Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
✝ Hrafn Tulini-us fæddist í
Reykjavík 20. apríl
1931. Hann lést 31.
júlí 2015.
Hann var sonur
hjónanna Hall-
gríms A. Tulinius
(1896-1963), og
Margrétar Jó-
hannsdóttur Tul-
inius (1904-1971).
Hálfsystkini
Hrafns, börn Hallgríms, voru
Axel Valdimar (1918-1976),
Guðrún Arnalds (1919-2000) og
Málfríður (1926-1979).
Eftirlifandi eiginkona Hrafns
er Helga Brynjólfsdóttir Tul-
inius, f. 1. október 1931. Börn
þeirra eru: Már, f. 29. júlí 1953,
prófessor í barnalækningum við
Gautaborgarháskóla, kvæntur
Önnu Lenu Tulinius. Börn Más
eru Nanna, f. 1973, og Logi, f.
1983; Torfi, f. 11. apríl 1958,
prófessor í íslenskum miðalda-
fræðum við Háskóla Íslands,
kvæntur Guðbjörgu Vilhjálms-
unum frá 1961 og hlaut sér-
fræðingsleyfi í meinafræði
1967.
Að námi loknu kenndi hann
við læknadeild Albany Medical
College í New York auk þess
sem hann starfaði um skeið við
Rannsóknastofu Háskólans við
Barónsstíg. Árið 1969 var
Hrafn ráðinn til starfa sem vís-
indamaður við Alþjóðlegu
krabbameinsstofnun (IARC) Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna (WHO).
Þar starfaði hann að rann-
sóknum á faraldsfræði krabba-
meina þar til hann flutti með
fjölskyldu sinni til Íslands árið
1975 til að taka við stöðu yfir-
læknis Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélags Íslands og
prófessors í heilbrigðisfræði við
læknadeild Háskóla Íslands.
Þeim stöðum gegndi hann þar
til hann hætti störfum fyrir ald-
urs sakir. Fyrir vísindastörf sín
var Hrafn sæmdur riddara-
krossi fálkaorðunnar 1992 og
gullmerki Krabbameinsfélags
Íslands 2002.
Útför Hrafns fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 12. ágúst
2015, kl. 13.
dóttur. Börn þeirra
eru Kári, f. 1981 og
Sigríður, f. 1986;
Þór, f. 22. júní
1959, leikari og
leikstjóri, í sambúð
með Elísabetu
Katrínu Friðriks-
dóttur. Dætur Þórs
eru Arna Sif, f.
1988, og Freyja, f.
1989; Sif Margrét,
f. 25. mars 1970, 2.
konsertmeistari við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Sonur Sifjar
er Hrafn Tómasson, f. 2003.
Guðný Helga, dóttir Hrafns og
Helgu, f. 1. janúar 1967, lést
1986.
Hrafn lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands árið
1950, lagði stund á nám í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands og
lauk þaðan cand. med. gráðu
1958. Hann stundaði sérnám í
meinafræði við Háskólann í
Freiburg í Þýskalandi og M.D.
Anderson-háskólasjúkrahús í
Houston í Bandaríkjunum á ár-
Það var á fegursta morgni
sumarsins sem Hrafn tengdafað-
ir minn kvaddi þetta líf umvafinn
fjölskyldu sinni. Hann hafði átt
góða og langa ævi. Hrafn bjó yf-
ir nærgætni og gæsku læknisins,
djúphygli og nákvæmni vísinda-
mannsins. Fjölskyldan bjó lengi
erlendis og flutti með sér heim
nýja strauma í bæði þekkingu og
lífsstíl. Með þekkingu sinni og
tengslum náði hann að byggja
upp krabbameinsskráningu og
rannsaka faraldsfræði krabba-
meina á Íslandi. Ekki lítið ævi-
verk það. Lífstíllinn var öðruvísi
en ég hafði séð fyrr á íslensku
heimili. Hrafn naut sín við borð-
sendann í faðmi fjölskyldunnar
og kunni svo vel að meta dýrind-
isrétti sem Helga bar á borð og
ekki síður góðar samræður, oft
um leiklist eða sígilda tónlist.
