Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201440 Þegar ég les grein eða erindi um framtíðarsýn, sem ég flutti árið 1988, og er beðin um að meta hvort það sem þar er sett fram hafi orðið í einhverjum takt við raunveruleikann, þá er fyrsta hugsunin – ég man ekkert eftir þessu! En ég þekki skoðanir og viðhorf sem sett voru fram. 25 ÁRUM SEINNA 1988 Á þessum tíma var gerjun mikil innan hjúkrunar. Tvö félög hjúkrunarfræðinga störfuðu og samvinna þeirra oft og tíðum stirð. Nýir hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun komu heim á hverju ári. Nýlega hafði verið stofnaður Háskóli á Akureyri þar sem kennd var hjúkrunarfræði í óþökk margra við námsbraut í hjúkrunar­ fræði og ýmissa deilda við Háskóla Íslands. Það voru margir fundir, mörg erindi flutt og þetta var eitt af þeim. Nú þegar ég les erindið yfir leita ég sérstaklega eftir þáttum sem snúa að hugmyndafræði starfa hjúkrunarfræðinga, samstarfi heilbrigðisstétta, menntun hjúkrunarfræðinga, stéttarvitund og stöðu hjúkrunar í samfélaginu. Það er greinilega beinskeytt ung kona sem talar um framtíð hjúkrunar út frá stöðunni sem var á þessum tíma. Hvað af hennar sýn hefur staðist, hvað hefur breyst til batnaðar og hvar þurfum við að berja járnið áfram? Hjúkrunarþjónusta Eins og fram kemur í erindinu lagði ég á þessum tíma áherslu á að hjúkrun væri Margrét Tómasdóttir, margt@landspitali.is Margrét Tómasdóttir þjónusta við einstaklinga. Þá var hugtakið „þjónusta“ ekki í tísku í hjúkrun. Sjálf stæði fræðigreinarinnar var áherslu atriði og þvældist orðið þjónusta fyrir rannsóknum og vísindum. Í dag er talað um sjúklinga­ miðaða þjónustu (patient centered care). Í erindinu er komið inn á þá hugmynda­ fræði þegar til dæmis rætt er um að „skjólstæðingar“ okkar muni verða betur upplýstir en áður. Í þá daga var metið af heilbrigðisstarfsfólki (læknum) hvað væri gott fyrir sjúklinginn að vita um hans greiningu, meðferð og þá sérstaklega batahorfur. Orðræðan og viðhorfin hafa sem betur fer breyst, við tölum um einstaklinga og fjölskyldur þeirra þó að orðið sjúklingur sé lögbundið. Samstarf sjúklings og teymis heilbrigðisstarfsfólks, sem tryggir samfellda þjónustu, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar sjúklingnum og nánustu aðstandendum, er grunnhugsun í sjúklingamiðaðri þjónustu. Enn erum við ekki komin alla leið í því samstarfi en mun lengra en fyrir 25 árum. Ég hlakka til þess dags þegar litið er á sjúkra skrá sjúklings sem vinnugagn þar sem sjúklingur og aðstandendur hans hafa fullan aðgang að færslum meðferðaraðila og færa einnig inn sínar upplýsingar og athugasemdir. Þetta er nær okkur í tíma en við höldum. Víða í erindinu kom ég inn á breytta þjónustu, og spáði til dæmis fyrir um aukna áherslu á forvarnarstarf, heilbrigða lífshætti og að fólk sæktist eftir öðrum meðferðarleiðum við kvillum sínum en hinni hefðbundu leið nútímalæknisfræði. Nefndi ég hreyfingu, slökun, mataræði, nudd og stungur að hætti Kínverja sem dæmi. Enn er talað um nudd sem óhefðbundna aðferð, þó að fjöldi fólks viðhaldi heilbrigði sínu með að fara í nudd. Öfgar á sviði óhefðbundinnar meðferðar skemma fyrir því hóflega og skynsama sem verður til þess að

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.