Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2015 í Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, kl. 13:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar 3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu 5. Breyting á samþykktum a) tillaga um breytingu á ákvæði 4.02 í samþykktum félagsins er varðar tímasetningu og boðun til aðalfundar félagsins. 6. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins 7. Kosin stjórn félagsins 8. Kosnir endurskoðendur 9. Önnur mál, löglega fram borin. Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Tilkynningar Auglýsing um breytingu deiliskipulagi á Akranesi Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með til- lögu að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010. Afmörkuð er ný lóð (Vesturgata 69A) fyrir dælustöð við sjóinn á móts við Vesturgötu 69, dælustöðin er öll neðanjarðar og er aðkoma að henni um lúgur og brunnlok. Þar er einnig gert ráð fyrir að endurgera og færa varnargarð utar. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með 12. ágúst 2015 til og með 27. sept- ember 2015. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna til og með 28. septem- ber 2015. Skila skal athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða netfangið akranes@akranes.is Skipulags- og byggingarfulltrúi Akraneskaupstaðar Félagsstarf eldri borgara Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Garðabær Brids og bútasaumur í Jónshúsi kl. 13, skrifstofa FEBG opin kl. 13-15.30. Mánudaginn 17. ágúst kl. 9.30 til 12 verður innritað í eftirfarandi: Vatnsleikfimi, kvennaleikfimi, karlaleikfimi, botsía og qigong. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Félagsvist kl. 13.Tölvu- kennsla, hafið samband við umsjónarmann. Blöðin liggja frammi, heitt á könnunni. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi í boði til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9.45, bað- þjónusta fyrir hádegi, matur kl. 11.30. Gönguferð um nágrennið kl. 14, kaffi selt kl. 14.30, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, leikfimi á Rúv kl. 9.45, ganga kl. 10, eftir gönguna er boðið upp á slökun í salnum, púttað úti kl. 10.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Í dag, tréútskurður kl. 9-12. Bónusbíllinn fer frá Norðurbrún kl. 14.40. Félagsvist kl. 14-16. Fimmtudagur:Tréútskurður kl. 9-12. Föstudagur:Tréútskurður kl. 9-12. Selið Sléttuvegi 11-13 Opið frá kl. 8.30-16. Morgunkaffi frá kl. 8.30- 10.30. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Handavinna án leiðbeinanda frá kl. 13-16. Skák kl. 13-14. Kaffi kl. 14.30-15.30. Dagblöð og spil liggja frammi. Vitatorg Félagsmiðstöðin opin. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar. Dansað með Vitatorgsbandinu í dag. Allir velkomnir. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Karl Jónas Gíslason, sem er á förum til Eþíópíu, talar. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreinastyttur Fannar Smiðjuvegi 6, Rauð gata Kópavogi, sími 5516488 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Bílar Til sölu Peugeot 407 árg. 2005, ek. 140 þús. Sumar- og vetrardekk. Næsta skoðun 2016. Verð: Tilboð Upplýsingar í síma 894 1219. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Jóhannes Möll-er fæddist á Ak- ureyri 30. maí 1963. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akureyri 4. ágúst 2015. Foreldrar Jó- hannesar eru Kol- beinn Kristjánsson, d. 2011, og Erla Elva Möller. Jóhannes átti eina systur, Krist- björgu Þórunni, f. 1964, og tvo hálfbræður, Gunnar, f. 1968, og Almar Má, f. 1974. Foreldrar Jóhannesar skildu þegar hann var þriggja ára, fór hann þá í fóstur til ömmu sinnar og afa, Jóhannesar Eiríkssonar og Kristbjargar Kristjánsdóttur, sem þá bjuggu á Kristnesi og ólst upp hjá þeim á Kristnesi og síðar á Akureyri. Jóhannes kvæntist Bjarnveigu Elvu Stefánsdóttur árið 1998 og eignuðust þau tvö börn; Bryndísi Ylfu, f. 1994, og Orra Möller, f. 2000. Einnig var hann syni Bjarnveigar, Aðalbirni Jóhanni, sem faðir. Jóhannes og Bjarn- veig skildu árið 2009. Síðustu fimm árin bjó hann með unnustu sinni Erlu Ingi- björgu Hauksdóttur og syni hennar Daníel Karlesi. Jóhannes átti fyrir fimm börn, Evu Dröfn, f. 1982, Björgólf, f. 1985, Tinnu Eik, f. 1986, Olliver, f. 1989, og Jóhann, f. 1990. Jóhannes fékk réttindi sem sjó- kokkur frá Hús- mæðraskólanum á Akureyri og starf- aði við það nokk- urn tíma, lengst af hjá Borg ehf. í Hrísey. Í landvinnu fór hann víða og starf- aði m.a. við matreiðslu á veit- ingahúsum í Reykjavík og Hótel Ólafsvík, þaðan lá svo leiðin til Ástralíu þar sem hann dvaldi um nokkurra mánaða skeið. Jóhannes lauk námi í sím- virkjun og starfaði við það hjá Landssímanum síðustu starfs- árin. Jóhannes var mjög listrænn og sýndi mikla hæfileika í tón- list, ljóðlist og myndlist. Eftir hann liggur þónokkuð af lögum og lagatextum ásamt blýants- teikningum. Í teikningunum og lagatextunum er húmorinn í fyr- irrúmi. Húmorinn var alla tíð hans aðalsmerki. Áhugamálin voru mörg en þó tvö stærst, mótorhjól og stang- veiði. Hann var félagi númer 412 í Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Jóhannes verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 12. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 10.30. Kæri vinur. Við mæðginin þökkum þér fyr- ir allar skemmtilegu stundirnar hér í lifanda lífi og óskum þér góðrar ferðar í land ljóssins. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Elsku Lilla, við vottum þér og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir og Árni Brynjar Óðinsson. Jóhannes Möller „Ég elska þig, Marta mín“ sagði ég við þig og þú kink- aðir kolli og brostir til mín. Þetta voru okkar síðustu samskipti en þau voru líka mjög táknræn. Við Óli hittum þig og Gylfa á líknardeildinni 6. júlí sl., daginn eftir að írsku dögunum á Akranesi lauk, en eftir það liðu aðeins tæpir þrír sólarhringar áður en þú kvaddir þennan heim. Við Óli sögðum þér frá viðburð- um helgarinnar og sýndum þér myndir af sólarlaginu á írsku dögunum. Jafnvel þá örlaði á hlátrinum þínum, gamansemi þín var ávallt til staðar, allt til enda. Okkar samskipti í gegnum tíðina voru yndisleg. Núna þegar ágúst- mánuður rennur upp minnist ég dagana þegar við fjölskyldan fluttum í næsta hús við þig í ágúst fyrir 17 árum síðan. Þú og fjöl- skylda þín tóku okkur opnum örmum, buðum okkur velkomin og reyndust okkur yndislegir ná- grannar í alla staði. Ég minnist m.a. þeirra stunda þegar við drukkum saman kaffisopana, Marta Kristín Ásgeirsdóttir ✝ Marta KristínÁsgeirsdóttir fæddist 18. ágúst 1956. Hún lést 9. júlí 2015. Útför Mörtu Kristínar fór fram 17. júlí 2015. „hæhæ“ kveðjur yf- ir götuna í amstri dagsins, föndur- kvöldin okkar sam- an, matarboðin, af- mæliskveðjurnar og áramótahittingana. Allir þessir viðburð- ir einkenndust af glaðværð og hlýhug sem frá þér stafaði. Þegar við eignuð- umst yngsta barnið okkar tókst þú að þér vaktina á heimili okkar, þú komst yfir til okkar um miðja nótt og sást um drengina mína á meðan. Á af- mælisdegi Reykjavíkurborgar í ár, 18. ágúst, hefðir þú orðið 59 ára. Tíminn sem þú fékkst var allt of skammur. Baráttan við veikindi einkenndu síðustu árin þín, en jafnframt jákvæðnin og hvatningin um að lifa lífinu, lífs- gildin þín sem við meðtókum frá þér yfir götuna. Ótal hlutir næst okkur minna mig á þig, elsku Marta mín, en minningarnar eru okkur afskaplega dýrmætar, mikið óskaplega þótti mér vænt um þig. Hafðu hugheilar þakkir fyrir öll yndislegu samskiptin og dýrmætu árin okkar hér í Jör- undarholtinu. Elsku Gylfi og fjölskylda, til ykkar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný Ólafsdóttir „Granni á nr. 112.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.