Þessi alþjóðlegi vísindamaður
stóð styrkum fótum í íslenskri
menningu, unnandi bókmennta,
útivistar og óvenjulegrar stjórn-
málakenningar Guðmundar
Hannessonar. Ef til vill er það
þess vegna sem hann svaraði
kallinu um að koma heim frá vís-
indastörfum í Frakklandi og
verða prófessor við læknadeild-
ina og yfirlæknir Krabbameins-
skrár. Hann vildi vinna þjóð
sinni gagn og árangurinn lét
ekki á sér standa.
Ég sé Hrafn fyrir mér þegar
ég hitti hann fyrst sumarið 1977.
Glæsilegur, vel klæddur, gekk
yfirleitt sinna ferða um bæinn og
bar í svo mörgu með sér andblæ
að utan, en um leið átti hann hér
sterkar rætur og þá sérstaklega
vestur í Önundarfirði. Á Flateyri
bjó móðurfólkið hans og býr
margt enn og þar átti hann at-
hvarf í æsku hjá ömmu og móð-
ursystur.
Þegar hann minntist þessa
eða var fyrir vestan fannst mér
fallegu bláu augun hans verða
enn blárri. „Sjáðu hvað fjöllin í
firðinum eru regluleg eins og
musterissúlur,“ sagði hann við
mig einu sinni og kunni auðvitað
nöfnin á fjöllunum allan hring-
inn.
Árið 1986 ríður reiðarslagið
yfir er Guðný, 19 ára dóttir
þeirra Hrafns og Helgu, hverfur
í Noregi og var síðar talin af.
Harmurinn vegna hvarfs Guð-
nýjar og andlegra veikinda
hennar þar á undan voru án efa
þyngstu byrðar sem á hann lögð-
ust. Hann bognaði en brotnaði
ekki. Hann átti til gott skap og
mikla ró og komst þannig yfir
þennan ólgusjó.
Í Fitou, litlu vínþorpi í Frakk-
landi, áttu Hrafn og Helga ann-
að heimili frá árinu 1998. Að
yrkja þann unaðsreit var honum
ástríða og þar var margt til að
gleðjast yfir og hlæja að.
Hans nánasta fjölskylda var
honum allt og hann vakti yfir
hverjum og einum í þeim ranni.
Til marks um það má nefna að
vorið 1977 skráði Hrafn son sinn
Torfa, að honum forspurðum, í
frönsku í Háskólanum. Torfi var
á ferðalagi um Evrópu og fannst
margt skipta meira máli í lífinu
en að vera í skóla. Leiðir okkar
Torfa lágu saman í frönskudeild-
inni og við höfum átt samleið síð-
an. Sterkust bönd batt Hrafn við
Helgu konu sína, sem hann unni
mjög. Það hefur verið einstakt
að fylgjast með því undanfarin
ár hve Helga náði að annast
hann vel þrátt fyrir minnisglöpin
sem smá saman voru að taka yf-
ir hans tilveru.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Hrafni fyrir að hafa vakað yfir
okkur öllum og einatt stutt með
sinni yfirlætislausu væntum-
þykju og hlýju.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir.
„Lífið kennir manni að lifa
því, svo lengi sem maður lifir því
nógu lengi,“ heyrði ég söngvar-
ann Tony Bennet segja nýverið í
kvikmyndinni um Amy Wine-
house. Þessi orð komu sterk til
mín þegar ég fékk fregnir af
andláti afa Hrafns. Lífið útdeildi
afa mörgum verkefnum yfir æv-
ina en í auðmýkt þá leyfði hann
lífinu að kenna sér og uppskar
fyrir vikið.
