nálgast landið úr suðvestri og verð- ur vaxandi suð- austan átt í dag, 13-20 metrar á sek- úndu og talsverð rigning sunnan- og vestantil á landinu síðdegis, en 15-23 metrar á sekúndu við suður- og suð- vesturströndina og á miðhálendinu. Búast má við vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu við fjöll á þeim slóðum, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Draga fer úr vindi og úrkomu í kvöld en vegfarendum með eftir- vagna er ráðlagt að fara ekki um þessi svæði fyrr en vind lægir. Tryggingafélög ráðleggja fólki að huga að því að festa tryggilega tjöld og lausamuni líkt og trampólín og garðhúsgögn. Trampólín Lausa- munir gætu fokið.  Ráðleggja fólki að festa lausamuni Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Kennarar geta valið hvort þeir sinna gæslu í matartímum eða ekki. Ekki er lengur greitt sérstaklega fyrir þá gæslu og telja skólastjórn- endur í Reykjavíkurborg að kennarar muni ekki gefa tíma sinn til nemenda þegar þeir sitja að snæðingi. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að áður hafi kennari átt að kenna 26 stundir og fengið greitt fyrir aðra viðveru með nemendum. Í nýja samningnum sé búið að opna á að kennarar geti hafnað gæslu í hádegi enda sé ekki greitt sér- staklega fyrir þá gæslu. „Þetta er breyting því kennari fékk áður allt- af sérstaklega greitt fyrir gæsluna. Auðvitað finnst einhverjum kennurum skrýtið að taka að sér gæslu sem þeir fengu greitt fyrir en fá ekki lengur,“ segir hún. Verið að túlka nýjan samning Skólastjórnendur í grunnskólum Reykjavíkur hittust á mánudag með sínum yfirmönnum og fóru yfir komandi skólaár. Þegar talið barst að matmálstímum hækkaði rómur stjórnenda skól- anna. Nýtt skólaár hefst 24. ágúst en kennarar mæta flestir til vinnu á mánudag. Guðlaug seg- ir að skólastarf leggist vel í sig þrátt fyrir óvissuna um hvort kennarar muni standa vakt- ina með börnum í hádegismatnum eða ekki. „Það er ekkert drama í þessu máli. Það er verið að túlka nýja kjarasamninga og það eru einhverjir óvissufletir sem fólk er enn að átta sig á. Það er heilmikil breyting í þessum samn- ingum. Viðverutími og gæslumál. Það er mis- munandi hvernig stjórnendur túlka og hvernig kennarar túlka. Nú er verið að finna flöt sem allir geta sætt sig við,“ segir hún. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunn- skólakennara, gat ekki svarað því hvort kenn- arar ætluðu að hætta gæslu í hádeginu eða ekki. „Tæknilega er engin breyting á þessum málum. Kennarar geta, ef þeir kjósa og hafa tíma til þess, sinnt gæslu en það verður enginn þvingaður til þess.“ Engin gæsla í matartímum?  Óvissa um viðveru kennara í matartímum í grunnskólum  Ekki lengur greitt sérstaklega fyrir gæslu samkvæmt nýjum kjarasamningi  Spurning um túlkun Morgunblaðið/Eggert Matartími Það er oft ys og þys í matartímum í grunnskólum. Rúmlega 30 hektarar af götum verða malbikaðir í sum- ar á höfuðborgarsvæðinu sem er töluvert meiri fram- kvæmdagleði en undanfarin ár. Malbiksgeirinn er kom- inn mjög langt í því að endurvinna en hægt er að nýta nánast hvern einasta stein upp á nýtt sem settur er í veginn. Sumarið hefur verið gott til malbikunar sunn- anlands og þó nokkur tonn af möl farið í að veita þreyttum vegaköflum verðskuldaða andlitslyftingu. Morgunblaðið/Þórður Mölinni mokað fyrir sumarstorminn Andlitslyfting gatna í Reykjavík Tveir karlmenn voru handteknir við Lón nálægt Höfn í Hornafirði í gær, en þeir eru grunaðir um að hafa staðið á bak við þjófnaði úr versl- unum á Blönduósi, Sauðárkróki og Eskifirði, auk þess sem verið er að skoða mál frá Akureyri sem gæti tengst mönnunum. Hafði annar mannanna að sögn lögreglu nýtt sér persónutöfra sína til að afvegaleiða afgreiðslufólk þannig að annaðhvort hann eða samferðamaður hans gæti smeygt sér í peningakassa versl- ananna og slegið ryki í augu af- greiðslustúlkna til að fá þær til að fara frá. Stálu þeir þannig bæði úr veski starfsmanns og peningakass- anum. Á laugardaginn var fyrst til- kynnt um þjófnað mannanna á Blönduósi, þeir héldu svo upp- teknum hætti á Sauðárkróki en í gær hljóp á snæri lögreglunar eftir að tilkynnt var um svipaðan leik í verslun Samkaupa á Eskifirði. Var maðurinn sagður útlendingur og passaði lýsingin við einn þann grunaða úr fyrri málunum. Stoppaði lögreglan á Höfn mennina stuttu seinna á leiðinni suður. Sjarma- þjófar handteknir  Slógu ryki í augu afgreiðslufólks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.