Morgunblaðið - 12.08.2015, Page 21

Morgunblaðið - 12.08.2015, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 ✝ Kristín Berg-mann Tómas- dóttir fæddist á Blönduósi 12. ágúst 1926. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 1. ágúst 2015 Foreldrar henn- ar voru hjónin Tómas Ragnar Jónsson, skrif- stofumaður á Blönduósi, f. 8. júlí 1903, d. 10 maí 1986 og kona hans Ingibjörg Vilhjálmsdóttir húsmóðir, frá Bakka í Svarf- aðardal, f. 23. október 1903, d. 24. nóvember 1969. Systkini Kristínar: 1) Nanna, f. 9. ágúst 1932, d. 25. júlí 2013. 2) Ásta Heiður, f. 12. janúar 1935. 3) Ragnar Ingi, f. 8. september 1946, d. 18. nóvember 2009. Kristín giftist 15. ágúst 1952 Einari Kristjánssyni, kennara og síðar skólastjóra, f. 15. ágúst 1917 á Hríshóli í Reykhólasveit. Foreldrar hans voru Kristján Jens Einarsson, f. 1861, d. 1935 og Kristrún Magnúsdóttir, f. 1888, d. 1917. Börn Kristínar og Einars eru: 1) Tómas Ragnar, f. 25. mars 1953, maki Ásta Svav- kennslu við Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dalasýslu og kenndi þar með hléum til 1955, en þá var hún sest að á Laugum í Hvammssveit þar sem hún og Einar eiginmaður hennar veittu forstöðu heimavistarskóla í tvo áratugi. Kristín kenndi þar ýmsar greinar, m.a. dönsku og handavinnu og á Laugum lærðu strákar að sauma rétt eins og stelpur. 1974 fluttu Kristín og Einar til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan, en dvöldu löngum sumarlangt vestur í Árbæ í Hvammssveit þar sem þau höfðu reist sér bústað. Í Reykja- vík starfaði Kristín lengst af sem kennari og starfsmaður í athvarfi í Fellaskóla í Breið- holti. Kristín var virk í félags- málum meðan kraftar leyfðu. Hún var skáti á unglingsárum og vestur í Dölum starfaði hún í Kvenfélaginu Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur og Sambandi breið- firskra kvenna. Jafnréttismál voru henni alla tíð hugstæð og hún tók þátt í starfi Kvenrétt- indafélags Íslands og sótti kvennaráðstefnur heima og er- lendis. Á efri árum ferðaðist hún vítt og breitt, stundaði úti- vist og tók þátt í margvíslegu starfi eldri borgara, ekki síst því sem sneri að söng og dansi. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 13. arsdóttir. Dætur þeirra: Kristín Svava, Ástríður og Ása Bergný. 2) Ingibjörg Kristrún, f. 20. október 1955, maki Sigurður Rúnar Magnússon. Börn þeirra: a) Erla Kristrún Bergmann. Barn Erlu Kristrúnar: Sigurður Kr. Berg- mann. Barnsfaðir: Helgi Krist- insson. b) Einar Bergmann. Barn Einars: Kristján Berg- mann. Barnsmóðir: Guðrún Tinna Steinþórsdóttir. Kristín, eða Dúna eins og hún var kölluð í æsku, var í barna- skóla á Blönduósi og hálfan vet- ur í unglingaskóla sr. Þorsteins B. Gíslasonar í Steinnesi. Á ung- lingsaldri fór hún að vinna á símstöðinni á Blönduósi. 1944- 45 stundaði hún nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi. Að því loknu vann hún ýmis störf í Kaupfélagi Húnvetninga. 1948 hélt hún til Danmerkur til náms í fatasaumi og útsaumi og lauk þar handavinnukennaraprófi. 