Afi og amma voru alla tíð mik-
ið ævintýrafólk og sem ung hjón
héldu þau á vit ævintýranna út í
hinn stóra heim. Afi tók lækn-
isfræðipróf á Íslandi og lauk sér-
námi í krabbameinsrannsóknum
erlendis. Hann vann við rann-
sóknir úti um allan heim og það
var gaman að heyra sögur frá
Íran fyrir byltingu eða hvernig
það hefði verið að búa í Banda-
ríkjunum þegar John F. Ken-
nedy dó. Sem barn skynjaði
maður heimsmenninguna á
heimili ömmu og afa. Ég man
eftir stemningunni á kontórnum
hans afa í Þingholtstrætinu þar
sem hann geymdi hnífasafn sem
hann hafði sankað að sér frá öll-
um heimshornum, skúffan í
skrifborðinu hans var full af píp-
um sem hann naut að reykja
(það tók hann mjög langan tíma
að sannfærast um að reykingar
yllu krabbameini), bókaskápar
fullir af bókum og list á veggjum
frá exótískum stöðum.
Mínar fyrstu minningar af afa
eru þegar hann er að glíma við
stærsta verkefnið af öllum – frá-
fall Guðnýjar dóttur sinnar. Þeg-
ar var ég lítil þá spurði ég ömmu
„af hverju brosir afi aldrei?“ Ég
man sterkt eftir að upplifa þung-
ann af harminum sem heltók afa
á þessum árum. Aftur á móti
man ég líka eftir deginum sem
hann byrjaði að brosa aftur. Það
var eins og að einn daginn hefði
hann lært eitthvað sem gaf hon-
um kraft til þess að halda áfram.
Ég og afi áttum það sameig-
inlegt að hafa eytt mörgum góð-
um stundum á Flateyri sem
börn. Ævintýraheimurinn á
Flateyri átti stóran sess í hjarta
okkar beggja og það kom sér-
stak blik í augun á afa þegar við
rifjuðum upp minningar að vest-
an.
Hann dró upp mynd af sælu-
minningu af honum að hlaupa
með krökkum eftir gulu strönd-
unum inn með Önundarfirði.
Hann var hrifnæmur og kunni
að njóta fallegra stunda.
Á seinustu árum þá kvaddi
hann mig oft innilega þegar ég
var að fara aftur til London, eins
og hann vissi að ef til vill væri
þessi kveðjustund sú síðasta.
Hann sagði oft við mig áður en
ég fór „takk fyrir að vera til“ eða
„vertu þú sjálf“. Það var eitthvað
brýnt í orðavalinu eins og hann
vildi miðla því sem lífið hafði
kennt honum og minna mig á hið
einfalda en jafnframt stórbrotna
verkefni; að vera maður sjálfur.
Afi leysti það verkefni vel eins
og allt sem hann tók sér fyrir
hendur.
Hvíl í friði, elsku afi!
Sigríður Tulinius.
Afi minn lét sjaldan mikið
fara fyrir sér í veislum eða á
mannamótum. Hann gat þó oft
komist að kjarna málsins á
hnyttinn máta. Fyrir mörgum
árum í matarboði heima hjá afa
og ömmu var verið að ræða hvað
hægt væri að gera til að stuðla
að lengra lífi. Erfðafræðingurinn
afi tók lítinn þátt í fyrstu, en
þegar aðrir höfðu sagt sitt, sagði
hann: „Eini lykillinn að langlífi
er að velja sér langlífa foreldra.“
Við það var engu að bæta.
Mér varð hugsað til þessa til-
svars í sumar. Sonur minn fædd-
ist í júní, en við fjölskyldan bú-
um í Helsinki. Pabbi minn fór á
spítalann til að segja afa fréttir
og sýna honum ljósmynd af ný-
buranum. Afi sagði þá við ömmu:
„Sendu drengnum símskeyti og
óskaðu honum til hamingju með
vel valda foreldra.“ Fallegri
kveðju er varla hægt að fá. Allt-
af var grunnt í hlýjar og fallegar
tilfinningar hjá afa. Mér þykir
leiðinlegt að hann og langafast-
rákurinn fái ekki að kynnast í
eigin persónu, en hann ku hafa
brosað sínu blíðasta og orðið
eins og smjör þegar hann leit
myndir af drengnum.
