Þjóðmál - 01.12.2006, Blaðsíða 42
40 Þjóðmál VETUR 2006
ins, sýnishorn afreka nýfrjálshyggju-
manna. Félaginu var hampað látlaust í
málgögnum Sjálfstæðisflokksins og mik-
ið lof borið á forystu þess fyrir dugnað,
framsýni og stjórnunarhæfileika ... Haf-
skipsmálið er víti til varnaðar öllum
þeim, sem hafa talið nýfrjálshyggjuna
eitthvað lausnarorð í íslensku atvinnulífi
og atvinnurekstri.
Málflutningur jafnaðarmanna sór sig í
ætt við gagnrýni Alþýðubandalagsmanna.
Gjaldþrot Hafskips væri „fjörbrot frjáls-
hyggjunnar“, eða eins og Þjóðviljinn orðaði
það: „mesta áfall sem frjálshyggjumenn,
hér boðberar hinnar frjálsu samkeppni
hafa orðið fyrir. Í hinni grimmu frjálsu
samkeppni peningaveldisins gilda lög
frumskógarins.“30
Gæsluvarðhald að ósekju
Líkt og alþjóð er kunnugt varð Hafskips-málið að einu umfangsmesta sakamáli
Íslandssögunnar. Ekki er tóm til að rekja það
mál hér en það var á sólríkum þriðjudags-
morgni eftir hvítasunnu, 0. maí 1986,
þrettán dögum eftir að rannsóknarlögregla
ríkisins fékk málið í hendur, að hún lét til
skarar skríða og hóf handtökur á Hafskips-
mönnum. Það hefur komið mörgum
spánskt fyrir sjónir að Hafskipsmenn
skyldu hnepptir í gæsluvarðhald og aldrei
hafa verið borin fram nein fullnægjandi
rök fyrir því. Ljóst er að mennirnir gátu
ekki komið skjölum undan, því að öll gögn
félagsins voru þegar í vörslu skiptaráðenda.
Ekki verður heldur séð, að bráð hætta hafi
verið á því að þeir samhæfðu framburð
sinn á þessum tíma, því að til þess höfðu
þeir haft næstum hálft ár, ef vilji hefði
9 „Furðuskrif Morgunblaðsins“. Alþýðublaðið, 3. maí
1986.
30 „Frjálshyggjan og Hafskip hf.“. Þjóðviljinn, 5. maí
1986.
verið fyrir hendi. Að mati verjandans
Jóns Steinars Gunnlaugssonar voru engin
efni til að úrskurða Hafskipsmenn til
gæsluvarðhaldsvistar, sem hann lítur á sem
„niðurlægingarblett“ á íslensku réttarkerfi
á 0. öld.31
Þau hörðu viðbrögð rannsóknarlögreglu
að hneppa Hafskipsmenn í gæsluvarðhald
verða ekki skýrð öðruvísi en svo að þeir
sem unnu að rannsókn málsins hafi látið
blaðaskrif og illskeyttar árásir tiltekinna
stjórnmálamanna á Hafskipsmenn hafa
áhrif á athafnir sínar.
Ferðastyrkur til Guðmundar
J. Guðmundssonar
Þann 17. júní 1986 upplýstist það í kjöl-far rannsóknar á fjárreiðum Hafskips, að
Guðmundur J. Guðmundsson, þingmaður
Alþýðubandalagsins, formaður Dagsbrúnar
og Verkamannasambands Íslands, hefði þeg-
ið peningagreiðslur frá Alberti Guðmunds-
syni, en þeir voru góðir vinir.
Greiðslur þessar voru í raun bæði upp-
runnar frá stjórnendum Eimskips og Haf-
skips. Aðdragandi fjárstyrksins var sá að á
fundi Harðar Sigurgestssonar með Ragnari
Kjartanssyni og Björgólfi Guðmundssyni
árið 1983 (þá áttu félögin í sameiginlegum
ferjurekstri) barst það í tal að vinir
Guðmund-ar J. ynnu að fjársöfnun fyrir
hann svo að hann gæti farið utan sér til
hressingar. Ákváðu fulltrúar skipafélaganna
tveggja að skipta með sér kostnaðinum af
utanlandsferðinni en jafnframt var það
fastmælum bundið að láta Guðmund
aldrei fá vitneskju um hverjir gefendur
styrksins væru.3 Alls lögðu skipafélögin
10 þúsund krónur af mörkum til aðstoðar
við Guðmund.
Guðmundur var staddur á ráðstefnu Al-
31 Jón Steinar Gunnlaugsson, viðtal 17. maí 006.
3 „Greiddu ferðakostnaðinn sameiginlega“. Morgunblað-
ið, 19. júní 1986.
4-rett-2006.indd 40 12/10/06 10:09:01 PM