Þjóðmál - 01.12.2005, Side 80

Þjóðmál - 01.12.2005, Side 80
78 Þjóðmál Vetur 2005 stefnu .. Er. þetta. í. ákveðnu. samræmi. við. niðurstöður.Dowding.og.Kang .. Á.þeim.18.árum. sem.þessi. athugun.nær. yfir.hafa.þannig.átta.sinnum.verið.settar.fram. kröfur.um.ráðherraábyrgð.og.afsögn.ráðherra. og.eru.þá.vantrauststillögur.á. ríkisstjórnina. alla.eða.hvern.og.einn.ráðherra.taldar.með .. Þetta.er.0,45.sinnum.á.ári.eða.að.meðaltali. um.annað.hvert.ár,.sem.er.mun.minna.en.í. Bretlandi,.sem.var.2,6.sinnum.á.ári.á.tíma- bilinu. 1945–1997. skv .. niðurstöðum. Dow- ding.og.Kang ..Slíkum.kröfum.hefur.fjölgað.í. Bretlandi.á.síðustu.árum.og.munurinn.milli. þessarra.tveggja.landa.því.í.raun.enn.meiri .. Af.hverju.reynir.lítið.á ráðherraábyrgð.á.Íslandi? Ýmsir.hafa.velt.fyrir.sér.hverjar.séu.ástæður.þess.að.lítið.hefur.reynt.á.ráðherraábyrgð. hér.á.landi ..Ekki.hefur.reynt.á.lagalegan.hluta. ráðherraábyrgðar. og. landsdómur. því. aldrei. verið.kallaður.saman,.eins.og.áður.hefur.kom- ið.fram ..Einnig.má.leiða.af.úttektinni.hér.að. framan.að.fremur.sjaldgæft.er.að.kallað.sé.á. stjórnmálalega.ábyrgð. ráðherra ..Þannig.eru. einungis.talin.átta.tilvik.á.síðustu.átján.árum. þegar.til.umræðu.hefur.komið.á.Alþingi.eða. í.fjölmiðlum.um.mögulega.afsögn.eða.van- traust.á.ráðherra.vegna.tiltekinna.mála.sem. hann.ber.ábyrgð.á . Páll.Þórhallsson.hefur.velt.fyrir.sér.hugs- anlegum.skýringum.á.því.hvers.vegna.ekki. hefur.reynt.á.lagalega.hluta.ráðherraábyrgð- ar ..Hann.bendir.á.að.ráðherraábyrgðarlögin. taki.til.mjög.alvarlegra.brota.og.málshöfðun. kalli.á.mikið.umstang,.sem.hindri.menn.í. að. fara.þá. leið ..Ráðherraábyrgðarlögin.séu. í. raun. neyðarúrræði. og. í. ljósi. sögunnar. þurfi.mikið.að.koma.til.að.þeim.verði.beitt .. Þá. kveða. lögin. á. um. að. meirihluti. þings- ins. ákveði. málsókn. gegn. ráðherra,. en. sá. sami. meirihluti,. þar. með. samflokksmenn. ráðherra,.bera. ábyrgð.á. vali. á. viðkomandi. ráðherra. og. hann. hefur. notið. stuðnings. meirihlutans. í.embætti ..Þess.er.þó.að.geta. að.ákvæði.ráðherraábyrgðarlaga.heimila.að. ráðherra. verði. sóttur. til. saka. eftir. að. nýr. meirihluti. hefur. tekið. við. völdum. á. þingi. og.ráðherra.látið.af.embætti . Páll.Þórhallsson.bendir.einnig.á.að.íslensk. stjórnsýsla.sé.lausari.við.spillingu.en.gerist. víða. annars. staðar,. sem. geti. skýrt. hvers. vegna. lítið. hefur. reynt. á. þessi. lög .. Hugs- anleg.skýring.er.einnig.að.áður.en.reynir.á. lagalega.ábyrgð.kemur.hin.pólitíska.ábyrgð. ráðherra.til.skjalanna,.sem.getur.falið.í.sér. að. fjölmiðlar. og. almenningur. krefjist. að- gerða.vegna.meintra. lögbrota.og.spillingar. og.ráðherra.segi.af.sér.áður.en.þurfi.að.grípa. til. lagalegra. úrræða .. Að. lokum. má. benda. á.að.eftirlit.með.stjórnsýslunni.hefur.verið. aukið. umtalsvert. á. síðustu. árum. t .d .. með. setningu.upplýsingalaga.og.stjórnsýslulaga,. stofnun. embættis. umboðsmanns. Alþingis. og. eflingu. Ríkisendurskoðunar. sem. virkar. sem.taumhald.á.ráðherra.og.stjórnsýsluna . Svavar.Gestsson.segir. í.greinargerð.sinni. með. tillögu. til. þingsályktunar. um. endur- skoðun. laga. um. ráðherraábyrgð. frá. árinu. 1994. að. hann. telji. að. afsagnir. ráðherra. í. nágrannalöndum.okkar.megi.ekki.síst.rekja. til.þess.að.þar.sé.sterkari.hefð.fyrir.minni- hlutastjórnum. en. hér. á. landi .. Fyrirkomu- lag.meirihlutastjórna.hefur.hins.vegar.ver- ið. ríkjandi. hér. á. landi. og. á. það. vafalaust. mikinn. þátt. í. því. að. afsagnir. ráðherra. og. kröfur.um.þær.eru.jafn.fátíðar.og.raun.ber. vitni .. Í. fyrsta. hluta. þessarar. ritgerðar. var. vitnað.í.orð.Ólafs.Jóhannessonar.þess.efn- is. að. þar. sem. þingræðisstjórn. sé. komin. í. fastar. skorður. gæti. refsiábyrgðar. ráðherra. minna. og. málshöfðanir. gegn. ráðherrum. séu.fátíðar ..Jafnframt.sé.mun.minni.þörf.á. slíku.úrræði.þar.eð.hin.þinglega.ábyrgð.veiti. ráðherrum.nauðsynlegt.aðhald,.ekki.síst.þar. sem. ráðherrann. starfar. í. skjóli. meirihluta. þings,.sem.hefur.vald.til.að.víkja.honum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.