1950 hóf hún handavinnu- Stundum finnst mér ég hafa verið heppnasta manneskjan í öllum heiminum, ég finn það sérstaklega núna þegar ég kveð ömmu mína á 89. aldursári. Að hafa fengið að njóta hennar í næstum 41 ár er einstakt. Öll sumrin í Árbæ með afa og ömmu, heimsóknirnar til Hólmavíkur til Mundu og Ein- ars, ferðirnar í Kaupfélagið í Búðardal þar sem keypt var Jello sem ég fékk lítinn bita af á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa, utanlandsferð til Dan- merkur og Svíþjóðar þar sem ég dáðist að ömmu sem talaði dönsku eins og innfædd, ferð okkar til Blönduóss til að setja niður ker föðursystur hennar þegar hún féll frá. Endalausar minningar frá því ég var barn, við spiluðum heilu kvöldin, rússa, ólsen ólsen, veiðimann og lönguvitleysu, seinna fékk ég að vita að ömmu dauðleiddist að spila! Við áttum samt svo gott skap saman og nutum þess jafnmikið að vera í félagsskap hvor annarrar. Þegar ég komst á unglings- árin þá breyttist ekkert, ég tók reglulega strætó ofan úr Breið- holti í Eskihlíðina og jafnvel fékk að gista þó að ég væri orð- in gelgja. Flestar æskuvinkonur mínar þekktu líka ömmu mína enda munaði hana ekkert um að bæta við einni til tveimur stelp- um í heimsókn. Oft labbaði ég yfir í Fellaskóla þar sem afi vann á bókasafninu og amma mín í athvarfinu eftir skóla hjá mér, fékk svo að fara með þeim heim og þá var mér gefið kaffi til að dýfa mjólkurkexi ofan í og jafnvel kandís og suðusúkku- laði. Eftir að ég varð fullorðin átt- um við enn þá jafngott og náið samband, á tímabili bjó ég hjá henni og afa og þó að hún hafi ekki verið hrifin af köttum þá dekraði hún við köttinn minn með rækjum og rjóma þannig að ég varð að setja köttinn í megrun þegar ég flutti. Þegar ég lít yfir farinn veg mætti segja að ég hefði átt tvær mæður, mömmu og ömmu. Það eru forréttindi sem ekki allir njóta því þótt samband okkar mömmu sé afar gott og náið þá var samband mitt við ömmu mína mjög sérstakt. Fyrir um fjórum árum fór heilsu ömmu að hraka, hún féll nokkrum sinnum heima hjá sér og dvaldi töluvert á spítala og á Landakoti. Amma og afi fengu svo inni á Hrafnistu við Brúna- veg, stór og víð herbergi þar sem þau gátu búið sér til heim- ili, þar sem þau gátu verið um- vafin sínum eigin hlutum og húsgögnum. Við mamma heim- sóttum þau yfirleitt einu sinni til tvisvar í viku og þá fannst ömmu svo gott að tala um gamla tíma og þá uppgötvaði ég hversu mikil heimskona hún var og stór persónuleiki. Í vor sat ég hjá henni heilan dag og hún sagði mér frá lífinu sínu eftir seinna stríð, þar sem hún ákvað að fara ung stúlka til föðursyst- ur sinnar sem bjó í Kaup- mannahöfn og læra að verða handavinnukennari. Þá sá ég af hverju hún hefur alltaf verið svo víðsýn og umburðarlynd, þessi ár sem hún eyddi í Dan- mörku mótuðu hana fyrir lífstíð. En nú er komið að leiðarlok- um, hún þjáist ekki lengur og er vonandi búin að hitta alla þá sem hún saknaði mest. Ég vil þakka starfsfólki á H-2 á Hrafnistu fyrir alla nærgætnina sem þau sýndu ömmu minni fram á seinasta dag og okkur fjölskyldunni. Amma, hafðu þökk fyrir allt og við sjáumst aftur. Erla Kr. Bergmann. Elsku amma mín. Þú varst alltaf kletturinn minn sem ég gat leitað til þegar eitthvað bjátaði á eins og þegar það var keyrt á mig og bíllinn minn eyðilagður, þá stökkst þú til og keyptir annan handa mér. Eins mun ég búa að öllum þeim skiptum þar sem við fórum saman að láta klippa mig og fórum svo út að borða eftir á og spjölluðum saman tímunum saman. Ég mun alltaf sakna áramót- anna þegar ég og vinir mínir komum til þín fyrir miðnætti og horfðum á flugeldana yfir borg- inni þegar þú bjóst í Blikahól- unum. Ég man vel eftir því þeg- ar ég var lítill og var í pössun hjá þér og þú leyfðir mér að búa til virki úr stofuborðinu þínu og þú last fyrir mig sög- una um eldfærin með dátanum og hundunum með misstóru augunum. Svo þegar ég varð eldri og við fórum reglulega í Kolaportið þar sem þú keyptir handa mér súkkulaðilakkrís áður en við fórum heim til þín í Eskihlíðina. Við