Morgunblaðið - 12.08.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.08.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýútkominni Árbók verslunar- innar sem gefin er út af Rann- sóknasetri verslunarinnar (RSV) kemur fram að áætluð innlend net- verslun hafi numið 4,3 milljörðum króna á árinu 2014 og hafi því numið um 1,2% af heildarveltu smásöluverslunar í landinu. Þar er vísað til sölu á vöru sem einnig er seld í hefðbundinni smásölu og því ekki tekið tillit til netsölu á ýmiss konar þjónustu, farmiðum, að- göngumiðum, hugbúnaði yfir netið og netpöntunum á skyndibitafæði. Emil B. Karlsson, forstöðumað- ur RSV, segir að opinberar tölur yfir netverslun séu ekki fyllilega nákvæmar. „Það skýrist einkum af því að stór hluti hefðbundinna verslana er að selja vöru á netinu samhliða almennri sölu í gegnum sína versl- un. Þær sundurgreina í fæstum til- vikum þá veltu í uppgjöri á virð- isaukaskatti og því er mjög erfitt að kortleggja þetta svið verslunar- innar í landinu sérstaklega.“ Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að í ljósi þeirra annmarka sem eru á opinberu talnaefni hafi RSV brugðið á það ráð að afla upplýsinga frá um 60 verslunum sem ekki skrá aðalstarfsemi sína sem netverslun en afla þó umtals- verðs hluta veltu sinnar í gegnum netið. Emil segir að ólíklegt sé að auð- veldara verði á komandi árum að henda nákvæmlega reiður á því hvert umfang netverslunar verður þó að ætla megi að hún muni efl- ast að umfangi. „Mörkin milli þessara sviða verða óljósari og við sjáum það til dæmis að oft er erf- itt að greina milli þess hvað telst til netverslunar og hvað ekki. Hluti af kaupferlinu fer oft fram í gegnum netið en einnig í versl- uninni sjálfri. Þetta fer mikið eftir því hvar menn draga upp greiðslukortið til að borga fyrir vöruna.“ Samkvæmt gögnum þeim sem RSV hefur tekið saman um um- fang netverslunar eftir vöruflokk- um kemur í ljós að raftæki og tölvubúnaður svara til rúmlega helmings alls sem þar er keypt. Þar á eftir koma föt og skór. Í skýrslunni segir að það veki mikla athygli að netverslun með bækur, miðlun og tölvuleiki sé aðeins 5,7% af heildarumfanginu. Samkvæmt þeim tölum sem Hagstofa Íslands tekur saman hef- ur innlend netverslun aukist um 402% frá árinu 2008. Heldur hefur dregið úr vextinum undanfarin ár og þannig var vöxturinn aðeins 4% milli áranna 2013 og 2014. Netið sækir í sig veðrið  Aðeins 1,2% innlendrar smásöluverslunar fara fram í gegnum netið  Mest er keypt af tölvubúnaði og raftækjum  Innlend netverslun aukist um 402% frá 2008 Margir nota netið » Árið 2014 sögðust 66,4% landsmanna hafa keypt vöru eða þjónustu á netinu einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum. » Aukningin nam 19 prósentu- stigum milli ára. » Nokkuð jafnt hlutfall er milli kvenna og karla þegar kemur að því að nýta sér netverslun. Innflutningur og útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2015 Samkvæmt efnahagslegum skammtímatölum Hagstofu Íslands 2008 22.461 207.343 232.977 462.781 2009 6.444 -71,3% 226.771 9,4% 187.513 -19,5% 420.728 -9,1% 2010 5.157 -20,0% 279.714 23,3% 213.376 13,8% 498.247 18,4% 2011 9.282 80,0% 291.560 4,2% 244.835 14,7% 545.677 9,5% 2012 15.030 61,9% 314.389 7,8% 288.446 17,8% 617.865 13,2% 2013 14.863 -1,1% 296.682 -5,6% 284.837 -1,3% 596.382 -3,5% 2014 19.662 32,3% 271.096 -8,6% 280.896 -1,4% 571.654 -4,1% 2015 27.766 41,2% 332.445 22,6% 338.358 20,5% 698.569 22,2% Innflutningur bíla í milljónum Vöruútflutningur í milljónum kr. Vöruinnflutningur í milljónum kr. Samtals Breyting milli ára Breyting milli ára Breyting milli ára Breyting milli ára sögðust 89% vera jákvæð í saman- burði við 62% þeirra sem tilheyra tekjulægsta hópnum, sem eru heimilistekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði. Niðurstöðurnar sýna einnig að þeir sem styðja Fram- sóknarflokkinn eru síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum en stuðningsfólk annarra flokka. 