Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 11
Listakona Bergdís Inga Brynjarsdóttir á vinnustofunni sinni í Leipzig í Þýskalandi þar sem hún unir hag sínum vel. flakkaði hann á milli Berlínar og Leipzig en að námi mínu loknu ákváðum við að búa sama í Leip- zig,“ segir hún og líkar borgin dá- vel. Það er ekki á dagskránni á næstunni að flytja aftur heim til Ís- lands, þar sem þau eru barnlaus og enn að mennta sig. „Það yrði erfitt að skipta um umhverfi. Maturinn er ódýr og leigan er lág. Við höfum það virkilega gott hér, þó að hitinn sé nokkuð óbærilegur sem stendur en það eru um 30 gráður,“ segir hún og hlær um leið og blaðamaður tjáir henni að hitastigið nái ekki tveggja stafa tölu á Íslandi. Bergdís starfar í hlutastarfi í verslun samhliða því að hanna fylgi- hluti. „Það er líka fínt að fara aðeins út úr húsi og vinna, í stað þess að vera alveg föst heima í mínu dóti og hanna allan daginn.“ Amma benti á orkeringu Handfang töskunnar, sem hún sendi í keppnina, er með sérstökum hnútum eða orkeringu. En Bergdís hefur getið sér gott orð fyrir falleg hárbönd, hálsmen og armbönd með þessari orkeringu, sem hún hannar undir merkinu Dís by Bergdís. Efn- ið í þeim er kaðall sem hún klæðir með efni. „Ég lærði að orkera fyrir 6 ár- um. Amma mín, Jenný Karlsdóttir, hélt að orkering væri eitthvað fyrir mig og stakk upp á því að ég skyldi læra hana. Hún útvegaði mér kenn- ara sem sýndi mér undirstöðuatrið- in og síðan nýtti ég mér bækur og youtube-myndbönd til að verða betri. Hefðbundin orkering, sem er ein tegund af blúndu, og vörurnar sem ég geri eru mjög ólíkar í útliti. Fæstir myndu tengja vörurnar mín- ar við þessa gömlu handverkshefð,“ segir hún og bætir við að hún komi úr fjölskyldu þar sem mikill metn- aður er fyrir vönduðu handverki. Bergdís hefur mikinn áhuga á því sem hönnuður að nýta sér gaml- ar handverksaðferðir og -tækni og þróa þær á nýjan hátt. Hún hannaði töskuna til að leggja áherslu á hversu mikil vinna er á bak við hvert spor og aðferðina við að or- kera. Frábær hönnunarvefsíða Bergdís selur vörurnar sínar í gegnum fyrrgreinda hönn- unarvefsíðu, Etsy.com. Á síðunni er úrval af vörum sem allar eru hand- unnar. Síðan var stofnuð í Banda- ríkjunum fyrir 10 árum en hún stækkar ört og sækir í auknum mæli inn á Evrópumarkaði. Þegar Bergdís var í námi í Berlín kynntist hún vefsíðunni í gegnum skrifstofu fyrirtækisins, sem hefur starfsstöðvar þar. „Það er mikilvægt að velja hvar hlutirnir manns eru seldir og hvernig þeir eru kynntir. Mér finnst síðan mjög flott en hönnuðir sjá um útlitið á síðunni.“ Bergdís bendir einnig á að það sem hafi ráðið úrslitum í að hún valdi umrædda síðu er að síðan er með marga virka notendur og tekur mjög lágt hlutfall af gróða vörunnar í þóknun; um 5% renna til Etsy en restina fær hönnuðurinn. „Þetta væri frábær vettvangur fyrir íslenska hönnuði en fáir þeirra nýta sér hann og mættu vera mun fleiri,“ segir Bergdís. Spurð út í framtíðaráform seg- ist Bergdís ætla að halda áfram að þróa merki sitt, Dís by Bergdís. Hægt er að gefa Bergdísi og tösk- unni atkvæði á vefslóðinni: www.etsydesignawards.com/ de/11/Dis-by-Bergdis DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Audi A3 e-tron Nýir tímar kalla á nýja tækni. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is A3 Sportback e-tron, 204 hö, 7,6 sek 0-100 km/klst., frá 5.190.000 kr. Audi A3 e-tron sameinar helstu kosti raf- og bensínbíla. Raforkan ein og sér dugar í flestar ferðir innanbæjar, eða allt að 50 kílómetra. Í lengri ferðum gengur sparneytin bensínvél til liðs við e-tron rafdrifið svo samanlögð akstursdrægni er 940 kílómetrar. Með Audi A3 e-tron eru þér allir vegir færir. Opnunartónleikar Cycle-listahátíðar verða kl. 20 á morgun, fimmtudaginn 13. ágúst, á Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi. Á opnunartónleikunum verður frumflutt splunkunýtt verk Páls Ragnars Pálssonar, Spiegel- tunnel, sem er samið fyrir Strengja- sveitina Skark undir áhrifum Spegla- ganga Ólafs Elíassonar. Áhorfendum er boðið upp á ein- staka upplifun með nýrri nálgun. Tón- list og skúlptúr endurspeglast hvert í öðru og ekkert er sem það sýnist, segir í tilkynningu. Hin fjölþjóðlega Cycle-listahátíð stendur yfir dagana 13.-16. ágúst. Hún rannsakar sniðmengi tónlistar og myndlistar. Viðburðirnir teygja anga sína víða um Kópavogsbæ og verður sannkölluð bæjarstemning. Miðaverð á hátíðina er á bilinu tvö til sjö þúsund krónur en passi á hátíðina kostar níu þúsund krónur. Cycle tónlistar- og listahátíð Nýtt verk frumflutt Tónar Páll Ragnar samdi tónverk inn- blásið af verkum Ólafs Elíassonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.