Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 3 Formannspistill fáir hafa markað. Ákveðnum árangri hefur þó verið náð þegar við skoðum kvenmenn í karlastéttum. Þó að mikið sé enn óunnið í þeim efnum fer konum fjölgandi í karllægum stéttum, svo sem verkfræði og tölvunarfræði, og nýjustu tölur sýna að konur eru um 60% háskólanema almennt. Konum fer því fjölgandi í karlastéttum en af tölunum, sem ég setti fram hér að ofan, sjáum við að hið sama gildir ekki um karlmenn í kvennastéttum. Til undirbúnings að jafnréttisstefnunni ákvað undirritaður að kalla saman hóp karlkynshjúkrunarfræðinga og fá að heyra hvað öðrum karlmönnum finnst um námið og starfið. Ég vildi heyra hvað þeir teldu helst koma í veg fyrir að karlmenn velji hjúkrun. Í ljós kom að reynsla þeirra karlkyns­ hjúkrunarfræðinga, sem mættu, var nánast samhljóða minni eigin reynslu og í takt við þær rannsóknir sem ég hef lesið varðandi ástæður þess að karlmenn sæki ekki í hjúkrunarnám eða haldist í starfinu. Ýmsar hindranir voru nefndar sem yrðu á vegi karlmanna á leið í kvennastétt. Fyrst var nefnd hin neikvæða umræða um laun hjúkrunarfræðinga og léleg raunlaun þeirra. Karlmenn horfi til þess hversu mikið þeir muni þéna þegar þeir velja sér starf, líkt og konur gera nú til dags, og hefur það áhrif á starfsval viðkomandi. Launin voru þó ekki aðalþátturinn. Viðhorf samfélagsins hafa mikið að segja. Þegar karlmaður velur kvennastarf líkt og hjúkrun mæta honum gjarnan gamaldags viðhorf og fordómar. „Komstu ekki inn í læknisfræði?“ er spurning sem iðulega kemur í byrjun og gerir fólk þá ráð fyrir að karlmenn velji hjúkrun því þeir treystu sér ekki í annað nám, ef til vill vegna lélegrar námsgetu þeirra. Ef það er ekki ástæðan verð ég að draga þá ályktun að samfélagið telji hjúkrunarnám auðvelt og gefins en því neita ég að trúa. Það veit hver sem vill Það að vera karlmaður í hjúkrun getur verið afar skemmtilegt. Karlkynshjúkrunar­ fræðingar eru ekki á hverju strái og vekja því athygli við störf sín. Eftir þeim er tekið í hjúkrunarsamfélaginu og viðkvæðið í atvinnuleit jákvætt: „Það er svo skemmti­ legt að fá strák.“ En hvernig stendur á því að svo fáir karlmenn velja sér hjúkrun að starfi? Þegar maður skoðar tölur yfir íslenska karlkynshjúkrunarfræðinga kemur í ljós að þeir eru jafnvel sjaldgæfari en ætla mætti. Aðeins rétt tæp 2% hjúkrunarfræðinga eru karlmenn. Framtíðin virðist ekki vera björt í þessum efnum en einungis 1,7% hjúkrunarnema við nám í dag eru karlkyns. Á Norðurlöndunum eru karlmenn á bilinu 7­10% stéttarinnar og í Bandaríkjunum eru þeir 10%. Hvernig stendur á því að við erum svona langt á eftir á Íslandi? Nú er fagsvið FÍH að vinna að jafnréttis­ stefnu. Stefnan gengur út á það að sjá hvar í félaginu megi gera betur hvað varðar jafnrétti en ekki síður að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Vinnan að stefnunni er á byrjunarstigi en ljóst er að verkefnið er ærið og þarft. Stjórnvöld leggja kapp á að útrýma kyn­ bundnu náms­ og starfsvali Íslendinga. Eins og við vitum eru staðalímyndir á Íslandi ansi fastar í sessi og erfitt getur reynst að stíga út fyrir rammann og feta í spor sem vita að sömu kröfur eru gerðir til nýnema í hjúkrunarfræði og öðrum háskólagreinum og komast færri að en vilja. Aðrir karlmenn vega að, í gríni, karl­ mennsku viðkomandi hjúkrunarnema og annar hluti samfélagsins dregur þá ályktun að karlmenn, sem velja hjúkrun, séu samkynhneigðir. Það eru hins vegar ekki einungis viðhorf samfélagsins sem eru erfið viðureignar. Það eru líka viðhorf stéttarinnar sjálfar. Oft og tíðum virðast karlmenn í hjúkrun finna fyrir fordómum frá öðrum hjúkrunarfræðingum. Þeir séu litnir horn auga, þurfi í sífellu að sanna sig og séu aðallega gagnlegir til verka sem krefjast áreynslu, svo sem að lyfta sjúklingum. Fái karlmaður stöðu innan hjúkrunar líkt og deildar stjórastöðu þá er gert ráð fyrir því að ástæðan fyrir valinu sé kynferði hans en ekki hæfni, þekking og reynsla viðkomandi hjúkrunarfræðings. Í náminu sjálfur eru einnig hindranir. Setningar eins og „góðan daginn, stúlkur“ og „eruð þið allar búnar að ná þessu?“ hljóma daglega og geta skilið eftir sig tilfinningu um að vera óvelkominn í þennan reynslu­ og þekkingarheim kvenna. Við verðum öll, sem stétt, að íhuga hvert við viljum stefna. Hjúkrun á jafnt við karla sem konur og ættum við að stefna að því að fjölga karlmönnum í faginu. Vinnustaðurinn verður skemmtilegri þegar bæði kynin eru til staðar og mismunandi sýn fæst á ýmis verkefni og vandamál en það leiðir oft til farsælla lausna. Fyrirmyndir skortir fyrir karlkynshjúkrunar­ fræðinga. Við þurfum að laga það. Við getum hins vegar, hvert og eitt, verið fyrirmyndir fyrir ungt fólk þegar við tölum um hjúkrun. Breytingin byrjar hjá okkur sjálfum. Bendum á að hjúkrun er kostur með fjölbreytta möguleika og ótal tækifæri þegar kemur að starfsvali, kostur sem hentar bæði körlum og konum. Brjótum upp staðalímynd hjúkrunarfræðingsins. BRJÓTUM UPP STAÐALÍMYND HJÚKRUNARFRÆÐINGSINS Ólafur Guðbjörn Skúlason. Opið virka daga kl. 9 -18 • og á laugardögum kl. 11 - 15 • Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is SÉ R H AN NA ÐI R BR JÓ ST AH ALD ARA R SUNDFATNAÐUR GERVIBRJÓST Bjóðum persónulega þjónustu fyrir konur sem hafa misst brjóst • Fjölbreytt úrval af gervibrjóstum, brjóstahöldurum og sundfatnaði • Vörur frá Anita, Amoena og Trulife • Ráðgjöf hjúkrunarfræðings við val á gervibrjóstum og tengdum vörum • Ráðgjöf sjúkraþjálfara við val á þrýstingsermum vegna bjúgs á handleggjum Tímapantanir í síma 569 3100 Bjóðum sundboli í yfirstærðum – allt að stærð 60. Bjóðum einnig úrval Anita Active íþróttabrjóstahaldara fyrir allar konur. Skálastærðir A-H.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.