Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 23 árum seinna frá sinni reynslu. Hann sagðist ekki hafa fengið neina sálræna aðstoð en bók, sem hjúkrunarfræðingur gaf honum, kom honum yfir versta tímann. Nurse’s Voices er ekki auðlesin bók. Hörmungarsögurnar eru svo margar og átakanlegar. Sem betur fer er í miðri bók einn kafli með skemmtisögum. Einn heilsugæsluhjúkrunarfræðingur segir frá því þegar hann var stöðvaður af breska hernum og beðinn um að opna skottið á bílnum sínum. Honum brá og gat varla talað af hræðslu en gat komið út úr sér að í skottinu væri „líkami“. Hermennirnir brugðust ókvæða við og gerðu vopn sín tilbúin. En í ljós kom að í skottinu var endurlífgunardúkka. Það má gagnrýna bókina fyrir að segja lítið sem ekkert um hvað átökin snérust. Ungir hjúkrunarfræðingar, í Bretlandi sem annars staðar, hafa líklega takmarkaða þekkingu á sögu Norður­ Írlands. Stutt upprifjun hefði verið góð en hugsanlega er erfitt að skrifa slíkt án þess að taka afstöðu. Það er einmitt það sem höfundar bókarinnar reyna eftir megni að gera ekki. Bókin er samt gott innlegg í sögu hjúkrunar í styrjöldum og átökum. Nefna má að á þessu ári eru 100 ár liðin síðan fyrri heimsstyrjöldin hófst og mun breska hjúkrunarfélagið af því tilefni heiðra sérstaklega minningu stríðshjúkrunarfræðinga. Nurses’ voices from the Northern Ireland troubles. Höfundar: Margaret Graham og Jean Orr (ritstj.). Útgefandi: RCN Publishing Company, Harrow­on­the­Hill. Útgáfuár: 2013. ISBN: 978­0­9574308­7­7. Bókin er 201 bls. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða á meistarastigi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Athygli er vakin á því að annað hvert ár verður í boði klínísk sérhæfing til meistaragráðu á tveimur kjörsviðum: Hjúkrun langveikra og eldri borgara ásamt heimahjúkrun og hjúkrun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi. Að auki er fyrirhugað að fara af stað með meistaranám í barnahjúkrun haustið 2014 ef nægur fjöldi nemenda fæst og aftur haustið 2017. Nám í geðhjúkrun er áætlað að hefjist haustið 2015 og aftur haustið 2018. Unnt er að sækja um ljósmóðurfræði og rannsóknanám á meistarastigi árlega sem og doktorsnám. Nú stendur yfir viðbótardiplómanám í skurðhjúkrun (3 misseri) og svæfingarhjúkrun (4 misseri) en það verður næst í boði haustið 2016. Þverfræðilegt diplómanám í kynfræði (3 misseri) er ávallt í boði. Verið er að kanna möguleika á diplómanámi í heilsugæsluhjúkrun og öldrunarhjúkrun. Tekið er árlega inn í ljósmóðurfræði til kandídatsprófs. Nemendur í hverri námsleið geta nýtt sér námskeið sem eru í boði hverju sinni Skörp skil tákna upphaf kjörsviðs/námsleiðar, þ.e. þar er ekki tekið inn á hverju ári Fimm ára áætlun framhaldsnáms í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor Námsleiðir/kjörsvið 2013-2014 2014-2015 2015-2016 2016-2017 2017-2018 2018-2019 Meistaranám Hjúkrun langveikra, eldri borgara, heimahjúkrun Hjúkrun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi Barnahjúkrun Geðhjúkrun Ljósmóðurfræði Viðbótardiplóma Diplóma í heilsugæsluhjúkrun Diplóma í öldrunarhjúkrun Diplóma í skurðhjúkrun Diplóma í svæfingahjúkrun Diplóma í kynfræði Ljósmóðurfræði (kandídatspróf) Tekið inn vor og haust, námið tekur 3 annir Tekið inn á hverju hausti, námið tekur 2 ár Nám og námsleiðir í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands næstu fimm árin Umsóknarfrestur um nám í hjúkrunarfræðideild er til 15. apríl 2014. Sjá nánar á heimasíðu deildarinnar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.