Þjóðmál - 01.12.2006, Qupperneq 37

Þjóðmál - 01.12.2006, Qupperneq 37
 Þjóðmál VETUR 2006 35 þeirra er þá áttu sér stað um framtíð Hafskips. Bað hann þingmanninn vinsamlegast að bíða í viku eða svo þar til hann hæfi umræður en ekki taldi hann sig geta orðið við því. Þá voru í gangi viðræður bankastjórnarinnar við Eimskipsmenn sem voru, að því best verður séð, „hreint viðskiptalegs eðlis“.6 Upplýsingarnar sem Alþýðuflokkurinn hafði aflað sér, líklega með ólögmætum hætti, voru síðan birtar í Helgarpóstinum og upp úr skýrslunni var lesið í fréttum Ríkisútvarpsins. Valdimar Indriðason, alþingismaður og formaður bankaráðs Útvegsbankans, mat það síðar svo að munað hefði 150 milljónum á söluandvirði eigna Hafskips, hefði neikvæð umfjöllun um málið ekki spillt fyrir því.7 Slíkt verður ekki fullyrt en ljóst er að neikvæð umræða um framtíð Hafskips hafði einkar slæm áhrif á gang viðræðna þeirra er áttu sér stað um framtíð skipafélagsins. Stjórnmálamenn ræða Hafskipsmál Um þetta leyti sat hér að völdum ríkis-stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Forystumenn vinstriflokkanna litu á málið sem áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn þeirra létu mjög til sín taka í umræðum um málið á Alþingi. Að mati Svav- ars Gestssonar, þingmanns Alþýðubandalags- ins, fólust í gjaldþroti Hafskips fjörbrot hins frjálsa markaðar — draumur sjálfstæðis- manna um styrk frjálshyggjunnar hefði breyst í martröð.8 Þjóðviljinn ræddi málefni Haf- skips hinn 6. nóvember 1985 undir fyrirsögn- inni „Óskafyrirtæki í andaslitrum“: „Í áranna rás hefur Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokk- urinn mjög hampað nokkrum fyrirtækjum sem flaggskipum einkaframtaksins. Þau hafa verið kölluð tákn einstaklingshyggjunnar og 6 Lárus Jónsson: „Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins“ (Rvík 00), bls. 9. 7 Sama heimild, bls. 50. 8 Alþingistíðindi 1986-1987. B, bls. 8 átt að sýna yfirburði hennar yfir félagshyggju og félagsleg rekstrarform.“ Engu er líkara en það hlakkaði í Þjóðviljamönnum yfir ófarnaði Hafskips, því að hann styrkti trú þeirra á nauðsyn þjóðnýtingar atvinnu- tækjanna: „Hafskip, þetta göfuga sam- keppnisfyrirtæki og tákn hins nýja þróttar nýríku aflanna í Sjálfstæðisflokknum er einnig að rúlla og í rauninni ekki annað eftir en að skipta reytunum og ákveða með hvaða hætti hundruð milljóna skuldum verður velt yfir á almenning.“ Í sömu grein var því haldið fram að banamein Hafskips væri sjálf sjálfstæðisstefnan.9 Í Þjóðviljanum var ennfremur nefnt að „uppstokkunar“ væri að vænta í „íslenska auðvaldsheiminum“. Frjáls samkeppni væri ekki til hagsbóta fyrir neytendur, þar eð hún leiddi meðal annars til offjárfestingar sem neytendur þyrftu síðar að súpa af seyðið.10 Þessi viðhorf, sem áttu sér djúp- ar rætur í sósíalískri hugmyndafræði Alþýðubandalagsins, verður að hafa í huga þegar litið er á harðskeyttan málflutning ýmissa vinstri manna í umræðum um gjald- þrot Hafskips hf. Ritstjóra Þjóðviljans, Össuri Skarphéðins- syni, var til dæmis mikið niðri fyrir í forystu- grein 10. desember 1985 en hann var þess fullviss að stjórnendur Hafskips myndu sjálfir ekki bera neinn skaða af stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar heldur ganga heilir hildi frá og brosa í auraðan kamp- inn sem eiga í rauninni sökina. Pólaris- pallarnir og herðirnir og sveinarnir sem stjórna Hafskip og sáu ósköpin koma án þess að bregðast við, þeir sleppa jafnríkir og áður. Þeir aka áfram um á Range Roverunum sínum, halda áfram að fara í skíðaferðir til Austurríkis með 9 „Óskafyrirtæki í andaslitrum“. Þjóðviljinn, 6. nóvember 1985. 10 „Klippt og skorið“. Þjóðviljinn, 1. nóvember 1985. 4-rett-2006.indd 35 12/10/06 10:09:00 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.