Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201444 markmiðum rannsóknarinnar. Í þessum hluta rannsóknarinnar voru notaðar spurningar um vinnutengda streitu, streitutengda þætti og það hversu sáttir eða ósáttir hjúkrunardeildarstjórar væru við starfsumhverfi sitt. Vinnutengd streita var metin með tíu spurninga PSS­ streitukvarðanum. Hann felur í sér spurningar um tilfinningar og hugsanir og metur viðhorf þátttakenda til þess hve líf þeirra hefur verið ófyrirsjáanlegt, óviðráðanlegt og yfirþyrmandi síðastliðinn mánuð en þessi þrjú atriði eru talin vera mikilvægur þáttur í eigin skynjun á streitu. Þar sem streitustigið fer eftir líðan síðasta mánaðar getur það breyst fljótt og getur verið annað eftir fjórar til tólf vikur. Hæsta mögulega útkoman úr tíu spurninga listanum er 40 stig (Cohen o.fl., 1983). Eigin skynjun á streitu var mæld með spurningunni „Finnst þér þú vera stressuð?“ Þetta var já eða nei spurning og þeir sem svöruðu henni játandi voru spurðir áfram hvort það væri vegna vinnu, heimilis eða annars. Streitutengdir þættir voru metnir með fimm spurningum: 1. „Upplifir þú streitu í daglegu starfi?“ 2. „Upplifir þú andlegt álag í starfi?“ 3. „Ertu undir miklu tímaálagi í vinnunni?“ og 4. „Ertu andlega úrvinda eftir vinnudaginn?“ Svarmöguleikarnir voru: „mjög sjaldan eða aldrei“, „fremur sjaldan“, „stundum“, „fremur oft“ og „mjög oft eða alltaf“. 5. „Hvað telur þú að geti minnkað vinnutengda streitu?“ Gefnir voru fjórir svarmöguleikar: „að hafa aðstoðardeildarstjóra“, „fullnægjandi mönnun“, „hærri laun“ og „annað“. Þeir sem merktu við annað voru beðnir um að skrifa hvað það væri. Hversu sáttur hjúkrunardeildarstjórinn var við starfsumhverfi sitt var metið með einni spurningu: „Hversu sátt ertu í vinnunni þinni?“ Kvarðinn var frá 1­10 þar sem einn er minnsta sátt og 10 er mesta sátt. Jafnframt voru þátttakendur beðnir um að nefna hvað þeir væru sáttastir og ósáttastir við í starfsumhverfi sínu. Bakgrunnsbreytur í þessari greiningu voru aldur, starfsaldur í stjórnun, hjúskaparstaða, fjöldi stöðugilda í hjúkrun á deild og lengd vinnudags. Framkvæmd Nafnalistar hjúkrunardeildarstjóra fengust í flestum tilvikum á heimasíðum sjúkrahúsanna eða á skrifstofum framkvæmda­ stjóra hjúkrunar. Þangað var einnig leitað eftir staðfestingu á að listar á heimasíðum væru réttir. Beiðni um þátttöku í rannsókninni var send til 138 hjúkrunardeildarstjóra í tölvupósti í gegnum Outcome­kannanakerfið. Í tölvupóstinum var rann­ sóknin kynnt og til að taka þátt þurfti að smella á tengil inn á spurninga listann. Ekki var hægt að rekja svör til einstakra þátt­ takenda í rann sókninni. Könnuninni var lokað þremur vikum eftir fyrstu útsendingu að undan gengnum þremur ítrekunum. Þá höfðu 110 þátt takendur svarað spurningalistanum (81%). Siðfræði Fengið var leyfi fyrir rannsókninni hjá Vísindasiðanefnd (VSN 08­092­S1) og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (nr. S3932/2008). Tölfræðileg úrvinnsla og gagnagreining Við gagnagreiningu var notuð lýsandi tölfræði ásamt viðeigandi marktektarprófum. Stuðst