Ég minnist margra notalegra
samræðna gegnum árin um stórt
sem smátt, krabbameinsrann-
sóknirnar sem hann gerði í Íran
eða síðustu bókina sem hann las.
Stundum er hægt að skyggnast
inn í huga fólks þegar það talar
um listaverk sem hreyfa við því.
Fyrir nokkrum árum þá komst
afi við þegar hann sagði mér frá
hinni hugljúfu og tregafullu
Angantý eftir Elínu Thoraren-
sen. Hann hafði hlýtt hjarta sem
hrærðist auðveldlega. Ég mun
sakna hans.
Kári Tulinius.
Nú hefur minn kæri frændi,
Hrafn Tulinius, kvatt okkur
samferðafólkið sitt. Á kveðju-
stund brjótast fram ótal sterkar
minningar um æsku, sól og sum-
ur í Litla-býli, húsinu hennar
Guðrúnar Torfadóttur, ömmu
okkar Hrafns á Flateyri og ég
geri ráð fyrir að æskuminningar
Hrafns úr Litla-býli hafi um
margt verið líkar mínum eigin.
Bjartar og hlýjar.
Guðrún amma og Ástríður
systir hennar létu byggja húsið
1913 þegar þær komu austan frá
Hólmum í Reyðarfirði á ný til
heimahaganna á Flateyri. Amma
var þá ekkja með börnin sín
fjögur Margréti, Torfa, Maríu og
Björn, auk fósturdætranna, Jak-
obínu og Ingibjargar. Uppeldis-
hlutverki ömmu var þó ekki lok-
ið þegar hópurinn sá var vaxinn
úr grasi. Barnabarnið Hrafn
dvaldi löngum fyrir vestan um
sumur og reyndar líka um vetur
og var ömmu sinni afar kær. Svo
kom að því að María mamma
mín giftist og nýr heimilismaður,
Kristján Ebenezersson pabbi
minn, kom til sögunnar. Við
skyndilegt fráfall pabba og
berklaveiki mömmu reyndi ekki
hvað síst á ömmu sem uppalanda
okkar Einars Odds bróður míns.
Guðrún amma var kletturinn
sem ekki bifaðist þótt öldurót
gæti verið allt um kring. Dýr-
mætt er að hafa átt slíkan klett
og hafa getað geymt minninguna
um hann einhvers staðar í hug-
arskotinu að hverfa til á erfiðum
ævistundum, en líka á hinum
góðu og gleðilegu. Hrafn sagði
mér að fyrst hafi hann verið dá-
lítið kvíðinn fyrir breytingunum
í Litla-býli þegar pabbi kom til
sögunnar, en kvíðinn sá hafi
reynst fullkomlega ástæðulaus.
Hrafn kynntist pabba reyndar
miklu betur en við börnin hans
sem vorum of ung að árum til að
muna tíma sem Hrafn hafði hins
vegar aldur til að muna vel. Við
spurningum um þennan tíma
sem ég hafði hugsað mér að
leggja fyrir Hrafn við tækifæri,
fæ ég ekki svör. Ég veit hins
vegar að hann hefði svarað mér
af einlægni og hreinskiptni, því
það var hans háttur. Ungur tók
hann þá stefnu að „standa með
vísindunum“ sannfærður um að
aðeins með vísindalegri nálgun
fengjust svör sem máli skiptu.
Ævistarfið varð óslitin leit að
nýjum skilningi, leit að nýjum
leiðum til að tryggja bætta
heilsu og heilbrigði okkar jarð-
arbúa.
Ungur að árum kvæntist
Hrafn sinni góðu konu Helgu.
Hin listfengu og hæfileikaríku
börn þeirra fimm ólust upp á
ýmsum stöðum austan hafs og
vestan og hlutu í foreldrahúsum
besta atlæti, örvun og upp-
fræðslu. Einn vetur var ég með
þeim áður en þau lögðu ung af
stað út í heim, þá með þrjá litla
drengi.
