Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 20146 Á flugvellinum í Addis Ababa stendur flugvél frá bandarísku hjálpar­ stofnuninni Orbis. Í vélinni er augnskurðstofa. Flugvélin er stöðugt á ferð um heiminn og kemur reglulega til Eþíópíu og ekki veitir af. Í landinu eru um 1,2 milljónir manna blindar og 2,7 milljónir hafa takmarkaða sjón. Margir þeirra gætu náð góðri sjón með einfaldri aðgerð. AUGNSKURÐSTOFA Á FERÐ OG FLUGI Það er skammt liðið á mánudagsmorgun og þegar orðið heitt á götum Addis Ababa. Á augnsjúkrahúsinu er margmenni því hvíslast hefur út að galdraflugvélin, eins og menn kalla hana, sé komin. Margir hafa mætt í von um að komast í augnaðgerð um borð í DC­10 vélinni. Á meðan hjúkrunarfræðingurinn á staðnum reynir að koma á skipulagi gerir teymið frá Orbis klárt. Þessi bandaríska hjálparstofnun, sem nú heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt, hefur áður komið til Addis Ababa og er í góðum tengslum við sjúkrahúsið á staðnum. Verkefni dagsins ganga því vel en undirbúningurinn getur tekið langan tíma og flókið getur verið að útvega öll nauðsynleg leyfi. Margir sjúklingar eru skoðaðir yfir daginn og að lokum skoða læknarnir þá sem eiga að fara í aðgerð í vikunni. Læknarnir eru sjálfboðaliðar og munu á þrem vikum gera um hundrað aðgerðir og á sama tíma þjálfa þrjátíu staðarlækna. Ung stúlka í augnskoðun hjá starfsfólki Orbis fyrir aðgerð. Í Eþíópíu eru tæpir 100 augnlæknar sem eiga að sinna 75 milljónum íbúa. Á Íslandi eru 32 augnlæknar. Miðað við 100.000 íbúa eru hlutföllin því 0,13 og 10,7. Fabrice Dimier, f.dimier@librearbitre.org

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.