var við SPSS­tölfræðiforritið (útgáfa 21,0) og marktekt miðuð við 95% öryggismörk. Reiknuð voru stig fyrir niðurstöður PSS­streitukvarðans og gátu þátttakendur fengið 0­4 stig fyrir hverja spurningu. Viðmiðunargildið, sem notað er fyrir streitu hjá konum, er 13,7 stig (Cohen og Williamson, 1988). Almenna reglan varðandi kvarðann er: því fleiri stig því meiri streita (Cohen og Williamson, 1988). Innra réttmæti 10 spurninga PSS­kvarðans hefur verið mælt 0,85 samkvæmt alfastuðli (Cohen o.fl., 1983; Cohen o.fl., 1991). Í okkar rannsókn mældist alfagildið 0,843. Fjórar spurningar um streitutengda þætti voru mældar á raðkvarða en ákveðið var að gefa sér að það sé jafnmikið bil á milli svarmöguleika í kvarðanum og á þeirri forsendu voru þessar spurningar meðhöndlaðar eins og um jafnbilabreytu væri að ræða. Pearson­r var notað til að mæla fylgni milli streitu og streituvaldandi þátta sem og milli streitu og þess hve sáttir eða ósáttir hjúkrunardeildarstjórarnir voru. Raðfylgnistuðullinn tau­c og kí­kvaðratpróf voru notuð til að skoða mun á streitu (PSS­ streitukvarðans) og því að finnast maður vera stressaður og þeirra bakgrunnsbreyta sem fjallað er um. Kí­kvaðratpróf var notað til að skoða tengsl milli streitu (PSS­streitukvarðans) og þess að finnast vera haldin streitu. Til að skoða mun milli sáttar við starfsumhverfi sitt og bakgrunnsbreyta var notað t­próf og einbreytudreifigreining (one­way ANOVA) allt eftir því hvort um tvo eða fleiri hópa var að ræða. Til að flokka svörin við opnu spurningunum var notuð innihaldsgreining (e. content analysis) eins og henni er lýst af Neuendorf (2002). NIÐURSTÖÐUR Streita Alls tóku 110 kvenhjúkrunardeildarstjórar (81%) þátt í rann­ sókninni og voru flestir á aldrinum 51­60 ára. Algengasti starfs­ aldurinn í hjúkrun var yfir 20 ár og algengasta starfsreynslan við stjórnun var 11­15 ár. 107 þátttakendur svöruðu öllum tíu spurningum PSS­streitukvarðans og voru stig þeirra á bilinu 1 til 27. Meðalstigafjöldinn var 13,2 stig og algengasta gildið var 12. Niðurstaðan var sú að 48 hjúkrunardeildarstjóranna (45%) voru yfir streituviðmiðum. Ekki kom fram munur á þátttakendum sem voru undir og yfir streituviðmiðunarmörkum eftir þeim bakgrunnsupplýsingum sem til skoðunar voru. Þó mátti sjá að þeir hjúkrunardeildarstjórar, sem voru yfir viðmiðunarmörkum, voru fleiri í hópi þeirra sem voru yngri en 50 ára, höfðu innan við 5 ára starfsaldur í stjórnun, störfuðu á deild með 7­10 stöðugildi í hjúkrun og unnu lengri vinnudag en 8 klukkustundir. (Sjá nánar töflu 1.) Af þessum 40 deildarstjórum (36%), sem fundu fyrir streitu, töldu 90% þeirra aðalástæðuna vera vinnutengda. Marktæk tengsl voru á milli aldurs þátttakenda og þess að þeim fannst þeir vera haldnir streitu (tau­c=0,26; α=0,005) Yngri hjúkrunardeildarstjórar fundu meira fyrir streitu en hinir sem eldri voru. Einnig reyndust marktæk tengsl vera á milli starfsaldurs við stjórnun og þess að finnast þeir vera haldnir streitu (tau­c=0,27; α=0,007). Þeir sem voru með minni

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.