Fyrir þann tíma þakka ég nú,
eins og fyrir ljúfar bernsku-
minningar úr Litla-býli þegar
amma vakti okkur krakkana og
sagði okkur að fara út í sólskinið
sem biði fyrir utan. Hrafn
kvaddi snemma morguns þegar
sumarsólin var að færast upp á
himinbogann, björt og hlý.
Bjartar og hlýjar minningar um
vísindamanninn og fjölskyldu-
manninn Hrafn frænda minn
munu lifa í huga mínum.
Helgu, börnunum þeirra
Hrafns og fjölskyldum þeirra
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir.
Hrafn Tulinius var forstöðu-
maður Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélagsins frá 1975
til 2001, og tók þar við störfum
merkra fræði- og vísindamanna.
Hann lét heldur ekki sitt eftir
liggja og leiddi skráninga- og
rannsóknastörfin af krafti og
kostgæfni. Hrafn var sæmdur
gullmerki Krabbameinsfélags
Íslands á aðalfundi þess í maí
2002.
Samstarfsfólki Hrafns þótti
vænt um hann og virti framlag
hans mikils, og hann var ætíð
aufúsugestur þegar hann leit inn
hjá okkur í Skógarhlíðinni eftir
að starfsferli hans lauk. Hann
hélt áhuga sínum á fræðunum og
á framlagi fyrrverandi sam-
starfsmanna sinna, og hvatti til
dáða. Við störfum hans tóku líka
góðir vísindamenn og leiðtogar,
sem byggðu á grunni Hrafns og
forveranna þannig að keðja
merkra rannsókna og lýðheilsu-
starfa hjá Krabbameinsskránni
er órofin.
Það var okkur mikið ánægju-
efni í maí fyrir fjórum árum þeg-
ar Hrafn féllst á þá hugmynd
fyrrverandi samstarfsmanna að
efnt yrði til málþings honum til
heiðurs. Hrafn varð áttræður
þetta ár, Háskóli Íslands, sem
var annar starfsvettvangur hans,
varð hundrað ára, og Krabba-
meinsfélagið fagnaði sextugsaf-
mæli. Á þessu ógleymanlega
málþingi var farið yfir framlag
Hrafns og rifjaðar upp minning-
ar frá viðburðaríkri starfsævi
hans. Hrafn, hinn aldni höfðingi,
hlýddi á erindin af hógværð og
ljúfmennsku, sem voru eðliskost-
ir hans. Jafnframt flutti hann
þar erindi og varpaði ljósi á
starfsævina og beindi sjónum að
mikilvægum framförum síðustu
áratuganna í rannsóknum
krabbameina sem byggjast á ná-
kvæmri og ítarlegri skráningu
þeirra.
Krabbameinsskráin hefur nú
starfað í sex áratugi og hefur
verið rekin af Krabbameins-
félaginu og með stuðningi þess.
Það er líka fengur fyrir Krabba-
meinsfélagið að vera í nánu sam-
starfi við starfsmenn Krabba-
meinsskrárinnar í
Skógarhlíðinni, og það hefur
mótað framlag félagsins.
Krabbameinsskráin er veigamik-
ill þáttur í heilbrigðisþjónust-
unni; hún leggur grunn að öfl-
ugum rannsóknum til
framþróunar og bættrar með-
ferðar við krabbameini, nýtist
við stefnumótun heilbrigðisyfir-
valda og varpar ljósi á mikil-
væga þætti í lýðheilsu þjóðarinn-
ar.
Krabbameinsskráin nýtur
mikils trausts hér heima, og það
er oft haft á orði í erlendu sam-
starfi að Skráin sé ein sú besta í
heiminum. Þar á Hrafn sann-
arlega hlut að máli. Á fundum
með norrænum sérfræðingum á
sviði krabbameina hef ég oft ver-
ið spurð um Hrafn og hagi hans,
en þar lét hann mikið til sín
taka. Enn er vitnað til hans á
þeim vettvangi, og setningar
eins og „Tulinius benti nú fyrst-
ur á þetta“ hafa fyllt okkur öll
stolti.
