Þjóðmál - 01.12.2006, Síða 44

Þjóðmál - 01.12.2006, Síða 44
42 Þjóðmál VETUR 2006 málið komst í hámæli: „mér er sagt að það andi verulega köldu á mig, aðeins frá einum hópi manna, og sá hópur sé í mínum eigin flokki. Það er útaf fyrir sig ekkert nýtt.“36 Þá tóku Helgarpóstsmenn undir með téðum hópi innan Alþýðubandalagsins og tönnluðust á því að meirihluti þingflokksins vildi að Guðmundur J. segði af sér.37 Sjálfur talaði Guðmundur um að hér hefði átt sér stað „soraleg pólitísk aðför“.38 Vinir Guðmundar reyndust hans verstu fjandmenn. Svo fór að Guðmundur J. Guðmundsson sagði sig úr Alþýðubandalaginu og hætti alfarið afskiptum af stjórnmálum. Upp kemst um greiðslur til Alberts Guðmundssonar Enn var Helgarpósturinn fyrstur með frétt-irnar 19. mars 1987 þegar greint var frá því að Albert Guðmundsson hefði orðið uppvís að skattsvikum á meðan hann gegndi störfum fjármálaráðherra en upp hefði komist um málið eftir umfangsmikla rannsókn skattrannsóknarstjóra á bókhaldi Hafskips. Um var að ræða tvær greiðslur frá Hafskipi til Alberts Guðmundssonar á árunum 198 og 1985, að upphæð 117.000 og 130.000 krónur (jafngildir samtals um 1, milljónum á verðlagi ársins 006). Albert taldi þessar greiðslur ekki fram til skatts og fullyrti að þær hefðu ekki átt að renna til sín. Albert framseldi þó tékkana og lagði andvirði þeirra inn á ávísanareikning sinn í Útvegsbankanum. Greiðslurnar væru afsláttur af farmgjöldum til heildverslunar í hans eigu, en af rekstri hennar hefði hann ekki haft nein afskipti í 1–1 ár. Ingi 36 „Hörmulega tókst til með vinargreiðann“. Morgun- blaðið, 19. júní 1986. 37 „Hvert rann stóri tékkinn“. Helgarpósturinn, 19. júní 1986. 38 Guðmundur J. Guðmundsson: Baráttusaga, bls. 186. Björn, sonur Alberts, sem sá um reksturinn, sagði í fjölmiðlum að skýringar á því að þessar greiðslur hefðu ekki komið fram í bókhaldi fyrirtækisins eða skattframtölum væru þær að fylgiskjöl hefði vantað og ekki fengist frá Hafskipi. Síðan hefðu þessar greiðslur gleymst og hann einn ætti sök á því að svo fór. Því fór fjarri að menn tækju þessar skýringar Inga Björns Albertssonar gildar. Þær raddir gerðust sífellt háværari að Albert Guðmundsson segði af sér þingmennsku og ráðherradómi, þar eð hann hefði sjálfur verið yfirmaður skattamála þegar umrædd brot áttu að hafa verið framin. Í Alþýðublaðinu var því haldið fram að Þorsteinn Pálsson hefði kosið að skýra svo seint frá málinu til að Alberti yrði gert ókleift að leggja út í sérframboð, en þá var vika þar til framboðsfrestur rann út. Þetta hefði með öðrum orðum verið leið Þorsteins til að losa sig við Albert, sem væri honum Þrándur í Götu. Ekkert skal um það sagt hvort þessar vangaveltur höfðu við rök að styðjast, en ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut að bera skaða af þessu máli, hvernig sem formaðurinn tók á því. Albert var trúlega vinsælasti foringi flokksins og ætla mátti að margir stuðningsmenn hans tækju það óstinnt upp ef flokksformaðurinn krefðist afsagnar hans í aðdraganda kosninga. Ef Þorsteinn gerði það ekki var hins vegar hætt við því að flokkurinn gæti tapað atkvæðum þeirra, sem töldu hann sekan um skattsvik eða einhverja óeðlilega fyrirgreiðslu við Hafskip. Albert Guðmundsson var staddur erlendis þegar umfjöllun fjölmiðla hófst en lenti í Keflavík síðdegis, laugardaginn 1. mars og sagði af sér ráðherradómi degi síðar. Þann 3. mars samþykkti fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að Albert fengi engu að síður að halda fyrsta sæti á framboðslista flokksins við alþingiskosningarnar. Mikill meðbyr var 4-rett-2006.indd 42 12/10/06 10:09:02 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.