Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 ✝ Jón JónasBárðarson fæddist 5. desem- ber 1925 í Kefla- vík, Hellissandi á Snæfellsnesi. Hann lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík þann 3. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Guðlaug Pét- ursdóttir húsfreyja, f. í Arnar- tungu á Snæfellsnesi þann 13. ágúst 1895, d. 16. febrúar 1986, og Bárður Helgi Jónas- son skipstjóri, fæddur í Látra- vík á Snæfellsnesi 13. júní 1894, d. 25. júlí 1964. Systkini Jóns voru Valný Bárðardóttir f. 24.október 1917, d. 17.janúar 2014, Gunn- leif Þórunn Bárðardóttir, f. 29. júní 1919, d. 9. september 2002, Pétur Bárðarson, f. 9. október 1920, d. 24. júní 2011, Kristín Guðlaug Bárðardóttir f. 21. desember 1921, d. 16. febrúar 2010, Guðrún Bárðar- dóttir, f. 13. janúar 1924, d. eru a. Elín Jóna Hafsteins- dóttir, f. 5. maí 1978. Dóttir hennar er Esja Elínardóttir de Munter, f. 5. febrúar 2011. b. Sóley Hafsteinsdóttir, f. 9. september 1994. 3. Birna Jónsdóttir geisla- fræðingur, f. 27. desember 1958. Dóttir hennar er Harpa Björk Einarsdóttir, f. 3. febr- úar 1986. 4. Guðmundur Ingi Jónsson kennari, f. 13. maí 1968. Dætur hans eru a. Silja Kristín Guðmundsdóttir, f. 22. febrúar 1993. b. Birgitta Guð- mundsdóttir, f. 5. febrúar 1994. c. Hafrún Guðmunds- dóttir, f. 8. júní 2001. Jón ólst upp til níu ára ald- urs á Hellisandi Snæfellsnesi en fluttist þá til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur. Hann útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík sem meistari í hús- gagnasmíði árið 1948 og síðar sem húsasmiður kringum 1970. Jón starfaði að mestu við húsgagnasmíðar fyrri hluta starfsævinnar en síðar sem húsasmiður bæði hér- lendis, í Noregi og Svíþjóð. Síðustu rúmlega 20 árin, með- an heilsan leyfði, vann hann við viðgerðir á gömlum hús- gögnum. Útför Jóns fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 12. ágúst 2015, kl. 15. 22. febrúar 2011. Jón kvæntist 3. desember 1955 El- ínu Sólmundar- dóttur frá Borgar- nesi, f. 28. ágúst 1929, dóttir Stein- unnar Magnús- dóttur, f. 19. september 1902, d. 3. desember 1991, og Sólmundar Sig- urðssonar, f. 2. júlí 1899, d. 24. júní 1985. Elín og Jón skildu árið 1983. Jón og Elín eignuðust fjög- ur börn og þau eru: 1. Guð- laug Erna arkitekt, f. 5. apríl 1955, sambýlismaður Guð- mundur L. Hafsteinsson arki- tekt. Synir Guðlaugar Ernu eru a. Janus Christiansen, f. 14. febrúar 1979. b. Hilmir Berg Ragnarsson, f. 13. sept- ember 1986. Hans dóttir er Yrja Erna, f. 17. október 2012. c. Arnar Jón Ragnarsson, f. 16. júlí 1989. 2. Hafsteinn Jónsson félags- fræðingur, f. 12. júlí 1956, d. 31. ágúst 1999. Dætur hans Með Jóni Bárðarsyni móð- urbróður mínum er genginn maður sem lifði mikla um- brotatíma í íslensku samfélagi. Ekki er vafi á því að það hefur mótað viðhorf hans til sam- félagsins á langri lífsgöngu. Oft leit ég inn til Nonna á Njálsgötu, Hverfisgötu og ekki síst á Vitatorgi þar sem ég starfaði um skeið. Áhugi hans á þjóðfélagsmálum í víðum skilningi var dæmafár. Hann sá fyrir sér samfélag þar sem jöfnuður og frelsi var það leið- arljós sem stýrt var eftir og leit þá til Norðurlanda í því sambandi. Hann var jafnaðar- maður í bestu merkingu þess orðs. Allar öfgar voru eitur í hans beinum. Oft setti hann vangaveltur sínar um sam- félagsmál fram í spurnarformi eins og eitthvert algilt svar lægi ekki endilega í augum uppi. Eins og hann vildi segja að svarið sem við teldum rétt í dag þyrfti ekki að vera það á morgun. Mér er minnisstætt þegar við sátum og spjölluðum saman og ég hafði ákveðnar skoðanir á þeim mönnum sem mökuðu krókinn á kostnað al- mennings. Þá setti frænda minn hljóðan, samsinnti því en fann þeim þó eitthvað til máls- bóta þrátt fyrir allt. Þetta við- horf til mannlegs breyskleika var ríkt í hans fari. Dómharka um menn og málefni var hon- um víðsfjarri. Jón var vinnusamur