Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201426 Rannsóknir sýna að vinnufatnaður heilbrigðis­ starfsmanna mengast fljótt af örverum við daglega vinnu á sjúkrastofnun. Algengustu örverurnar, sem finnast á vinnufatnaðinum, eru húðbakteríur af starfsmanninum sjálfum en bakteríur af sjúklingum, til dæmis ónæmar bakteríur eins og metisillín­ónæmar Staphylococcus aureus og vankómýsín­ ónæmar enterococcus­bakteríur, finnast einnig á vinnufatnaðinum. Hlífðarsloppur eða svunta ver vinnufötin gegn örverumengun frá sjúklingum og úr umhverfi en þeir mengast mikið þegar sjúklingum er sinnt. VINNUFATNAÐUR OG HLÍFÐARSLOPPAR Á sjúkrahúsum finnast margar upp­ sprettur ýmissa örvera, eins og mengað umhverfi, heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar. Þessar örverur geta leitt til sýkinga hjá móttækilegum einstaklingum og haft alvarlegar afleiðingar, auk þess að vera dýrar fyrir samfélagið. Sjúklingar á sjúkrahúsum eru oft móttækilegri fyrir sýkingum en heilbrigðir einstaklingar og meiri hætta að þeir verði smitberar og dreifi örverum í langan tíma, bæði næmum og ónæmum (Tammelin o.fl., 2007). Sýnt hefur verið fram á að ýmsar örverur geta lifað í langan tíma í umhverfi sjúkrahúsa og ýmsu líni, þar með talið líni sem er notað í vinnufatnað, hvíta sloppa og millitjöld (Neely og Maley, 2000; Neely og Orloff, 2001). Á áttunda áratug síðustu aldar sýndi Hambraeus (1973) Ásdís Elfarsdóttir Jelle, asdiself@landspitali.is fram á að S. aureus flyst milli herbergja með vinnufatnaði heilbrigðisstarfsmanns. Handhreinsun heilbrigðisstarfsmanna hefur mikið verið rannsökuð og Pittet (2000) greinir frá því að fylgni heilbrigðis­ starfsmanna við hand hreinsunar­ leiðbeiningar er um 50% á sjúkrahúsi í Sviss. Í handhreinsiverkefni Alþjóða­ heil brigðis málastofnunarinnar (WHO) „Clean care is safer care“ kemur í ljós að heilbrigðisstarfsmenn hreinsa hendur sínar í um 40% tilvika fyrir innleiðingu verkefnisins (World Health Organization, 2009) og svipaðar niðurstöður sjást á Landspítalanum. Heilbrigðisstarfsmenn geta auðveldlega dreift örverum milli sjúklinga með menguðum höndum og mengaður vinnufatnaður getur viðhaldið mengun á höndum starfsmanna. Í mörgum löndum eru í gildi leiðbeiningar frá opinberum aðilum um vinnufatnað og skart á höndum starfsmanna sem sinna sjúklingum. Árið 2007 komu leiðbeiningar um vinnufatnað og skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna í Englandi. Í þeim kemur fram að heilbrigðisstarfsmenn, sem sinna sjúklingum, skuli klæðast vinnufatnaði með stuttum ermum, forðast hálsbindi og vinnusloppa með löngum ermum og skipta um föt við upphaf og lok vinnudags á vinnustað sínum. Auk þess mega þeir ekki vera með úr eða skart á höndum. Þessar leiðbeiningar voru uppfærðar árið 2010 (Department of Health, 2010). Svipaðar leiðbeiningar hafa einnig verið birtar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku varðandi stuttermavinnufatnað, bann við úrum eða skarti á höndum og að neglur skuli vera stuttar hjá þeim starfs­ mönnum sem sinna sjúklingum eða eiga í samskiptum við þá. Auk þess er Rannsóknir hafa sýnt að svunta minnkar örverumengun vinnufatnaðarins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.