Þjóðmál - 01.12.2006, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.12.2006, Blaðsíða 35
 Þjóðmál VETUR 2006 33 Björn Jón Bragason Pólitískar afleiðingar Hafskipsmálsins Undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og á öndverðum þeim níunda urðu meiri umskipti í íslenskri kaupskipaútgerð hérlendis en áður höfðu þekkst. Á örfáum árum varð Hafskip hf. að risa í íslensku viðskiptalífi. En stjórnendum félagsins var ljóst að smæð íslenska markaðarins var þeim farartálmi og hófu því stórfellda starfsemi erlendis frá árinu 1981 sem náði hámarki 1985.1 Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips, var einn af aðalræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1983 og ræddi þar um nýjar leiðir og kosti í atvinnu- lífi landsmanna, einkum með tilliti til útrásar á erlenda markaði. Ragnar hafði áður ritað grein um þetta mál í Morgunblaðið, sem nefndist „Íslensk alþjóðasinnun – öflug útrás. Nauðsyn vakningar og samstillts átaks“. Verður Ragnar að teljast furðusannspár um þróun mála og má segja að margar af hugmyndum hans hafi síðar orðið að veruleika. Í greininni segir hann meðal annars: „Fjarskiptatækni hefur gert heiminn 1 Aðalfundur, 10. júní 1983. ÞÍ. 1997/0. Einkaskjala- safn Jóns Þorsteinssonar. Afrit af fundargerðabók stjórnar Hafskips hf. 1979-1985.  Ragnar Kjartansson: „Íslensk alþjóðasinnun“. Morgun- blaðið, . desember 198 að einu víðlendu byggðarlagi – og enn eiga undur og stórmerki eftir að gerast áður en öldin er úti. Í landinu er nú trúlega að vaxa úr grasi fyrsta heimsborgarakynslóðin – kynslóð sem á fátt eftir að koma á óvart og fyrir brjósti brenna.“3 Þessi sjónarmið voru tákn nýrra tíma í íslensku viðskiptalífi. Hugmyndir Hafskips- manna voru greinilega í anda hreyfingar ungra sjálfstæðismanna, sem hafði beitt sér fyrir því að auka hlut frjálshyggju í stefnu Sjálfstæðisflokksins frá því á öndverðum áttunda áratugnum. Markmiðið var í raun það að gefa markaðsöflunum á Íslandi svipað svigrúm og í öðrum Vestur-Evrópuríkjum. Þar eð stjórnendur Hafskips gerðust boð- berar hinna nýju sjónarmiða fór svo að íslenskir vinstrimenn tengdu fyrirtækið á næstu árum mjög við Sjálfstæðisflokkinn, enda margir af forystumönnum Hafskips áhrifamenn innan þess flokks. Ýmis ytri áföll leiddu hins vegar til gífur- legra erfiðleika í starfsemi skipafélagsins og síðla árs 1985 varð ljóst að rekstrinum yrði trauðla bjargað, en Hafskip var tekið til gjaldþrotaskipta í desembermánuði þetta sama ár. Opinber umfjöllun um mögulegt 3 Sama heimild. 4-rett-2006.indd 33 12/10/06 10:08:59 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.