Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201418 á landi en árið 2010 veitti vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Önnu Björgu Aradóttur, sviðstjóra eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis, styrk til að gera rannsókn á öryggi sjúklinga og tíðni óvæntra skaða á LSH og FSA. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um efnið með þátttöku Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Niður stöður rannsóknarinnar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Nýlega var sagt frá því að í Svíþjóð hefðu 10 íbúar á öldrunarheimili látist og 31 orðið fyrir skaða 2013 samkvæmt tilkynningum til eftirlitsaðila. Samtals var 231 tilfelli kært frá 121 sveitarfélagi en 169 sveitarfélög skiluðu ekki einni einustu atvikaskýrslu á árinu. Meðal annars fjölluðu tilkynningarnar um tilfelli þar sem íbúum voru gefin svefnlyf svo starfsfólkið gæti sofið á vaktinni, íbúar gleymdust á klósetti eða eftirlit brást þannig að íbúar gátu ráfað út af heimilinu. Næturstarfsfólk kom oft fyrir í þessum kærum. Einn íbúi lést eftir að matur festist í hálsi en hann átti að fá maukfæði. Einnig eru dæmi um illa meðferð og að starfsfólk hafi niður lægt íbúa eða mætt til vinnu undir áhrifum áfengis. Þessi atvik voru tilkynnt samkvæmt „lex Sarah“ en það er nafnið á grein í sænskum lögum um velferðarþjónustu. Þar er kveðið á um að stofnunum innan velferðarþjónustu beri skylda til þess að greina frá alvarlegum atvikum. Samsvarandi grein í lögum um öryggi sjúklinga og skyldur heilbrigðisstofnana heitir „lex Maria“ en hún er talsvert eldri. Nafnið er vísun í tilfelli sem kom upp á Maria­sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1936 þar sem fjórir sjúklingar létust eftir að hafa fengið sótthreinsunarefni í æð í stað deyfingar. Opinbert eftirlit Það má velta því fyrir sér hvort slík van­ ræksla eða sams konar aðstæður geti komið upp hér á landi, á sjúkrahúsum eða öldrunarstofnunum. Til eru lög í landinu sem eiga að tryggja ákveðið eftirlit með heil brigðisstofnunum og upplýsinga­ skyldu og skráningu óvæntra atvika. Í lögum frá 2007 um heilbrigðisþjónustu og landlækni er kveðið á um eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Þar segir að landlæknir skuli hafa reglubundið eftirlit með því að heilbrigðisþjónusta, sem veitt er hér á landi, uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma. Telji landlæknir að heilbrigðisþjónusta uppfylli ekki þessi skilyrði skal hann beina tilmælum um úrbætur til rekstraraðila. Verði rekstaraðili ekki við þeim tilmælum getur ráðherra stöðvað reksturinn tímabundið þar til bætt hefur verið úr þeim atriðum sem ekki standast kröfur. Enn fremur skal ráðherra, í reglugerð, kveða á um faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu á einstökum sviðum. Í henni skal meðal annars fjalla um lágmarkskröfur um mönnun, húsnæði, aðstöðu, tæki og búnað til reksturs heilbrigðisþjónustu. Þar kemur fram að þegar veitt er heilbrigðisþjónusta af tiltekinni tegund skal þess gætt að einungis heilbrigðisstarfsmenn, sem hafa til þess starfsleyfi, veiti þjónustuna. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna skal taka mið af umfangi og eðli þjónustunnar og aðstæðum hverju sinni. Auk ofangreindra laga og reglugerðar, sem eiga að tryggja öryggi sjúklinga, er ákvæði í lögum um heilbrigðisstarfsmenn frá 2012 en í kafla um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna er kveðið á um faglegar kröfur og ábyrgð þeirra. Þar segir meðal annars að heilbrigðisstarfsmanni beri að þekkja skyldur sínar og siðareglur, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og kynna sér lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðis­ þjónustu á hverjum tíma. Samkvæmt siðareglum hjúkrunar­ fræðinga á hjúkrunarfræðingur umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar. Þar segir einnig að hjúkrunarfræðingur skuli vekja athygli á því ef ráðstafanir stjórn valda og annarra stjórnenda ganga gegn hagsmunum skjólstæðings. Ef heil brigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfs­ fólks ber hjúkrunar fræðingi að tilkynna það viðeigandi aðilum. Þar sem hjúkrunarfræðingar bera laga­ legar, faglegar og siðfræðilegar skyldur gagnvart sjúklingum sínum ber þeim að láta vita ef þeim finnst sjúklingi ógnað á einn eða annan hátt. Með ofangreindum lögum, reglugerð og siðareglum hjúkrunarfræðinga skyldi maður ætla að öryggi sjúklinga væri tryggt. En er það svo? Áhrif niðurskurðar á öryggi sjúklinga Undanfarin misseri höfum við orðið vitni að miklum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og enn er verið að skera niður, nú síðast hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Er það, að því er virðist, þvert á stefnu heilbrigðisráðherra um eflingu heilsugæslunnar og þjónustustýringu þar sem áhersla er lögð á að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður innan heilbrigðis­ þjónustunnar. Starfsfólk Land spítala hefur ítrekað vakið athygli á skertri þjónustu við sjúklinga, lélegum tækjabúnaði og aðstæðum sem ekki uppfylla þær faglegu gæðakröfur sem gerðar eru til heilbrigðis­ þjónustunnar. Fréttir af niðurskurði á hjúkrunarheimilum, sem bitnar beint á íbúum þeirra, hafa verið tíðar undanfarið. Á Sólvangi sagði hjúkrunardeildarstjóri starfi sínu lausu þar sem henni fannst hún ekki geta starfað lengur við þær aðstæður sem íbúum og starfsfólki er boðið upp á. Þá hafa bæði hjúkrunarforstjóri og forstjóri Sólvangs stigið fram og bent á að þeim hafi verið skylt að skera niður þvert á mat og ráðleggingar landlæknisembættisins eftir úttekt þess eftir niðurskurð sem átti sér stað árið 2011. Niðurskurðurinn hefur haft bein og mælanleg áhrif á heimilisfólkið. Það er ekki eins öruggt og áður og tölur sýna að byltum hefur fjölgað, fjötra þarf oftar fólk niður svo það fari sér ekki á voða og suma daga þarf Samkvæmt siðareglum hjúkrunar fræðinga á hjúkrunarfræðingur umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.