Morgunblaðið - 12.08.2015, Side 36

Morgunblaðið - 12.08.2015, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Var á fótum og vel áttaður 2. Þegar Vigdís fékk Picasso að gjöf 3. Evran orðin miklu ódýrari 4. Faðirinn fæddi barnið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gunnlaugur Björnsson, 23 ára klassískur gítarleikari og tónskáld, heldur tónleika í kvöld kl. 20 í hús- næði Leikfélags Kópavogs í Funalind 2. Tónleikarnir eru kveðjutónleikar, þar sem Gunnlaugur heldur brátt í nám í klassískum gítarleik við tón- listardeild Yale-háskóla í Bandaríkj- unum, fyrstur Íslendinga. Hafdís Vig- fúsdóttir flautuleikari leikur með Gunnlaugi á tónleikunum og Steinar Már Unnarsson sér um myndbönd. Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrri hlutinn klassískur og í þeim seinni verður ráðandi verkefni Gunnlaugs og Steinars í Skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar, verkefni sem þeir kalla Ghoul Bear. Á myndinni sjást Gunnlaugur og Hafdís. Tónleikar áður en haldið er í nám í Yale  Hljómsveitin Mógil sendi í byrjun viku frá sér þriðju hljómplötuna, sem nefnist Korriró og heldur af því tilefni útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykja- víkur í kvöld í Hörpu kl. 22. Á föstu- daginn, 14. ágúst, mun hljómsveitin halda tónleika á annarri hátíð, Berja- dögum, í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20. Fjallað er um báðar hátíðir í Morgun- blaðinu í dag, á blaðsíðum 30 og 31. Mógil hefur farið nokkrum sinnum í tónleikaferðir um Ísland, Belgíu, Hol- land, Svíþjóð og Danmörku og leikið á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. Jazzhátíð Reykjavíkur, Iceland Airwa- ves, Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og WOMEX-heims- tónlistarhátíð- inni. Korriró á Jazzhátíð og Berjadögum Á fimmtudag Suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina. Hiti 8 til 17 stig. Á föstudag Austan og norðaustan 5-13 m/s. Rigning um landið suðaustanvert, en annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt með rigningu. Suð- austan 13-20 sunnan- og vestantil, 15-23 við ströndina. VEÐUR Stjörnukonur unnu góðan 5:0 sigur á Hibernians frá Möltu í fyrsta liðsins í for- keppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Lið- ið lék vel þrátt fyrir gríðar- legan hita á Kýpur og mætir KÍ frá Færeyjum á fimmtudag í næsta leik. KÍ tapaði gegn heimastúlkum í Apollon og margt bendir til úrslitaleiks á milli Stjörnunnar gegn Apollon á sunnudag. » 1, 3 Stjarnan byrjar vel á Kýpur Aníta Hinriksdóttir verður á meðal keppenda á HM í Peking síðar í mánuðinum, en vegna reglubreytinga fékk hún boð þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki inn á mót- ið. „Það er alltaf betra að ná lágmarki snemma og geta skipulagt æfingar miðað við það, en við gerum eins vel úr þessu og hægt er,“ segir þjálfari hennar meðal annars við Morgunblaðið í dag. »1 Aníta verður á meðal keppenda á HM í Peking „Það vakti athygli þegar ég náði hundraðasta markinu, en hvað þau eru mörg í viðbót núna skiptir mig engu máli,“ segir markahrókurinn Atli Viðar Björnsson meðal annars við Morgunblaðið í dag, en hann er leikmaður 15. umferðar að mati blaðsins. Úrvalsliðið er sömuleiðis birt í dag ásamt ýmsum molum og stöðunni í M-gjöfinni. »2-3 Er ekki með hugann við að slá markametið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bikarúrslitaleikur karla í knatt- spyrnu