og féll sjaldan verk úr hendi. Oft kom ég að honum löngu eftir að hefðbundnum starfslokum lauk, að gera upp húsgögn inni í íbúð sinni, þá komnum á ní- ræðisaldur. Nokkrum sinnum fór Nonni til Norðurlanda að vinna og var þar mánuðum og árum saman og hafði gaman af að segja frá dvöl sinni þar. Fyrir mörgum árum var aug- lýst eftir smiðum í Svíþjóð í blöðum hér. Jón hringir út og spyr um vinnuna. Undir lok samtalsins spyr Svíinn um ald- ur. Þegar hann heyrði hann verður smá þögn í símanum, þar til Svíinn segir: „Á þessum aldri eru menn um það bil að hætta að vinna hér í Svíþjóð.“ En vinnuna fékk hann og var nokkuð lengi. Oft hafði maður á tilfinningunni að talað væri við miklu yngri mann meðan heilsan var þokkaleg, enda not- aði hann mörg tækifæri til að afla sér menntunar bæði í tungumálum og á tölvu- námskeiðum, þótt kominn væri af léttasta skeiði. Jón og Elín eignuðust fjögur börn en misstu elsta son sinn, Hafstein, á besta aldri og var það þeim þungt áfall. Jón var vakinn og sofinn yfir velferð barna sinna og barnabarna og fylgdist grannt með lífi þeirra og starfi. Nú eru þau öll fallin frá börn Bárðar Jónassonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Mikil samheldni einkenndi öll sam- skipti þeirra alla tíð og um- hyggja hvers fyrir öðrum. Síð- ustu árin voru frænda erfið vegna heilsubrests. En þær spurningar sem hann gjarnan setti fram um lífið og tilveruna er gott að hafa í veganesti, hvort sem þeim verður svarað eða ekki. Öllum börnum hans og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Símon Gunnarsson. Jón Jónas Bárðarson Það eru ekki allir sem eru það heppnir í lífinu að kynnast manni eins og Sigga Helga. Því síður að eignast hann sem tengdaföður í nokkur ár. Mann sem er slíkur karakter að hægt væri að skrifa langa lofræðu um. Manni sem kom eins fram við alla, sama hvar í stétt þeir stóðu. Manni sem tek- ur strákbjána eins og skrifara og kemur fram við hann af virðingu sem á þessum tíma skrifarinn átti svo sem ekki innistæðu fyrir. Það væri hægt að segja um Sigga að hann hafi verið hlýr, vingjarnlegur, lunkinn húmor- isti, kurteis, ærlegur, heilsteypt- ur, örlátur, réttlátur, blíður, fyr- irmynd, heiðarlegur og höfðingi. En það eru bara orð og orð hafa, eins og svo margt annað í lífinu, vissar takmarkanir. Fyrir utan að segja að hann hafi verið fínn gaur er orðið sem ég er að leita að til að lýsa Sigga held ég bara eitt. Hann var maður. Í besta skiln- ingi þess orðs. Maður sem maður var lánsamur að fá að kynnast. Það voru forréttindi. Og nú er hann farinn og við erum fátækari sem eftir erum. Þorsteinn Úlfar Björnsson. Hinn 31. júlí sl. var til moldar borinn Sigurður J. Helgason, stofnandi og framkvæmdastjóri S. Helgason steinsmiðja ehf. árin 1953-2003 eða í hálfa öld. Per- sónuleg kynni okkar Sigurðar voru ekki ýkja mikil eða löng en samskipti okkar voru uppbyggi- leg og hvetjandi. Hann var þá kominn vel á efri ár og ég starf- aði í þeirri grein sem hann byggði upp af fagmennsku, en á öðrum vettvangi. Ég var í þeirri aðstöðu að teljast samkeppnis- aðili við hans gamla fyrirtæki á þeim tíma en það átti eftir að breytast. Það skyggði síður en svo á samskipti okkar og hann fylgdist enn vel með í faginu og var annt um að atvinnugreinin næði að dafna í landinu. Sigurður starfrækti fyrirtæki sitt af mikl- um metnaði allt frá upphafi og hefur augljóslega leitast við að búa það vel af tækjum og inn- leiddi á mörgum sviðum nýja tækni í greinina. Hann hafði sér- stakt lag á að sameina bæði þau svið sem haldast þurfa í hendur í Sigurður J. Helgason ✝ Sigurður J.Helgason fæddist 19. desem- ber 1923. Hann lést 20. júlí 2015. Foreldrar hans voru Engilborg Helga Sigurðar- dóttir og Helgi Guðmundsson. Eiginkona Sig- urðar var Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 2.8. 1926, d. 4.2. 