Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Prince mun gefa út næstu plötu
sína, Hitnrun, á tónlistarveitunni
Tidal sem er í eigu rapparans
Jay-Z. Platan verður gefin út 7.
september og ber sama titil og röð
tónleika sem hann hélt í fyrra, en
þá gaf hann út plöturnar Art Offici-
al Age og PlectrumElectrum.
Fyrsti vísir að samstarfi Prince og
Tidal var tónleikar hans Rally 4
Peace sem streymt var á nýstofn-
aðri veitunni í maí. Prince segir
Jay-Z og starfs-
menn hans hjá
Tidal heiðra þá
vinnu sem tón-
listarmenn leggi
í verk sín til að
ná sem bestum
árangri. Jay-Z
hampar Prince,
segir hann hug-
sjónamann og
það sé Tidal mik-
ill heiður að bjóða hlustendum upp
á viðamikið höfundarverk hans. Í
júlí síðastliðnum fjarlægði Prince
tónlist sína af öllum streymisveitum
nema Tidal.
Prince gefur út
Hitnrun á Tidal
Prince á umslagi
Art Official Age.
Heimildarmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Sjóndeildarhringur, hef-
ur verið valin til þátttöku á TIFF
Docs, heimildarmyndahluta al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í
Toronto, TIFF, og verður myndin
heimsfrumsýnd þar. Hátíðin fer
fram 10.-20. september.
Sjóndeildarhringur fjallar um list-
málarann Georg Guðna Hauksson,
sem lést aðeins fimmtugur að aldri
árið 2011. „Á fyrstu einkasýningu
hans í Nýlistasafninu í Reykjavík
árið 1985 birtist einstök sýn á ís-
lenskt landslag í fjallamyndum
hans. Sýningin markaði upphafið
að ferli Georgs Guðna sem frum-
kvöðuls í endurreisn landslags-
málverksins,“ segir í tilkynningu.
Sjóndeildarhring er leikstýrt af
Friðriki Þór Friðrikssyni og Bergi
Bernburg og framleiðir Friðrik
Þór myndina fyrir framleiðslu-
fyrirtækið Sjóndeildarhring.
Stjórn kvikmyndatöku og klipping
er í höndum Bergs Bernburg og
meðframleiðslufyrirtæki er hið
danska ResearchGruppen. Myndin
verður tekin til sýninga í íslensk-
um kvikmyndahúsum með haust-
inu, að því er fram kemur í til-
kynningu.
Sjóndeildarhringur sýndur í Toronto
Friðrik Þór
Friðriksson
Georg Guðni
Hauksson
Í kjölfar þess að stjórnsýsludómstóll
í Feneyja-héraði hafnaði ósk Kynn-
ingarmiðstöðvar íslenskrar mynd-
listar um flýtimeðferð áfrýjunar
vegna lokunar borgaryfirvalda í
Feneyjum á íslenska skálanum á
Feneyjatvíæringnum, hefur mið-
stöðin ákveðið að falla frá kærunni.
Gæti meðferð málsins tekið allt að
ár en tvíæringnum lýkur hins vegar
í nóvember næstkomandi, með hinni
viðamiklu aðalsýningu og fjölda
þjóðarskála víðsvegar um borgina.
Eins og kunnugt er lokuðu borg-
aryfirvöld í Feneyjum íslenska skál-
anum með verki Christophs Büchel,
Moskunni, eftir að sýningin hafði að-
eins verið opin í tvær vikur í maí-
mánuði. Í rúmlega aldarlangri sögu
þessarar viðamiklu myndlist-
arhátíðar hefur það aldrei áður
gerst að borgaryfirvöld loki sýning-
arskála með þessum hætti. Yfirvöld
í Feneyjum hafa verið ósammála
listamanninum um það að í skál-
anum sé listaverk – þótt fjöldi sér-
fræðinga hafi stutt það með rökum,
og segja um óleyfilega trúarmiðstöð
að ræða.
Í tilkynningu sem var send frá
Kynningarmiðstöðinni í gær segir
að áfrýjað hafi verið til dómstóls
sem er ráðgefandi stjórnsýsludóm-
stóli fyrir Feneyja-héraðið, vegna
lokunar borgaryfirvalda á skálanum.
„Lögfræðingurinn Marco Fer-
rero, sem hefur unnið að ýmsum
réttindamálum og m.a. verið mál-
svari múslimahópa í fjölda mála, tók
að sér að áfrýja fyrir hönd KÍM,“
segir í tilkynningunni. „Áfrýjunin
var lögð fyrir dóminn hinn 29. júlí sl.
Var sérstaklega óskað eftir flýti-
meðferð málsins, til að hægt yrði að
opna skálann að nýju sem fyrst, félli
dómur KÍM í hag. Einnig var krafist
skaðabóta fyrir það tjón sem KÍM
hefur orðið fyrir vegna lokunar-
innar.
Föstudaginn 31. júlí sl. barst lög-
fræðingi KÍM tilkynning frá skrif-
stofu Tribunale Amministrativo Re-
gionale per il Veneto um að beiðni
KÍM um flýtimeðferð málsins hefði
verið hafnað. Þar sem hefðbundin
málsmeðferð kann að taka langan
tíma (það kann að líða allt að ár þar
til kæran yrði tekin fyrir) er ljóst að
dómstóllinn mundi ekki taka afstöðu
í málinu fyrr en eftir að sýning-
artíma Feneyjatvíæringsins 2015
lýkur í nóvember nk. Framhald
málsins gæti því aðeins snúist um
mögulegar skaðabætur vegna þess
tjóns, sem KÍM hefur orðið fyrir
vegna lokunarinnar.
