Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 37 það gengur erfiðlega með líffæri eins og hjarta, nýru og lifur þar sem lífeðlisfræðin er aðalatriði starfseminnar. Spurningin er hversu langt mannfólkið vill fara í þessa tæknivæddu átt. Teikn eru á lofti um að hinn vestræni heimur sé að snúa sér í ríkara mæli að öðrum leiðum en tæknivæddum „viðgerðum“ til að viðhalda heilbrigði. Forvarnar starf og fræðsla um heilbrigða lífshætti hefur verið til umræðu í þjóð­ félaginu síðustu ár. Í æ ríkara mæli sækist fólk eftir öðrum meðferðarleiðum við kvillum sínum en hinu hefðbundnu læknis vísindum. Hreyfing, slökun, matar ­ æði, nudd og stungur að hætti til dæmis Kínverja og Indverja er notað sem með­ ferð. Heilbrigðisstéttir verða að taka tillit til þessara þarfa, kynna sér vel og jafnvel rannsaka aðferðir þessar og taka afstöðu án fordóma. Það er krafa þjóðfélagsins. Snúum okkur þá að hjúkrunarstarfinu, þ.e. þjónustunni sem við veitum. Hjúkrun er þjónusta sem veitt er sem hluti af heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er stórt fyrirtæki sem skiptist í mörg minni fyrirtæki. Ávallt verður að hlusta á viðskiptavinina. Hver er þörfin fyrir þjónustu, hver getur best veitt þessa þjónustu með sem minnstum tilkostnaði, þ.e. framleiðni og gæði þjónustunnar? Þetta er raunveruleikinn í dag. Þess er krafist að hjúkrunarstéttin hafi á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem átti sig á þörfum þjóðfélagsþegnanna og komi til móts við þær. Hver er staða okkar gagnvart þjóðfélagsþegnunum, það er að segja almenningi, í dag? Því miður er fólk ekki sammála um ágæti hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga. Hvers vegna ekki? Það má rekja orsakir þessa bæði til félagsþroska stéttarinnar, starfa hjúkrunarfræðinga og menntunar. Í almennri hjúkrun verðum við að færast nær skjólstæðingi hjúkrunar. Fjölgun í stéttinni mun vonandi leysa þetta mál að hluta en þó ekki algjörlega. Hugmynda fræði okkar segir að mæta eigi einstaklingnum heildrænt. Því miður hafa margir hjúkrunarfræðingar, í allri tækni væðingunni, snúið sér frá grund­ vallaratriðum hjúkrunar, þ.e. að sinna grunn þörfum skjólstæðinga okkar. Dæmi: Hreyfing er ein af grunnþörfum mannsins. Hjúkrunarfræðingar sáu um að þörf einstaklingsins fyrir hreyfingu væri sinnt og báru ábyrgð á þessum þætti fyrir tíð sjúkraþjálfara. Nú heyrist meðal hjúkrunarfólks að sjúkraþjálfarinn komi og sjái um gönguæfingarnar, að hreyfa sjúklinginn eftir stórar aðgerðir og fleira slíkt. Beðið er eftir sjúkraþjálfara til þess að sinna þessum hjúkrunarverkefnum og falla þau jafnvel niður ef sjúkraþjálfari lætur ekki sjá sig. Annað dæmi er næring. Eftir 25 ár er ekki vafi á því að heilbrigðisstarfsfólk lítur til baka með vissum hryllingi til dagsins í dag varðandi næringu skjólstæðinga okkar. Hvers vegna? Jú, við gefum skjólstæðingum okkar ekki nóga næringu oft og tíðum. Við undir­nærum fólk sem liggur á sjúkrahúsum og hefur margfalda næringarþörf miðað við heilbrigt ástand. Skjólstæðingar okkar eru vannærðir. Þetta hafa rannsóknir sýnt fram á hér á landi. Ég dreg kannski upp of dökka og einlita mynd af