Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 að við eigum eftir að eiga samleið um ókomna tíð.“ Eftir menntaskólaárin lá leiðin til London að læra söðlasmíði og út- skrifaðist Guðrún Helga frá Cordwainers College með HND gráðu og góðan grunn fyrir fagið og sveinsprófið kláraði hún svo haustið eftir til þess að fá íslensk réttindi. „Hugurinn var samt ekki alveg við efnið þannig að ég ákvað að skella mér í búfræðinám á Hólum og tók þar tamningamanninn sem aðalfag. Ég fór síðan aftur að vinna við söðlasmíðina árið 2008 og í dag næ ég að sameina þetta allt saman í einn yndislegan hrærigraut. Við hjónin rekum minkabú og ég rækta hross mér til skemmtunar og yndisauka og tem þau svo þess á milli sem ég er ekki að reyna að ala börnin okkar upp; eða vinna í söðlasmiðjunni sem er hér á bænum. Við höfum mikinn áhuga á lífrænni ræktun og verður kálgarðurinn okk- ar alltaf ræktarlegri með hverju árinu sem líður auk þess sem við höf- um komið okkur upp myndarlegu gróðurhúsi til að framleiða grænmeti og ávexti. Ég tók forskot á sæluna út af af- mælinu og fór á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Dan- mörku og kom heim aðfaranótt sl. mánudags. Það var stórkostlegt og ég naut þess að horfa á falleg hross í sólinni. Svo fór ég einnig til Stokk- hólms í sumar en mamma bauð mér í tilefni afmælisins þangað og fórum við að heimsækja bróður minn sem býr þar.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar Helgu er Þorlákur Ásgeir Pétursson, f. 6.7. 1944, loðdýrabóndi og fyrrverandi skipstjóri hjá skipafélagi Víkur For- eldrar hans: Sigurður Jóhann Pétur Þorsteinsson, f. 24.2. 1915, d. 13.9. 1983, skipstjóri og síðar hafnar- vörður á Siglufirði, og Sigríður Þór- dís Þorláksdóttir, f. 11.2. 1918, d. 16.11. 2014, saumakona og versl- unarkona á Siglufirði. Börn Guðrúnar Helgu og Ásgeirs: Kristofer Henry, f. 14.12. 1996, for- ritunarnemi í Tækniskólanum í Reykjavík; Pétur Þór, f. 26.3. 2002, nemi í Varmárskóla; Þorbjörg Gígja, f. 30.3. 2007, nemi í Varmárskóla; Þorgrímur Helgi, f. 5.8. 2010. Börn Ásgeirs af fyrra hjónabandi: Sigríð- ur Herdís, f. 6 6. 1972, yfirflugfreyja hjá Icelandair. Maki: Sigurður Ljótsson, hönnuður hjá Icelandair. Börn þeirra: Ísabella, f. 1997, Natalía, f. 2001, Patrekur, f. 2006; Ólafur Pétur, f. 2.3. 1979, sölustjóri í bílalakksdeild Bílanausts. Maki: Edda Jónsdóttir kennari. Börn þeirra: Máni Freyr, f. 2001, Aron Breki, f. 2006. Systkini Guðrúnar Helgu: Pálmi Skowronski, f. 31.7. 1978, tölv- unarfræðingur, bús. í Stokkhólmi, Halldóra María Skowronski, f. 4.8. 1985, vinnur í Örtækni og býr í Reykjavík, Margrét Skowronski, f. 27.4. 1996, klæðskeranemi í Tækni- skólanum, bús. í Reykjavík, Ásgeir Skjaldberg, f. 22.2. 1997, nemi í Menntaskólanum í Kópavogi, bús. í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar Helgu: Henry Val Skowronski, f. 19.12. 1952, tækniteiknari, bús. í Colorado í Bandaríkjunum, og Þorbjörg Skjald- berg, f. 15.4. 1952, skurðhjúkrunar- fræðingur, bús. í Reykjavík. Úr frændgarði Guðrúnar Helgu Skowronski Guðrún Helga Skowronski Þorbjörg A. Skjaldberg húsfreyja í Reykjavík Sigurður Skjaldberg heildsali í Reykjavík Halla Helga Skjaldberg húsfreyja í Reykjavík Pálmi Ásgeir Theodórsson verslunarmaður í Reykjavík Þorbjörg Skjaldberg skurðhjúkrunarfræðingur í Rvík Málfríður Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Theodór Magnússon bakari í Reykjavík Guðjón Helgason b. í Gröf, Hrunamannahr., Árn. Guðrún Sigurveig Þórðardóttir húsfr. í Keflavík Valentine Skowronski matreiðslum. í Bandaríkjunum og Keflavík Henry Val Skowronski tækniteiknari í Colorado í Bandaríkjunum Tekla Javorska húsfr. í Póllandi og Bandaríkjunum Henry Skowronski tryggingasali í Póllandi og Bandaríkjunum Karolína Guðmundsdóttir vefnaðarkona í Reykjavík Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Með hestunum Guðrún Helga situr á Sylgju með Úu og Sindra í taumi. Thor Vilhjálmsson fæddist íEdinborg í Skotlandi 12.ágúst 1925. Foreldrar hans: Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, f. 11.7. 1891 á Undirvegg, N-Þing., d. 26.9. 1965, og k.h. Kristín Thors húsmóðir, f. 16.2. 1899 á Akranesi, d. 27.7. 