Með vísan til ofangreindrar stöðu
málsins ákvað stjórn KÍM á fundi
sínum 4. ágúst 2015 að falla frá
áfrýjuninni til Tribunale Amm-
inistrativo Regionale per il Veneto.
Stjórn KÍM vinnur nú að því að
kanna hvernig og hvort sé hægt að
halda sýningunni opinni áfram út
sýningartímabilið,“ segir meðal ann-
ars í tilkynningunni. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Moskan Íslenski skálinn í Feneyjum hefur verið lokaður mestallan sýning-
artíma tvíæringsins. Deilt hefur verið um það hvort hann sé listaverk.
Fallið frá áfrýjun
vegna Moskunnar
Hrútar 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Háskólabíó 17.30
Bíó Paradís 20.00
Leviathan
Bíó Paradís 17.00
Gett: The Trial of
Viviane Amsalem
Bíó Paradís 17.45
Fúsi
Bíó Paradís 18.00. 20.00
What We Do in the
Shadows
Bíó Paradís 20.00
París norðursins
Bíó Paradís 22.00
Amour Fou
Bíó Paradís 22.00
Human Capital
Bíó Paradís 22.00
The Gift 16
Metacritic 78/100
IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Mission: Impossible
- Rogue Nation 12
Ethan og félagar taka að sér
erfiðara verkefni en þeir hafa
nokkru sinni áður tekið að
sér. Nú þarf að uppræta
Samtökin, alþjóðleg glæpa-
samtök, sen vandinn er sá
að Samtökin eru jafn hæf og
þau.
Metacritic 75/100
IMDB 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.15,
20.00, 22.20, 22.45
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 18.00,
21.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.45
Sambíóin Keflavík 22.10
Trainwreck 12
Amy (Schumer) trúir ekki á
að sá eini rétti" sé til og nýt-
ur lífsins sem blaðapenni.
Málin vandast heldur þegar
hún fer að falla fyrir nýjasta
viðfangsefninu sem hún er
að fjalla um.
Metacritic 75/100
IMDB 6,8/10
Laugarásbíó 20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 20.00, 22.40
Háskólabíó 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00
Fantastic Four Fjögur ungmenni eru send í
annan heim sem er stór-
hættulegur og hefur ferða-
lagið hryllileg áhrif á líkama
þeirra.
Metacritic 27/100
IMDB 3,9/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Smárabíó 17.40, 20.00,
22.20
Borgarbíó Akureyri 22.20
Pixels Metacritic 27/100
IMDB 5,5/10
Smárabíó 20.00, 22.20
Amy 12
Í myndinni er sýnt áður óbirt
myndefni og er leitast við að
segja harmræna sögu söng-
konunnar hæfileikaríku með
hennar eigin orðum.
Metacritic 85/100
IMDB 8,0/10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Paper Towns Metacritic 57/100
IMDB 7,1/10
Háskólabíó 20.00, 22.40
The Gallows 16
Metacritic 30/100
IMDB 4,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.45
Ant-Man 12
Metacritic 64/100
IMDB 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.45
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.30
Minions Metacritic 56/100
IMDB 6,8/10
Laugarásbíó 15.50, 18.00
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50
Sambíóin Keflavík 17.40
Smárabíó 15.30, 15.30,
17.40
Háskólabíó 17.30
Borgarbíó Akureyri 18.00
Magic Mike XXL 12
Metacritic 60/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Inside Out Metacritic 93/100
IMDB 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50
Sambíóin Kringlunni 17.50
Jurassic World 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 59/100
IMDB 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Rusty Griswold dregur fjölskyldu sína í
ferðalag þvert yfir landið í flottasta
skemmtigarð Bandaríkjanna, Walley
World, í þeirri von að hrista fjölskylduna
saman. En ekki fer allt eins og áætlað var.
Metacritic 33/100
IMDB 6,2/10
Laugarásbíó 15.50, 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Álfabakka 15.40, 15.40, 16.40, 17.50, 17.50,
18.50, 20.00, 20.00, 21.00, 23.10
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40
Vacation 12
Hnefaleikahetjan Billy (Jake Gyllenhaal) virð-
ist lifa hinu fullkomna lífi, á tilkomumikinn
feril, ástríka eiginkonu og yndislega dóttur.
En örlögin knýja dyra og harmleikurinn hefst
þegar hann missir eiginkonu sína.
Metacritic 57/100
IMDB 7,9/10
Smárabíó 17.00, 17.00, 20.00, 20.00,
22.40, 22.40
Háskólabíó21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20
Southpaw 12
Fyrir tveimur milljónum ára
féll apamaðurinn Eðvarð úr
tré og braut aðra framlöpp-
ina sína. Til að lifa af þurfti
að hann að læra að standa
uppréttur og fann þannig
upp á að ganga á tveimur
fótum.
Laugarásbíó 15.40, 17.50
Smárabíó 15.30, 17.45
Háskólabíó 17.30
Borgarbíó Akureyri 18.00
Frummaðurinn