71% þeirra sem styðja Framsóknarflokk- inn er jákvætt í samanburði við 90% þeirra sem styðja Bjarta framtíð. Í nýrri könnun MMR kemur fram að 80% Íslendinga eru jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Einungis 7,5% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust vera neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum. Þeir sem eru með hærri heimilis- tekjur voru frekar jákvæðir en þeir sem eru með lægri heimilistekjur. Af þeim sem tilheyra tekjuhæsta hópn- um, sem eru með milljón krónur eða meira á mánuði í heimilistekjur, Jákvæðni gagnvart ferðamönnum  80% Íslendinga segjast vera jákvæðir Morgunblaðið/Styrmir Kári Rannsókn Íslendingar eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. ● Heildarfjöldi þinglýstra leigusamn- inga var 1.322 í júlí síðastliðnum og fjölgaði þeim um 39,5% frá því í júní og um 55,2% frá júlí á síðasta ári, að því er kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Ís- lands. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða, eða um 45,4%, og samn- ingum fjölgaði um 77,6% frá júlí í fyrra til júlí á þessu ári, eða úr 577 í 1.025. Hlutfallslega var mesta fjölgunin á Vest- fjörðum, en þinglýsingum fjölgaði úr þremur í 12 á milli mánaða. Á Austurlandi fækkaði þinglýstum leigusamningum á milli mánaða um 50%, en þeir voru 16 í júní en átta í júlí. Þinglýsingum fjölgaði í öllum öðrum landshlutum í júlí. Þinglýstum leigusamn- ingum fjölgaði um 40%                                    ! ! " #$#   %$ % !$!% $ "$% &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 !" !$ !$" #%% % % #$ %! !" % "#  !$$ ! !" #$   %" %"" !$"   "$ !$$ Hótelherbergjum fjölgaði um 6% á ári að meðaltali á árunum 2010- 2014 en ferða- mönnum fjölgaði um 20% á ári að meðaltali á sama tíma, að því er kemur fram í nýj- um Markaðs- punktum grein- ingardeildar Arion banka. Í greiningunni segir að mismun- urinn á þessari hlutfallsaukningu ferðamanna og hótelrýma endur- speglist í betri nýtingu hótela víða um land undanfarin ár. Hótelherbergi eru nær fullnýtt í júlí og ágúst á höf- uðborgarsvæðinu og segir að jafnvel í febrúar hafi nýtingarhlutfallið verið tæplega 90%. sigurdurt@mbl.is Betri nýt- ing hótela Hótelherbergjum hefur fjölgað.  Hótelherbergi eru fullnýtt í júlí og ágúst ● Í Kauphöllinni í gær var mikil velta með hlutabréf Haga og námu heildar- viðskiptin rúmlega 232 milljónum króna. Gengi bréfanna hækkaði um 2,06% og var við lokun markaðar 37,10 krónur á hlut. Gengi hlutabréfa HB Granda, Eimskips og Reita hækkaði einnig. Talsverð velta var í Kauphöllinni og nam heildarvelta á hlutabréfamark- aði rúmlega 942 milljónum króna og velta á skuldabréfamarkaði var tæplega 10 milljarðar króna. Hlutabréf Haga og HB Granda hækkuðu mest Kauphöllin Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,25% í gær og stendur í 1536,30 stigum. STUTTAR FRÉTTIR ... Sími 511 8090 • yndisauki.is • Smáréttir fyrir hverskonar samkomur og veislur Tilvalið í útskriftina, kokteilboðið, afmælisveisluna, erfidrykkjuna, fundinn, saumaklúbbinn,... Vinsælustu réttirnir okkar frá upphafi, enda leggjum við allan okkar metnað í að hafa hvern bita bæði fallegan og gómsætan. Allt unnið frá grunni. Hringdu og pantaðu í síma 511 8090

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.