1995. Þeim varð þriggja barna auðið; María, Helga og Jóhann Þór. Útför Sigurðar fór fram 31. júlí 2015. starfsemi sem þess- ari, þ.e. þá hlið sem snýr að steinsmíði sem listgrein og svo hinni sem snýr að arðbærum viðskipt- um. Hann var þeim eiginleikum búinn að laða að sér fólk með ólíkan bak- grunn og reyndist samstarfsfólki vel og margir starfs- menn héldu tryggð við fyrirtækið í áratugi. Hann var þekktur fyrir útsjónarsemi, frumkvæði og framsýni og ber ýmislegt í fyr- irtækinu merki þess. Talsverður hluti af þeim tækjum og búnaði sem hann innleiddi er t.d. enn í daglegri notkun. Þótt vinnu- menning, rekstrarkröfur, verk- lag og tækni hafa á ýmsan hátt breyst í seinni tíð, þá svífur andi Sigurðar enn yfir vötnum innan fyrirækisins og nafn hans og störf ber oft á góma meðal starfs- manna. Frá því að Sigurður hvarf frá störfum hefur gamla fyrirtækið hans gengið í gegnum súrt og sætt eins og fjöldi ann- arra framleiðslufyrirtækja í landinu á undanförnum árum. Lengi býr hins vegar að fyrstu gerð og þótt öldudalur undanfar- inna missera hafi verið býsna djúpur þá stendur fyrirtækið á sterkum grunni í dag og ber nafn frumherjans með stolti. Fyrir hönd starfsmanna og eigenda fyrirtæksins færi ég ættingjum og ástvinum Sigurðar samúðar- kveðjur á skilnaðarstund. Ég minnist viðkynna hans með já- kvæðum hug, þakka þau og jafn- framt merkilegt framlag hans til íslenskrar iðnmenningar Brjánn Guðjónsson, framkvæmdastjóri S. Helgason ehf. Mig, sem þessar línur skrifar, langar að minnast Sigurðar sem stofnaði mjög glæsilegt fyrirtæki 1953, Steinsmiðju S. Helgasonar. Við það fyrirtæki átti ég margra ára viðskipti enda var ég í þeirri stöðu að þurfa á því að halda, að kaupa mikið af legstein- um og minnismerkjum. Og mér var ekki í kot vísað enda var þar mikill höfðingi sem hélt um stjórnvölinn. Sömu sögu var að segja um þá sem unnu hjá Sig- urði, allir voru þeir hinir mestu prýðismenn sem unnu allt af fag- mennsku. Ég kveð Sigurð hinstu kveðju með ljóði Herdísar Andrésdótt- ur: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Reynimel, Bíldudal. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, EIRÍKUR VERNHARÐSSON, er látinn. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 12.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Skógarbæ njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, . Vernharður Tage Eiríksson, Brynjar Kári Eiríksson, Gyða Guðmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK I. GUÐMUNDSSON byggingatæknifræðingur, Hamraborg 32, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 7. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15. . Guðmundur B. Friðriksson, Ríkharður F. Friðriksson, Elín Gränz og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR frá Vörum, Garði. Guð blessi ykkur öll. . Valgerður Þorvaldsdóttir, Bragi Guðmundsson, Halldór Kr. Þorvaldsson, Kolbrún Valdimarsdóttir, Ingimar J. Þorvaldsson, Elín Kjartansdóttir, Vilberg J. Þorvaldsson, Helena Rafnsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Mikkalína Þ. K. Finnbjörnsd., barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri, STEFÁN REYNIR JÓSEFSSON, Blöndubyggð 16, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sunnudaginn 26. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts foreldra okkar, HANNESAR PÁLSSONAR og SIGRÚNAR HELGADÓTTUR, Sólheimum 42, Reykjavík. Guðrún Hannesdóttir, Kristín Hannesdóttir, Halla Hannesdóttir, Páll H. Hannesson, Pétur H. Hannesson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, SIGRÍÐUR HREFNA MAGNÚSDÓTTIR, Lundi 3, Kópavogi, lést 5. ágúst. Jarðarför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á barnaspítalasjóð Hringsins. . Ásta Pétursdóttir Júlíus Bjarnason Erla Pétursdóttir Ísleifur Leifsson Guðrún Sylvía Pétursdóttir Ólöf Sylvía Magnúsdóttir Guðmundur Kr. Guðmundsson ömmubörn og langömmubörn. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.