Þjóðmál - 01.12.2006, Blaðsíða 16
14 Þjóðmál VETUR 2006
Jólabækurnar munu aldrei hafa verið fleiri. Þær koma út á fáum vikum
og verður víst svo að vera þar sem
Íslendingar kaupa bækur fremur til gjafa
en lestrar fyrir sjálfa sig. Það borgar sig
einfaldlega ekki að gefa út flestar þessara
bóka á öðrum tíma árs þegar ekki er von
á stórfelldum bókakaupum til gjafa.
Þess vegna er þeim dengt út öllum
í einu rétt fyrir jólin, aðalsölutíma
ársins. Og af því höfum við, ein
þjóða, það sem kallað er bókavertíð
fyrir jól ár hvert. Það er sannarlega
skemmtilegasti tími ársins fyrir
bókaunnendur, en hætt er
við að margar verðugar
bækur verði undir í
auglýsingaflóðinu og
hasarnum fyrir jólin.
Í næstu heftum Þjóð-
mála verða nokkrar
jólabókanna, sem varða
stjórnmál og menningu,
ritdæmdar, en í þessu hefti
eru dómar um tvær þeirra,
Haustliti Ásgeirs Péturssonar
og ævisögu Matthíasar Joch-
umssonar. Jafnframt verður sá
siður hér með tekinn upp í hverju
jólahefti að skyggnast örlítið um
jólabókasviðið og vekja athygli á
forvitnilegum titlum.
Bók Þórunnar Valdimarsdóttur um séra Matthías, Upp á Sigur-
hæðir, er trúlega mesta
ævisagan á jólamark-
aðnum en af öðrum
ævisögum má nefna:
bók Jörgens Pinds um
sálfræðinginn Guð-
mund Finnbogason
landsbókavörð, Frá
sál til sálar; Ólafíu,
ævisögu hinnar göfugu
konu Ólafíu Jóhanns-
dóttur, eftir Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur; og
Skáldalíf Halldórs Guð-
mundssonar, sem segir sögu
tveggja ólíkra rithöfunda,
Gunnars Gunnarssonar og
Þórbergs Þórðarsonar. Fyrir
fótboltaáhugamenn má svo
nefna Rikka, bókina um
Ríkharð Jónsson, eftir Jón
Birgi Pétursson.
Af minningabókum
má nefna uppgjör Guðna í
Sunnu sem Arnþór Gunn-
arsson skrásetti, Ljósið í
Djúpinu, örlagasögu Rögnu á
Laugabóli, eftir Reyni Trausta-
son, og endurminningar
„rúbluprestsins“ Sigurjóns Ein-
arssonar, Undir hamrastáli, auk
fyrrnefndra minningaþátta
Ásgeirs Péturssonar fyrrverandi
sýslumanns, Haustlita. Í bók
sinni segir Ásgeir m.a. frá helstu
Jólabækurnar 2006
4-rett-2006.indd 14 12/10/06 10:01:33 PM