ástandinu hér, en meðan örlar á þessum vinnubrögðum stéttarinnar þá fáum við ekki umbeðna virðingu annarra. Heimahjúkrun og heimahlynning eru sér­ verk efni hjúkrunarfræðinga sem eru í örum vexti og í höndum hæfra einstaklinga. Á þessu sviði eiga hjúkrunar fræðingar eftir að öðlast traust og virðingu ef þeir halda áfram á sömu braut. Með aukinni sérhæfingu, sem ég tel óumflýjanlega, verðum við að efla samskipti milli sérgreina hjúkrunar. Faggreinin sem slík býr yfir það mikilli og víðtækri þekkingu að einum manni eða konu er ekki fært að taka við því öllu saman. Nauðsynlegt er því að efla ráðgjöf á milli hjúkrunarfræðinga í mismunandi greinum hjúkrunar og nýta sérfræðiþekkingu fyrir sem flesta. Er þetta gert með góðu tjáskiptaferli. Leiðir það okkur beint að skráningu sem þætti hjúkrunarstarfs. Í dag eru þau áhöld, sem við notum við skráningu, blað og penni. Hvað er langt þar til að hjúkrunarfræðingar hafa sér við hlið lítið tölvuborð og skrá jafnóðum athuganir og meðferð? Það eru ekki mörg ár þar til upplýsingar verða færðar inn á tölvur. Í heimahjúkrun, þar sem tölvur eru tengdar með síma við stjórnstöð. En skráning í slíku formi verður raunveruleiki í nánustu framtíð. Hjúkrunarfræðingar verða að létta sér störfin með þessari nýju tækni. Það skipulag, sem notað er í dag, köllum við hjúkrunarferli. Hjúkrunarferlið er ekkert annað en skipulögð skráning og markviss vinnubrögð. Hjúkrunarferlið á eftir að þróast, jafnvel breyta um nafn, en grunnhugmyndin verður áfram sú sama. Með notkun hjúkrunarferlisins tryggjum við samfelldni í hjúkrunarþjónustu okkar. Skjólstæðingar okkar eru og munu verða betur upplýstir en áður. Við og aðrir sem þiggjum þjónustu heilbrigðiskerfisins krefjumst þess að fá að fylgjast með gæðum þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Heilbrigðisstarfsfólk mun ekki geta afsakað misgjörðir sínar. „Viðskiptavinirnir“ munu leita réttar síns fyrir dómstólum. Við munum svara fyrir gjörðir (misgjörðir) okkar fyrir rétti. Þar er skráningin það eina sem tekið er gilt. Markviss, nákvæm skráning er eitt af lífsspursmálum stéttarinnar. Samstarf heilbrigðisstétta er viðkvæmt mál. Skörun starfssviða er eðlilega mikil þar sem allar stéttir, að sögn þeirra sjálfra, líta heildrænt á skjólstæðinginn og veita þjónustu samkvæmt því. Hvað sem líður faglegri uppbyggingu, hugmyndafræði hjúkrunar og fleira þá er farið fram á í nútímaþjóðfélagi að hver og einn einstaklingur eða fagstétt sanni gildi sitt fyrir þjóðfélagið. Ég tel að í dag séum við eitt og eitt, hér og þar að veita mjög góða og frambærilega þjónustu en sem heild, eða afl sem tekið er mark á í þjóðfélaginu, sé málum ekki þannig farið. Við höfum barmað okkur mjög, sagst ekki ráða við verkefnin. Við erum að missa tiltrú þjóðfélagsins á ágæti okkar. Við efumst ekki sjálf og er það gott því við vitum hvers við erum megnug. Við verðum bara að sýna það með ábyrgum ákvörðunum og verkum. Einnig verðum við að horfast í augu við það að samstarfsstéttir okkar nota hvert tækifæri til að koma sínu að meðan við erum að hugsa okkar mál. Aðgerðaleysi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.