Faðir minn og Hrafn voru
frændur og þeir áttu góða og
ævilanga vináttu. Ég hef því
þekkt Hrafn, frænda minn,
Helgu og börn þeirra lengi.
Hugur okkar systkinanna er hjá
þeim nú.
Fyrir hönd Krabbameins-
félags Ísland eru Hrafni Tulinius
við leiðarlok þökkuð störfin í
þágu Krabbameinsskrárinnar og
í þágu lýðheilsu þjóðarinnar.
Starfa hans mun sjá stað lengi
hjá félaginu. Starfsfólk og fé-
lagsmenn votta aðstandendum
dýpstu samúð.
Ragnheiður Haraldsdóttir.
Kynni okkar Hrafns hófust á
árinu 1982 þegar ég hóf störf hjá
Leitarstöðinni en Hrafn var þá
yfirlæknir Krabbameinsskrár.
Starfsemi Krabbameinsfélagsins
var þá í tveim aðliggjandi húsum
við Suðurgötu í Reykjavík en
flutti 1984 í núverandi húsnæði
við Skógarhlíð. Samstarf Leit-
arstöðvar og Krabbameinsskrár
hefur frá upphafi verið náið.
Upplýsingar Krabbameinsskrár
um nýgengi og dánartíðni leg-
háls- og brjóstakrabbameins eru
forsenda fyrir mati á árangri
leitarstarfsins og upplýsingar
Leitarstöðvar um heilsufar
kvenna koma að gagni við far-
aldsfræðilegar rannsóknir
Krabbameinsskrár.
Áður en Hrafn tók við starfi
yfirlæknis Krabbameinsskrár
1975 starfaði hann í sjö ár sem
meinafræðingur og faraldsfræð-
ingur hjá Alþjóða krabbameins-
stofnuninni (IARC) í Lyon,
Frakklandi. Hann hélt ætíð góð-
um tengslum við IARC og tók
sér meðal annars ársleyfi 1983
frá störfum við Krabbameins-
skrá til starfa hjá stofnuninni.
Hrafn hafði góð alþjóðleg tengsl
við fræðimenn á sviði faralds-
fræðilegra krabbameinsrann-
sókna, var afkastamikill höfund-
ur ýmissa vísindagreina og var
trúað fyrir fjölda trúnaðarstaða
á sínu fræðasviði bæði á erlend-
um og innlendum vettvangi.
Samstarf okkar Hrafns var
ætíð mjög gott. Hann hafði mik-
inn áhuga á öllu forvarnarstarfi
og var umhugað um að upplýsa
og leiðbeina nýjum yfirlækni
Leitarstöðvar í faraldsfræðilegri
úttekt á starfsemi leitarstarfs-
ins. Hann stuðlaði því meðal
annars að því að ég kynnti mér
starfsemi IARC og sótti náms-
skeið í faraldsfræði krabbameina
hjá stofnuninni 1983. Eftir að
Hrafn komst á eftirlaunaaldur
og allt þar til ég hætti störfum á
árinu 2013 kom hann reglulega í
heimssókn til mín á Leitar-
stöðina til að kynna sér hvað
væri að gerast í málefnum leit-
arinnar og nýtti ég þá tækifærið
til að leita ráða úr viskubrunni
hans.
Við hjónin minnumst ýmissa
sameiginlegra gleðistunda með
Hrafni og Helgu bæði hér heima
Hrafn Tulinius HINSTA KVEÐJA
Elsku besti afi minn.
Takk fyrir allt.
Þinn nafni og vinur,
Krummi.
Hefði ég átt að hljóta nafn
og hug minn gjörla kannað
hefði ég fremur heitið Hrafn
heldur en nokkuð annað.
Hrafn Tómasson (Krummi).
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898-5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA