Þjóðmál - 01.12.2006, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.12.2006, Blaðsíða 36
34 Þjóðmál VETUR 2006 gjaldþrot Hafskips hófst með greinaflokki vikublaðsins Helgarpóstsins sumarið 1985. Í sömu andrá var mjög rætt um tap viðskipta- banka Hafskips, Útvegsbanka Íslands. Neikvæð umfjöllun um félagið tálmaði allri viðleitni stjórnenda þess til að bjarga rekstrinum og ekki bætti úr skák þegar stjórnmálamenn skárust í leikinn. Neikvæð umræða magnast Eftir því sem fjölmiðlaumræða magnaðist tóku viðskiptamenn Hafskips að leita annað. Helgarpósturinn (HP) hóf að nýju mikil skrif um fyrirtækið er hausta tók 1985 og var ekkert hlé gert á þeirri umfjöllun fyrr en í ársbyrjun 1986. Á forsíðu blaðsins 1. nóvember gat að líta golfkúlur merktar Hafskipi og undir stórri fyrirsögn: „HÉGÓMI“. Fréttir í þessum dúr birtust í hverju tölublaði HP á þessum vikum og nákvæmar lýsingar voru birtar á íburðar- miklum eignum og glæsilíferni stjórnenda Hafskips, og látið að því liggja í öðru hverju orði að þeir hefðu stolið milljónatugum, ef ekki hundruðum milljóna, af þjóðinni. Fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráði Út- vegsbankans, Arnbjörn Kristinsson, bókaút- gefandi, óskaði eftir „skriflegri skýrslu til bankaráðs um stöðu, ábyrgðir og viðskipti Hafskips við Útvegsbankann“ og var sú tillaga samþykkt. Tveimur dögum síðar notaðist Jón Baldvin Hannibalsson, þingmaður Al- þýðuflokksins, við trúnaðarskýrsluna í um- ræðum utan dagskrár á sameinuðu Alþingi og sagði þar: Skýrsla um þetta mál væri ekki á dagskrá og hefði ekki verið lögð fram í bankaráði Útvegsbankans á hádegi í gær nema vegna þess að það var að frumkvæði okkar Alþýðuflokksmanna í okkar þingflokki. Þegar við vorum farnir að fá raunverulegar fregnir, sem við tókum mark á í septembermánuði að allt stefndi þarna í ógæfu, ræddum við þetta mál við fulltrúa okkar í bankaráði og fórum þess á leit að hann krefðist slíkrar skýrslu. Hér hefur að öllum líkindum verið framið lögbrot. Samkvæmt þágildandi lögum um Útvegsbankann og síðar lögum um viðskiptabanka almennt var og er banka- ráðsmönnum enn óheimilt að veita utanað- komandi trúnaðarupplýsingar eins og þær sem þingflokkur Alþýðuflokksins fékk í hendur. Í lögum nr. 85 frá árinu 1985 segir: „Bankaráðsmenn, bankastjórar og aðrir starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um allt sem varðar hagi viðskiptamanna bank- ans og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins ...“ Í sérlögum um Útvegsbankann var hliðstætt ákvæði, sem og í 3. gr. þágildandi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/195 Jón Baldvin leit svo á að verið væri að draga Eimskipafélagið að samningaborðinu til að bjarga Hafskipi fyrir horn og þær viðræður væru hreint ekki viðskiptalegs eðlis: En það vill svo til að tilraunir til þess að koma þessu áfalli yfir á herðar Eimskips, er m.a. partur af þessu pólitíska skúringar- dóti. Ef það mál væri hreint viðskiptalegs eðlis liggur í augum uppi, að það er ekki í þágu Eimskips að hlaupa hér undir bagga. Hvað á Eimskip að kaupa? ... Ég sem hluthafi í óskabarni þjóðarinnar, Eimskipafélaginu, mótmæli því.5 Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, hafði áður tjáð þingmanninum í trúnaði að málið væri á viðkvæmu stigi og umræður um það gætu haft mjög skaðleg áhrif á gang viðræðna  Alþingistíðindi. 1985-1986 B. Umræður, bls. 616. 5 Sama heimild, bls. 656. 4-rett-2006.indd 34 12/10/06 10:08:59 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.