er stærsti íþróttaviðburður félagsliða víða í Evrópu ár hvert og það á einnig við um Ísland. KR og Valur mætast nú í úrslitum í þriðja sinn. KR vann 1:0 árið 1966, en eftir jafntefli í tveimur leikjum 1990, 1:1 og 0:0 eftir framlengingu, vann Valur 5:4 í vítaspyrnukeppni. Þorgrímur Þráinsson var fyrirliði Vals og Pétur Pétursson fyrirliði KR fyrir 25 árum. Þeir eru sammála um að KR hafi þá verið með betra lið, en að því sé ekki endilega spurt í bikar- úrslitum. „Þetta snýst um augnablik- ið, að peppa sig upp í baráttu og stríð í 90 mínútur,“ segir Þorgrímur. „Það eru ekki endilega gæðin sem skipta máli heldur viljinn, dugnaðurinn og karakterinn.“ Minning og gleymska Þorgrímur segir að KR hafi átt fyrri leikinn 1990. „Björn Rafnsson, sveitungi minn, hefði auðveldlega getað skorað þrjú til fjögur mörk. Í seinni leiknum, svonefndum myrkra- leik, voru KR-ingar líka öflugri en leikurinn var þó jafnari en sá fyrri. Ég hef stundum sagt í gríni að það hafi verið karma yfir þessum leik því þetta var eini bikarinn sem ég átti eft- ir að hampa sem fyrirliði Vals, þar sem þetta var mitt síðasta ár. Alvaldið var með okkur og Bjarni Sig. stóð sig eins og hetja í báðum leikjunum, hélt okkur á floti og varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni. Auðvitað gátu KR-ingar sjálfum sér um kennt, en sigurinn var frábær og mjög eftirminnilegur, ekki síst vegna þess að það var komið myrkur þegar síðustu spyrnurnar voru teknar.“ Pétur segir að ekkert hafi gengið upp í þessum bikarúr- slitaleikjum en í næsta deildarleik hafi KR unnið Val sannfærandi 3:0. „Við nýttum ekki færin,“ segir hann, „en svona er þetta stundum. Á þess- um tíma átti KR í erfiðleikum með að vinna titla en það hefur breyst. Ann- ars eru þessir bikarúrslitaleikir ekki eftirminnilegir, ég man bara eftir sigurleikjunum.“ Að leika í bikarúrslitum er stærsta stund margra knattspyrnumanna. Þorgrímur vísar til þess að flestir leikmenn spili aldrei landsleik, verði aldrei Íslandsmeistarar og leiki jafn- vel aldrei Evrópuleik. „Bikarúrslita- leikur er því sá leikur sem getur staðið upp úr á ferlinum hjá stærst- um hluta leikmanna. Þetta er augna- blikið.“ Pétur tekur í sama streng. „Fyrir sigurvegarana er þetta stærsti leikur ársins.“ Stóra stundin að renna upp  Ákveðinn ljómi fylgir gjarnan bik- arúrslitaleikjum Morgunblaðið/Þórður Fyrirliðar 1990 Þorgrímur Þráinsson og Pétur Pétursson rifjuðu upp gamla tíma á Laugardalsvellinum í gær. KR og Valur leika til úrslita í bikarkeppninni, Borgunar- bikar karla, á Laugardalsvelli á laugardag og hefst viður- eignin klukkan 16. Valur vann KR 3:0 í fyrri leik lið- anna í Pepsi-deildinni á yfir- standandi Íslandsmóti en seinni leikurinn verður á Alvogen-velli KR 30. ágúst. Sóknarmaðurinn Pétur Pétursson hallast að því að KR sé með betra lið nú, rétt eins og 1990, en bendir á að þjálf- arar Vals, Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson, hafi búið til mjög öfluga liðsheild á Hlíðar- enda og því sé erfitt að spá um úr- slit. „Bæði lið geta sigrað en á venjulegum degi ætti KR að sigra,“ segir hann. Varnarmaðurinn Þorgrímur Þráinsson bendir á að bæði lið séu vel mönnuð og þau muni fara var- lega af stað. „Það væri best fyrir leikinn að fá mark snemma leiks,“ segir hann og á von á mikilli stöðu- baráttu. Erfitt að spá um úrslit BIKARÚRSLITALEIKUR KR OG VALS Á LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.