Morgunblaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ákveddu að hætta einhverju sem
skaðar heilsu þína. Mundu að einn góðan
veðurdag ert þú í þeim sporum að vilja tala
þá til.
20. apríl - 20. maí
Naut Lífið getur verið líkt og grindahlaup,
nema hvað grindurnar hækka þegar líður á.
Við getum breytt sjálfum okkur en erfiðara er
að breyta öðrum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er erfitt að gera svo öllum líki
og reyndar er það sjaldan besti kosturinn.
Gefðu þér tíma til að eiga samverustundir
með fjölskyldunni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ekkert furðulegt við það að
reyna að þroskast þótt sumir vinir þínir skilji
það kannski ekki. Fáðu útrás fyrir listrænar
tilhneigingar þínar með einhverjum hætti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að biðja aðra um greiða til að
redda þessu. Ef þú kannt að meta það sem
þú hefur gera aðrir það líka.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur hugsanlega til ergelsis í garð
einhvers í dag án þess að átta þig fyllilega á
ástæðunni. Einhverjar breytingar gætu orðið
til góðs.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er smá misræmi í því hvernig þú
sérð þig og hvaða augum allir aðrir í heim-
inum líta þig. Hertu upp hugann því að sókn
er besta vörnin. Sinntu málunum og vittu til,
streitan minnkar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu höndum saman með þeim
sem vilja bæta kjör annarra í samfélaginu.
Dagurinn hentar vel til viðræðna innan fjöl-
skyldunnar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skarpleiki þinn er forsenda þess
að tiltekið verkefni heppnist vel. Njóttu þess
því að þú hefur unnið fyrir því.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þess að valda ekki öðrum
armæðu með framkomu þinni. Engar áhyggj-
ur. Þér tekst að takast á við velgengnina sem
þú hlýtur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur lagt þitt af mörkum í
skotgröfum ástarinnar og uppskerð nú ár-
angur erfiðisins. Renni þér eitthvað úr greip-
um verður þú að trúa því að eitthvað nýtt
komi í staðinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Færni þín kemur að góðum notum og
það er góð tilfinning. Hlustaðu á ráð þeirra
sem þú treystir best. Aldrei er góð vísa of oft
kveðin.
Bjarki Karlsson skrifar „Slak-taumatölt“ á Boðnarmiði – og
leikur sér að orðum og stöfum að
venju:
Runki með Sokka sinn rölti
svo rólega í taumunum skrölti
í hægð og ró
en heimsmet þó
þeir slógu í slaktaumatölti.
Steinn Kristjánsson gerði þessa
athugasemd:
Runkenn frír veð reiðarslag,
róliga um skölte.
Víst mön hann einn viðurdag
vinna í skeið og tölte.
Og bætti síðan við: „höföndör
óþekkör (nei ég meina ókenndör
eða ókennd).“
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
limru á Leirinn með sínu lagi:
Er Veiga á rassi og í ristilinn
reif sig hún las Bjarna pistilinn:
„Þótt liggi mér á
er lágmark að gá.
Því léstu mig leggjast á þistilinn?“
Það er veðrahrollur í Ármanni
Þorgrímssyni:
Enn að norðan, endalaust
að mér kulda setur.
Ekkert sumar, aðeins haust,
er nú stutt í vetur.
Ágúst H. Bjarnason sér björtu
hliðarnar:
Þótt blási norðan næðingi
og nöpru lofti röku,
leysir hann úr læðingi
lipurt orkta stöku.
Botninn kallar fram í hugann
stöku Stefáns Jónssonar alþing-
ismanns og fréttamanns, sem hann
orti í orðastað þingmanns Húnvetn-
inga:
Glaður ríð ég gæðingi
frá gömlu höfuðbóli;
leysir vind úr læðingi
ljúfur himnasjóli.
Það eru tvær hliðar á flestum
málum. Helgi Ingólfsson skrifaði á
Boðnarmiði gær:
„Í dag birtist frétt í Frétta-
blaðinu um að menntamálaráð-
herra hygðist standa fyrir átaki til
að stórbæta læsi grunnskólabarna:
Lesturinn til lista telst,
ljúfur þeim sem nenna.
Öllum börnum ætlar helst
Illugi að kenna.
En sögnin „að kenna“ er tvíbent
á íslensku, eftir því falli sem stýrir
henni:
Löt þau eru, lítil grey,
sem lesa sjaldan nenna.