Erla systir mín erum svo stolt af því að vera Bergmann eins og þú, bæði börnin okkar heita Bergmann eftir þér og ég veit að fjölskyldan á eftir að halda nafninu lifandi áfram. Ég mun alltaf sakna þín, elsku amma mín, en ég á svo margar minningar með þér sem ég get hugsað um þangað til ég hitti þig aftur hinum megin. Ég elska þig amma. Einar Bergmann. Við fráfall Kristínar B. Tóm- asdóttur laðast fram minningar úr barnæsku minni. Hjónin Einar og Kristín, kennararnir mínir á Laugum, stjórnuðu þar heimavistarskóla fyrir börn úr nærsveitunum. Við systkinin sex í Magnússkógum vorum þar öll í barnaskóla, á heimavist þar sem við dvöldum einn mánuð samfellt í einu, og vorum síðan mánuð heima á milli. Kristín var lærður handa- vinnukennari og fengum við börnin ótrúlega góða handa- vinnukennslu hjá henni, jafnt strákar sem stelpur. Hún lét alla sauma út mynd í koddaver og einnig merkja það með nafni og ósk um góða nótt. Allir lærðu líka að prjóna og hekla og síðan var gerður prufuklútur með mismunandi mynsturspor- um. Ekki má gleyma útsaum- uðu kaffidúkunum sem hún lét okkur gera. Þar reyndi á kont- órsting, flatsaum, lykkjuspor og gerð fræhnúta. Sumir saumuðu einnig hördúka með flóknari saumaskap. Kristín gekk frá allri þessari handavinnu fyrir börnin, saumaði koddaverin saman, setti blúndu á dúkana, þvoði og straujaði. Við skólaslit á hverju vori var svo haldin sýning á verkum nemenda. Kristín lét nemendur sauma nafnið sitt í veggteppi fyrir út- skrift. Þetta veggteppi er von- andi enn til á Laugum. Ég er sannfærð um að við, nemendur Kristínar, búum öll að þessari kennslu í heimilishaldi okkar og afþreyingu. Kristín var glæsileg kona, falleg, svipsterk, tignarleg í framgöngu, strangur kennari og það fylgdi henni öryggi. Hún var kennari sem hélt miklum aga án þess þurfa að hafa fyrir því. Nærvera hennar dugði til að allir væru rólegir og ynnu við sitt. Það þurfti auðvitað að hemja barnaskarann allan sólarhring- inn og á hverjum degi var úti- vist, gönguferðir og leikir sem Einar sá um. Síðan var sögu- stund í skólastofunni þar sem Kristín las framhaldssögur og við börnin unnum handavinnu og hlustuðum. Þau hjónin, Kristín og Einar, höfðu mörg og stór hlutverk í sveitinni minni og þar bar skólastarfið á Laugum hæst. Þar voru þau alltaf á vaktinni. Bæði sungu þau í kirkjukórn- um, létu sér annt um kirkjuna í Hvammi og Kristín var virk í kvenfélaginu. Hún klæddi sig oft í upphlut sem hún bar ein- staklega vel og nærvera hennar var sterk. Kristín og Ólöf móðir mín voru skólasystur úr Húsmæðra- skólanum á Blönduósi. Þær giftust báðar í Hvammssveitina og héldu vinskap alla tíð. Það voru margar hlýjar og góðar kveðjur sem bárust frá Kristínu til móður minnar bæði á gleði- og sorgarstundum. Ég kveð Kristínu með miklu þakklæti fyrir uppeldið og vin- áttuna við fjölskylduna. Guð geymi hana. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég Einari, Tomma, Ingu Rúnu og fjölskyldum þeirra. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Kynni okkar Kristínar Tóm- asdóttur hófust fyrir alvöru þegar ég tók við formennsku í Sambandi breiðfirskra kvenna. En það var fyrir áeggjan og stuðning Kristínar að ég gaf kost á mér í það embætti. Ég kannaðist auðvitað við Kristínu áður af orðspori hennar sem virtur kennari við Laugaskóla í Sælingsdal, en þar var maður hennar Einar Kristjánsson skólastjóri um árabil. Kristín kenndi handavinnu og fleiri greinar og þar var hún á undan sinni samtíð með það að hún kenndi strákunum að prjóna og sauma