Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201438 dugir ekki lengur. Tökum sem dæmi sam­ starf okkar við sjúkraliða, þá stétt sem ég kalla aukahendur hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki sinnt þörfum þessa hóps, sem heild ekki skipt sér af menntun sjúkraliða og vita jafnvel ekki hvað sjúkraliðar læra í sínum skóla. Sama er að segja um sjúkraliða því þeir vita oft og tíðum, líklegast í flestum tilfellum, ekki hvað hjúkrunarstarfið er viðamikið og víðfemt því við kynnum þeim aðeins hluta af okkar starfi og námi. Finnst okkur nokkur furða þó komi upp mis skilningur! Það er ljóst að báðar stéttir verða að kynna sín sjónarmið, það þarf að koma á mark vissum tjáskiptum og upp lýsingaflæði á milli þessara hópa. Verkefni okkar næstu misseri er að koma til skila hugmyndum okkar og benda á verkefni sem hjúkrunarfræðingar eru einir færir um að sinna vegna menntunar sinnar. Við verðum að vera þar sem áhrifamiklar ákvarðanir eru teknar. Okkar sjónarmið verða að komast að. Þá veit ég að ákvarðanataka stjórnenda og stjórnmálamanna miðast við óskir hjúkrunarfræðingar því með því eru gæði heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar tryggð fyrir skjólstæðinga okkar. Sný ég mér þá að menntunarmálum hjúkrunarstéttarinnar. Í gær voru fleiri en einn framsögumaður hér á ráðstefnunni sem talaði um að „hjúkrunarfræðingar mættu ekki mennta sig frá starfinu“ svo notuð sé orð heilbrigðisráðherra Guðmundar Bjarnasonar. Hvers vegna er fólk að nefna þetta, er virkilega ástæða til þess? Að mínu mati – já – því miður. Eftir að Hjúkrunarskóli Íslands hætti starfsemi sinni hefur meirihluti hjúkrunarstéttarinnar, þ.e. 2139 félagar í Hjúkrunarfélagi Íslands, á móti 360 félögum í Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, ekki verið í beinum tengslum við nám stéttarinnar. HFÍ barðist réttilega fyrir háskólamenntun í hjúkrunarfræði en hefur lítil áhrif haft á þróun grunnmenntunar stéttar innar síðan. Boðleiðin hefur verið einstefna frá Háskóla Íslands. Námsbraut í hjúkrunarfræði er að verða, ef hún er ekki orðin það nú þegar, eyðieyja í hjúkrunarstéttinni. Jafnvel önnur mennta­ stofnun í hjúkrunarfræði, Háskólinn á Akureyri, á erfitt með að komast nálægt hjúkrunarhluta náms þeirra. Ef óskað er get ég nefnt dæmi síðar. Hverju er um að kenna að menntunarleiðin er ekki í sem bestum tengslum við hjúkrunarstéttina? Að mínu mati bæði áhugaleysi og aðgerðaleysi Háskóla Íslands og þá einnig aðgerðaleysi og grandvaraleysi Hjúkrunarfélags Íslands. Margir hafa lokið BS­gráðu, enn fleiri hafa snúið frá. Sérleið, þ.e. sérskipulagt nám fyrir hjúkrunarfræðinga til BS­gráðu, hlýtur að vera almenn krafa hjúkrunarfræðinga. Er það verkefni sem HFÍ verður að fara fram á við HÍ að taka að sér. Þörfin fyrir slíkt nám er fyrir hendi. Og ekki orð um að þetta sé ekki hægt vegna skorts á fólki. Það var fengin utanaðkomandi aðstoð þegar námsbraut í hjúkrunarfræði fór af stað og einnig þegar Háskólinn á Akureyri hóf starfsemi sína og sú leið er þá einnig fær í þessu tilfelli. Þetta er spurning um vilja og skipulag. Hjúkrunarfélag Íslands ber mikla ábyrgð í þessu máli. Hvernig stendur á því að námsbraut í hjúkrunarfræði hefur verið látin komast upp með að sinna ekki hjúkrunarfræðingum, sem í BS­nám fara, á markvissan, viðunandi hátt? Nú verður hópþrýstingur félagsmanna að koma til. Ég vil taka fram að grunnnám í HÍ er fræðilega gott nám en það gerir ekki gagn í þeim bráðavanda sem þjóðfélagið er í varðandi þörf fyrir hjúkrunarþjónustu og hjúkrunarfræðinga. Hér á Akureyri er nýstofnaður háskóli, Háskólinn á Akureyri, þar sem ein deilda hans er heilbrigðisdeild. Fyrsta námsbraut þeirrar deildar er hjúkrunarfræði. Ég vona að okkur takist að tengja vísindin við starfið þar sem hjúkrunarfræðingum er kennt að starfa samkvæmt hugmyndafræði hjúkrunar, byggja starf sitt á rannsóknum í hjúkrun og þörf einstaklinga, fjölskyldna og þjóðfélagsins í heild fyrir sérhæfða þjónustu okkar. Hjúkrunarfræðingar á Akureyri sýna þessum málum mikinn áhuga. Hvort farið verður fyrr af stað með sérhannað grunn nám fyrir hjúkrunarfræðinga eða framhaldsmenntun, sí­ og endur menntun er mál sem Háskólinn og hjúkrunar fræðingar hér verða að ræða. Ég efa ekki að gott samstarf eigi eftir að verða um þessa hluti. Efni í annað erindi er hvernig hjúkrunar­ kennsla muni breytast í framtíðinni. Það er ljóst að tölvunotkun við kennslu, þar sem nemendur læra eftir leiðbeiningum tölvu, mun kollvarpa öllu hefðbundnu skólastarfi þar sem öll áhersla hefur verið lögð á fyrirlestrahald og verklegar æfingar. Miklar framfarir eru nú á þessu sviði og má vænta að fljótlega verði aðgengilegt fyrir menntastofnanir að taka upp þessa nýju kennsluaðferð. Þar sem mikil þróun á sér stað í okkar fræðigrein og þeim grunngreinum sem kenndar eru í hjúkrunarfræðinámi er ljóst að endurnýjun verður mikil á námsefni næstu árin. Einstakir hlutir, sem hafa verið í námsskrá, verða felldir út og annað sem er nýtt verður sett í staðinn. Er þetta sjálfsögð endurnýjun. Að lokum, hver eru þau verkefni sem verður að takast á við í nútíð og framtíð? • Hjúkrunarfræðingar verða að hlusta á þarfir þjóðfélagsins um þjónustu og bregðast á skynsamlegan hátt við kröfum þess um hjúkrunarþjónustu. • Efla þarf samstarf heilbrigðisstétta. • Hjúkrunarfræðingar verði virkari og taki þátt í ákvörðunartöku sem er stefnumótandi fyrir hjúkrun og heil­ brigðis kerfið í heild sinni. • Hjúkrunarstéttin sem heild verður að vinna sameiginlega að menntunar­ málum sínum. • Félög hjúkrunarfræðinga verða að sameinast. Hjúkrunarfræðingar! Við verðum að snúa bökum saman og vinna skipulega að uppgangi hjúkrunarfræði í þessu landi. Þörfin fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga er og verður alltaf til staðar. Sönnum gildi okkar með góðum og árangursríkum gjörðum. Höfum hugfast að „hver er sinnar gæfu smiður“. Greinin er lítillega stytt og breytt.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.