Morgunblaðið - 12.08.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.08.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 Menn hafa verið að kalsa umþað sín á milli að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir Samfylkingarflokkana tvo, Björtu framtíðina og hina gömlu og þoku- kenndu. En er þetta rétt?    Gamla Samfylk-ingin er auðvit- að Jafnaðarmanna- flokkur Íslands með stóru J, þótt enginn gamall krati sjáist þar í framvarðar- sveit, aðeins gömlu allaballarnir.    Á seinasta lands-fundi Samfylk- ingarinnar munaði aðeins einu atkvæði á formanni flokksins og mótfram- bjóðanda hans, sem enginn vissi að væri í framboði fyrr en korteri fyrir kosningar. Flokkurinn mátti afar vel við þessa niðurstöðu una enda hefur enginn flokkur náð öðrum eins jöfnuði í formannskosningu.    Í Björtu framtíðinni flóir út af íformönnum. Þar eru flokks- formaður, stjórnarformaður, þing- flokksformaður og Þuríður formað- ur situr í heiðurssæti í skut. Nú vill stjórnarformaður losna við for- manninn sem ásamt þingflokks- formanni vill snúa á stjórnar- formann. Formaðurinn var í „setti“ „RÚV“ eins og veðurfréttamaður og sagðist vilja að formennirnir tækju hver af öðrum „við keflinu“. Það virtist hann telja lýðræðislega breytingu af því að enginn kæmi að henni nema formennirnir.    Þuríður formaður hélt vísast aðformaðurinn vildi taka við tvinnakeflinu af stjórnarformann- inum. En formaður bætti við að flokkurinn yrði þannig öfugur Píra- mídi, sem jafnvel Egyptar ættu eft- ir að finna upp. Guðmundur Steingrímsson Píramídi kominn út úr skápnum? STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 11.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 skýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 25 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 16 skýjað London 21 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 23 léttskýjað Berlín 31 heiðskírt Vín 34 skýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 17 súld New York 22 alskýjað Chicago 25 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:10 21:57 ÍSAFJÖRÐUR 4:59 22:17 SIGLUFJÖRÐUR 4:41 22:01 DJÚPIVOGUR 4:35 21:30 Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2015 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki 40 ára Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Ferðafólk á leið um Kirkjubæjar- klaustur getur nú skyggst inn í heim mosanna, einkennisgróðurs Skaftárhrepps, en sýningin Mosar var formlega opnuð nú fyrir helgi í Skaftárstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkju- bæjarklaustri. Að sögn Snorra Baldurssonar þjóðgarðsvarðar er þetta fyrsta sýningin á Íslandi sem tileinkuð er mosa. Snorri segir sýninguna í raun þrískipta. Í fyrsta lagi sé fjallað um mosa frá ýmsum hliðum, en gestir geta handleikið nokkrar mosateg- undir sem eru til sýnis. Einnig fylgir sýningunni ítarlegur bækl- ingur um mosa. Þá geta gestir ferðast um suð- vesturhluta þjóðgarðsins í þrívíðum kortum á snertiskjá og skoðað land- breytingar í héraðinu frá landnám. „Kortin sýna hvernig landið leit út við landnám árið 874, eftir Eldgj- árgosið árin 934-940 og loks eftir Skaftárelda árið 1783-1784. Þetta eru tvö kort. Neðra kortið er alltaf eins en efra kortið, sem liggur tveimur sentímetrum ofan við það neðra, sýnir breytingar í áranna rás,“ greinir Snorri frá. „Svo erum við með þrívíð kort á snertiskjá af suðvesturhluta þjóð- garðsins annars vegar og hins veg- ar af Skaftafelli og nágrenni. Gest- ir geta leikið sér að þessum kortum með því að stækka og minnka svæði, velta landsvæðum og svo framvegis. Hugmyndin er að fólk geti kynnt sér þjóðgarðinn og áttað sig betur á því hvert það vill fara og hvað það vill sjá,“ útskýrir hann. Snorri er ánægður með útkom- una og segir sýninguna afar fallega þó að hún sé ekki sérlega stór. „Mosar eru gríðarlega mikilvægir í lífríki Íslands. Til eru yfir 600 teg- undir af mosa en þeir eru allir mjög smáir og fínlegir. Það skýrist af því að þeir hafa ekki sama stoðkerfi og blómplöntur og geta því ekki vaxið upp í loftið.“ Fyrsta mosasýning á Íslandi Ljósmynd/Snorri Baldursson Mosasýni Gestir og gangandi geta snert og klappað nokkrum tegundum af mosa á sýningunni, en til eru yfir 600 mosategundir.  Lítil sýning en afar falleg, segir þjóðgarðsvörður  Þrívíð kort af Vatna- jökulssvæðinu  Landbreytingar frá landnámi sýndar á stafrænan hátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.