1972. Thor varð stúdent frá MR 1944 og stundaði nám við norrænudeild HÍ, í Englandi og við Sorbonne-háskóla í París. Hann var formaður Rit- höfundafélags Íslands 1966-68, í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1972-74 og forseti Bandalags ís- lenskra listamanna 1975-81. Hann sat í framkvæmdastjórn Listahátíð- ar í Reykjavík 1976-80, í undirbún- ingsnefnd Kvikmyndahátíðar 1978 og 1980 og í stjórn Bókmenntahátíð- ar í Reykjavík frá stofnun 1985 til dauðadags. Thor bar svart belti í júdó, hafði gráðuna 2. dan og var formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár og heiðursfélagi. Eftir Thor liggur á fimmta tug bóka. Fyrst kom Maðurinn er alltaf einn, 1950, en meðal annarra bóka hans má nefna Kjarval, 1964, Fljótt fljótt sagði fuglinn, 1968, Grámosinn glóir, 1986, og Morgunþulu í stráum, 1998. Thor var mikilvirkur þýðandi úr fjölmörgum tungumálum og hafa bækur hans verið þýddar víða um lönd. Einnig hélt Thor nokkrar sýn- ingar á málverkum sínum. Thor hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1987 fyrir skáldsög- una Grámosinn glóir, heiðurs- verðlaun Sænsku akademíunnar 1992, Íslensku bókmenntaverðlaun- in 1998 og menningarverðlaun DV tvívegis. Hann hlaut heiðursorðu franska ríkisins og ítölsku orðuna Cavaliere dell’Ordine dello Merito. Thor var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands 2010. Eiginkona Thors var Margrét Indriðadóttir, fyrrv. fréttastjóri, f. 28.10. 1923. Foreldrar hennar: Indr- iði Helgason, rafvirkjameistari og kaupmaður, f. 7.10. 1882, d. 26.3. 1976, og k.h. Laufey Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 19.11. 1897, d. 25.1. 1995. Synir þeirra eru Örnólfur, ís- lenskufræðingur og forsetaritari, og Guðmundur Andri, rithöfundur og ritstjóri hjá Forlaginu. Thor Vilhjálmsson lést 2.3. 2011. Merkir Íslendingar Thor Vilhjálmsson 90 ára Anna María Benediktsdóttir Ásbjörn Guðmundsson Guðfinna Helgadóttir Klara Guðmundsdóttir 85 ára Helga Ólafsdóttir María Helgadóttir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Sveinn Þórarinsson 80 ára Guðný Helgadóttir Guðrún Jóhannsdóttir 75 ára Áslaug Ottesen Guðný Ragnarsdóttir Jónas Þór Arthúrsson 70 ára Agnes Eymundsdóttir Jón Sveinn Friðriksson Kristinn Guðm. Skarphéðinsson Rannveig Sigurðardóttir Sigríður Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Stella Kristinsdóttir 60 ára Guðmundur Hjartarson Halla Stefánsdóttir Rúnar Sigurðsson Viggó Guðbjörn Jóhanns- son 50 ára Alfreð Gestur Símonarson Guðfinna Evgenía Sigurðardóttir Gunnar Magnús Arnþórsson Jan Erik Murtomaa Magnús Þór Aðalsteinsson Málfríður Baldvinsdóttir Þórir Jóhannsson 40 ára Ágúst Ragnar Pétursson Boga Kristín Thorlacius Eva Dögg Sigurðardóttir Guðrún Helga Jónsdóttir Guðrún Helga Skowronski Issa Diene Kristín Svava Gunnarsdóttir Linda Rut Ragnarsdóttir Pétur Harðarson Renu Khiansanthiah Ryan Stephen Parteka Signar Kári Hilmarsson Theodóra Mýrdal Þorkell Sigvaldason 30 ára Alexander Karlsson Anna Beata Markowska Arkadiusz Lewandowski Elwira Agnieszka Furman Fanney Ómarsdóttir Gabriela Maria Rachwal Íris Ósk Haraldsdóttir Ívar Örn Gíslason Jón Ingibjörn Arnarsson Karl Lund Steinn Atli Unnsteinsson Sunna Diðriksdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Theodóra er úr Kópavogi en býr í Keflavík og er leikskólakennari í Tjarnarseli. Maki: Gunnar Björn Björnsson, f. 1974, stærð- fræðingur og framhalds- skólakennari. Börn: Andri Þór, f. 2003, Jóhanna Arna, f. 2006, og Árni Birgir, f. 2013. Foreldrar: Þór Mýrdal, f. 1956, er í sjálfstæðum rekstri, og Jóhanna Gunn- arsdóttir, f. 1957, heimav. Theodóra Mýrdal 30 ára Íris Ósk er frá Colombo á Srí Lanka en býr í Grafarvogi. Hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Maki: Ingvar Örn Einars- son, f. 1981, markaðs- stjóri hjá Verði trygg- ingum. Foreldrar: Haraldur Ein- arsson, f. 1954, skipstjóri hjá Vísi, bús. í Hafnarfirði, og Jóna Margrét Jóhannesdóttir, f. 1960, bús. í Kópavogi. Íris Ósk Haraldsdóttir 30 ára Ívar er Árbæingur og er málari í sumar en er að klára viðskipta- fræðinám í HÍ. Maki: Guðrún Helga Andrésdóttir, f. 1986, stuðningsfulltrúi hjá Sjálfsbjörg og er með BA í félagsráðgjöf frá HÍ. Foreldrar: Gísli Her- mannsson, f. 1946, bif- vélavirki og strand- veiðimaður, og Margrét Lóa Guðjónsdóttir, f. 1949, heimavinnandi. Ívar Örn Gíslason Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.