Erfið staðan er þó ei
Illuga að kenna.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af hrossum og veðrahrolli
Í klípu
„ÉG ER SVO ÞREYTTUR AÐ ÉG GET EKKI
HUGSAÐ RÖKRÉTT. LÁTTU MIG BARA
HAFA HERBERGI SEM ER POTTÞÉTT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ „SKÁK OG MÁT“?
FARÐU AÐ SOFA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta sig dreyma
um ferðalög saman.
ÆTLAR ÞÚ EKKI AÐ SPYRJA
MIG HVERNIG DAGURINN
MINN VAR?
ÓKEI, HVERNIG VAR
DAGURINN ÞINN,
EINS OG MÉR SÉ
EKKI SAMA?
REYNDU
AFTUR.
HVAÐ ER
TÍTT,
SVENNI?
ÞÚ VILT EKKI
VITA ÞAÐ!
ÞAÐ ER ALLT
HRÆÐILEGT
OG VIÐHORFIÐ
MITT ER
ÖMURLEGT.
HVERT ERTU
NÚNA AÐ FARA?
ÉG ER AÐ FARA
AÐ FLYTJA RÆÐU
Í BJARTSÝNIS-
KLÚBBNUM.
INNRITUN
Víkverji hefur ekki gott veður-minni. Hann man ekki hvernig
sumarið var fyrir sjö árum. Hann
man varla hvernig veðrið var í fyrra-
sumar. Hann man þó hvernig veðrið
var í gær. Það er líka búið að segja
honum að í dag sé von á fyrstu
haustlægðinni. Það var ekki seinna
vænna. Hann las líka á mbl.is að hit-
inn hefði síðast farið yfir 20 gráður á
landinu 7. júlí. Á veðurathugunar-
stöðinni á Dalatanga er hlýjasti dag-
urinn sem mælst hefur á árinu enn 9.
febrúar.
x x x
Víkverji fékk gæsahúð í fyrradag.Hann gerði þau mistök þegar
hann sá að morgunsólin skein í heiði
að fara út að skokka á stuttbuxum.
Napur vindur blés af sundum, kvika-
silfrið náði ekki að rísa yfir tíu gráð-
ur og Víkverji fékk gæsahúð í kuld-
anum.
x x x
Annars er Víkverji löngu búinn aðátta sig á því að veðrið á Íslandi
getur líka verið bandamaður. Ein-
hverju sinni var tekið viðtal við
Guðna Ágústsson þar sem hann var
staddur í sumarfríi við Miðjarðar-
hafið í miðri hitabylgju. Guðni hafði
komið sér fyrir í loftkældri kjörbúð
og lét sannindin ekki vefjast fyrir
sér þegar hann sagði: „Kuldinn er
auðlind.“
x x x
Víkverji er ekki mikið gefinn fyrirskordýr. Veðrið á Íslandi er sér-
lega hagstætt í þeim efnum og skor-
dýrin mun færri hér en í „heitu“
löndunum. Hér eru engar moskító-
flugur. Geitungar fundust ekki á
landinu þegar Víkverji var lítill en
hafa nú haldið innreið sína. Þeir hafa
hins vegar vart sést í sumar og á
kuldinn sinn þátt í því. Víkverji veit
að ekkert er rökrétt við geig hans
við þessi litlu kvikindi, heldur stekk-
ur af stað þegar þau birtast og legg-
ur á flótta, jafnvel inn í aðvífandi
umferð.
x x x
Víkverja finnst þó fulllangt gengiðað þurfa að fara í síðar nær-
buxur og ullarbol og setja á sig húfu,
vettlinga og trefil eigi hann ekki að
frjósa í hel á fótboltaleik á sumar-
kvöldi í byrjun ágúst. víkverji@mbl.is
Víkverji
Verið miskunnsöm eins og faðir yðar
er miskunnsamur. Lúkasarguðspjall 6:36
TORMEK
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og
er nú kominn með málmhaus sem
eykur nákvæmni um 300%
Fylgihlutir sjást á mynd.
Verð: 63.950
▼ Tormek T-7 er hannaður fyrir
látlausa notkun og mikil afköst.
Fylgihlutir sjást á mynd.
Verð: 113.500
Opið virka daga
frá 9-18
lau frá 10-16
Allar stýringar fyrirliggjandi