Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201442 ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome­kannanakerfið og svöruðu 110 (81%). Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings­ og skilningsleysi yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð. Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk. Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjórar, konur, vinnutengd streita, lýsandi þversniðsrannsókn. INNGANGUR Hjúkrunardeildarstjórar gegna mikilvægu starfi innan sjúkrahúsanna og mikið veltur á þeim varðandi gæði þjónustunnar sem veitt er (Duffield o.fl., 2011). Starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra hefur breyst hin síðari ár og auknar kröfur eru gerðar til þeirra meðal annars um aðhaldssamar Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri VINNUTENGD STREITA OG STARFSUMHVERFI ÍSLENSKRA HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRA ENGLISH SUMMARY Agnarsdottir, Th., Halldorsdottir, S., Skuladottir, H. and Sigursteinsdottir, H. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2014), 90 (1), 42-48 WORK-RELATED STRESS AND WORK ENVIRONMENT OF ICELANDIC FEMALE HEAD NURSES Background and purpose. Head nurses work under great pressure and can therefore experience work­related stress. The purpose of this investigation was, firstly, to study whether head­nurses in Iceland have symptoms of work­related stress, secondly, what the underlying factors are and thirdly, what factors contribute to their contentment or discontentment with their work­environment. The method was descriptive cross­sectional. The population was all head nurses in all hospitals in Iceland. The four male head nurses were not included. A questionnaire was sent through Outcome web­ survey to 136 female head nurses of which 110 participated (81%). Results showed that 45% of the head nurses were over the stress benchmark on the The Perceived Stress Scale (PSS). Being a young head­nurse, having short administrative experience as well as long working hours were risk factors to exceed the stress limits. Nearly one­third of the head nurses (28%) were over the stress benchmark without realizing or acknowledging it. There was a strong positive relationship between work­related stress and being mentally exhausted at the end of the workday. What the head nurses felt were the most important factors in decreasing work­related stress was adequate number of personnel and having an assistant head nurse. They also mentioned support, decreased number and scope of tasks, and more accurate job description. The head nurses were content with many aspects of their jobs, such as good co­workers, work atmosphere, satisfying communication and found their work versatile, enjoyable and rewarding. They were discontent with lack of staff, time pressure, lack of support from superiors, lack of funds and constant requests to cut down costs as well as being paid low salaries compared to great responsibility. Conclusions: Being a head­nurse is stressful as can be seen by the fact that almost half of the head­nurses were over the stress benchmark and almost one third of the head nurses were over the stress benchmark without realizing it. The main risk­factors of work­ related stress are: being young, short administrative experience, and long working­hours. Despite all, the head­nurses were content with many factors in their work­environment such as good co­workers. Keywords: Head nurses, women, work­related stress, work­ environment, cross­sectional research. Correspondance: thoreya@hne.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.