út, jafnt og stelpunum. Karlar hér í Dölum hreykja sér gjarnan af því að kunna að prjóna, því það hafi Kristín kennt þeim þegar þeir voru á Laugum. Kristín var ritari sambands- ins nær alla mína formannstíð og var hún mér stoð og stytta í félagsstarfinu. Alltaf gat ég leit- að til hennar með hvaðeina og ráð hennar og reynsla reyndust ætíð vel. Eftir að Einar lét af störfum sem skólastjóri á Laugum og þau Kristín fluttu til Reykjavík- ur, heimsótti ég þau nokkrum sinnum, bæði meðan þau bjuggu í Hlíðunum og eftir að þau fluttu í Breiðholtið. Alltaf var gestrisnin sú sama og gam- an að koma til þeirra, bæði fróð um menn og málefni og áhuga- málin mörg. Líka var gaman að koma til þeirra í bústaðinn sem þau reistu sér á fallegum stað í Hvammssveitinni eftir að þau fluttu suður. Meðan við Kristín vorum í stjórn Sambandsins réðumst við í að gefa út 40 ára afmæl- isrit sambands Breiðfirskra kvenna, þar sem saga sam- bandsins var rakin í máli og myndum. Kristín átti svo sann- arlega heiðurinn af því að út- gáfan varð að veruleika. Hún safnaði efni og myndum og samdi við prentsmiðju og hvað- eina. Kristín var frábær ritari og fundargerðir frá hennar tíð eru hrein snilld, vel orðaðar og frá- gangur allur til fyrirmyndar. Kristín var ein af þeim heið- urskonum sem maður er sam- ferða á lífsleiðinni og verða manni ógleymanlegar. Hún var ákveðin og hreinskiptin og eng- inn þurfti að velkjast í vafa um skoðanir hennar um hin ýmsu málefni. Ég vil að leiðarlokum þakka Kristínu fyrir samstarf, stuðning og vináttu alla tíð. Við hjónin sendum Einari, börnum hans og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar Kristínar. Guð blessi minningu Kristínar Tómasdóttur. Þrúður Kristjánsdóttir. Kristín Bergmann Tómasdóttir Bróðir okkar, mágur og frændi, GUNNAR SIGHVATSSON, Gunni frændi, húsasmíðameistari, Frostafold 32, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 9. ágúst. Útförin auglýst síðar. . Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson, Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason, Gísli Sighvatsson, Kristjana G. Jónsdóttir, Ástrós Sighvatsdóttir og systkinabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA GUÐBJÖRG AÐALSTEINSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 8. ágúst. . Bjarni Sveinsson, Þórunn Ólafsdóttir, Meyvant Einarsson, Hulda Bjarnadóttir, Haukur Óskarsson, Bjarney Bjarnadóttir, Sveinn Ingi Bjarnason, Kristín Geirsdóttir. Yndislegur eiginmaður minn, faðir, félagi og mentor, ÁRNI GUNNLAUGSSON hæstaréttarlögmaður, Ölduslóð 38, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu 10. ágúst. . María Albertsdóttir og Árni Stefán Árnason. Yndisleg eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Neskaupstað, Drekavöllum 18, Hafnarfirði, lést á Landakotsspítala þann 9. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 15. . Karl Finnbogason, Jón H. og Erla, Finnbogi, Jóna Dóra og Guðmundur Árni, Heimir og Rúna, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, andaðist á Landspítalanum 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 15. . Kári Sigfússon, Guðni Már Kárason, María Hrönn Magnúsd., Sigfús Ásgeir Kárason, Birna Jónsdóttir, Kristín Helga Káradóttir og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar og frændi, EIÐUR VALUR STEINGRÍMSSON, Beisi frá Ingvörum, mjólkurbílstjóri, lést mánudaginn 10. ágúst. Jarðarförin fer fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn. . Systkini og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.