Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 5 Í blaðinu er grein um öryggi sjúklinga. Kveikjan að greininni eru þeir atburðir sem gerðust á sjúkrahúsinu í Stafford í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Það er að hluta til dapurlegur lestur en nauðsynlegur því læra má af því sem miður fer. Segja má að siðfræði hjúkrunarfræðinga sé bundin öryggi sjúklinga föstum böndum. Samhjálp er íslenska orðið fyrir symbiosis en það táknar samlíf tveggja ólíkra lífvera báðum til hagsbóta. Segja má að samband hugtakanna tveggja, siðfræði og öryggis, verki á svipaðan hátt. Í daglegu lífi erum við háð því að menn hagi sér eins og fólk, eins og sagt er. Við gerum ráð fyrir að langflestir aki ekki undir áhrifum vímuefna, brjótist ekki inn hjá okkur og berji okkur ekki að tilefnislausu. Við gerum einnig ráð fyrir að menn láti vita þegar þeir sjá eitthvað misjafnt gerast. Á sama hátt gera sjúklingar ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar vinni af samviskusemi og láti vita ef eitthvað fer úrskeiðis. Á sjúkrahúsinu í Stafford virðast sumir hjúkrunarfræðingar hafa virt að vettugi báðar þessar óskir sjúklinganna. Almenningur gerir þær kröfur til hjúkrunarfræðinga að þeir standi fast við siðfræðireglur sínar þó að aðstæður séu erfiðar, en í raunveruleikanum er þetta ekki eins auðvelt. Sumir bugast þegar þrengt er að mönnun og starfsaðstæður eru fjandsamlegar. Því er lausnin ekki að gera einstaka hjúkrunarfræðinga að blórabögglum, eins og gerðist í Bretlandi, heldur að bæta mönnun og starfsaðstæður. Siðfræði hjúkrunarfræðinga tryggir öryggi sjúklinga en öryggi hjúkrunarfræðinga og sjúklinga tryggir með svipuðu móti siðfræði hjúkrunarfræðinga. Þegar talað er um hjúkrunarfræðinga sjá margir fyrir sér unga konu á fullu við að sinna sjúklingum á legudeild. Hjúkrunarfræðingar vinna hins vegar víða og eru einnig stjórnendur. Einn mikilvægur hópur er deildarstjórar því líðan þeirra og starfsumhverfi getur haft mikil áhrif á líðan almennra hjúkrunarfræðinga. Í þessu tölublaði er fræðigrein þar sem sagt er frá streitu og starfsumhverfi deildarstjóra og er þetta áhugaverð lesning. Streita og kulnun hjúkrunarfræðinga í kjölfar sparnaðar og niðurskurðar er alvarlegt vandamál sem verður áfram fjallað um í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Nýlega birtist í The Lancet rannsókn sem rennir stoðum undir fyrri rannsóknarniðurstöður um samband hjúkrunarmönnunar og öryggis sjúklinga. Vísbendingar eru um að fyrir hvern sjúkling, sem bætist við í umsjón hjúkrunarfræðings, hækki dánartíðni sjúklingahópsins um 7%. Ákvarðanir um að draga úr mönnun hjúkrunarfræðinga eru því ekki hættulausar. Það er kominn tími til að hjúkrunarfræðingar láti heyra í sér því siðareglur þeirra kalla á viðbrögð við þessum tíðindum. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir Christer Magnusson, Fabrice Dimier, Guðbjörg Pálsdóttir, Jón Baldvin Halldórsson o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson Auglýsingar Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla Litróf Upplag 3900 eintök Pökkun og dreifing Póstdreifing SAMHJÁLP SIÐFRÆÐI OG ÖRYGGIS Þetta tölublað er hið fyrsta af 90. ár ganginum en tímaritið, sem nú heitir Tímarit hjúkrunar­ fræðinga, var fyrst gefið út 1925. Þetta merka árgangsnúmer verður í kastljósi seinna á árinu og á næsta ári verður haldið upp á 90 ára afmæli tímaritsins. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A ct av is 4 1 1 0 1 3 – Við sveppasýkingum í leggöngum Candizol hylki fást án lyfseðils til meðhöndlunar við sveppasýkingum í leggöngum hjá konum, sem hafa áður fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu í leggöngum og fá sömu einkenni að nýju. Einkenni sveppasýkingar eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og ytri kynfærum. Notkunarsvið: Candizol inniheldur virka efnið úkónazól og tilheyrir okki sveppalya. Candizol er notað við sveppasýkingum í leggöngum og fæst án lyfseðils til meðhöndlunar fyrir þær konur sem áður hafa fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu í leggöngum og fá sömu einkenni að nýju. Einkenni sveppasýkingar eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og ytri kynfærum. Ekki má nota Candizol ef ofnæmi er fyrir virka efninu, úkónazóli, öðrum skyldum azólsamböndum eða einhverju hjálparefnanna eða fyrir öðrum lyum sem þú hefur notað við sveppasýkingum, einkennin geta verið kláði, húðroði eða öndunarerðleikar. Ef þú tekur astemizól, terfenadín (andhistamínlyf við ofnæmi),cisapríð (notað við óþægindum í maga),pímózíð (notað við geðrænum kvillum), quinidín (notað við hjartsláttartruunum), eða erytrómýcín (sýklalyf). Sérstök varnaðarorð: Gæta skal varúðar við gjöf úkónazóls hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og skerta lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar við gjöf úkónazóls hjá sjúklingum sem eru með sjúkdóma sem hugsanlega geta valdið hjartsláttartruunum. Ekki er mælt með samhliða gjöf úkónazóls og halófantríns. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið greint frá bráðaofnæmi. Lyð inniheldur laktósaeinhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgær arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyð. Láttu lækninn vita ef þú: Ert yngri en 16 ára og eldri en 50 ára, ert í fyrsta skipti að fá einkenni um sýkingu í leggöngum, hefur fengið eiri en tvær sýkingar síðustu sex mánuði, ert með einhvern krónískan sjúkdóm, hefur lifrar- eða nýrnakvilla, hefur hjartasjúkdóm, þ.m.t. hjartsláttartruanir, hefur óeðlilegt magn af kalíum, kalsíum eða magnesíum í blóðinu, færð alvarleg húðviðbrögð (kláða, roða í húðinni eða öndunarerðleika), (eða rekkjunautur þinn) hað verið útsett fyrir kynsjúkdómum, ert óviss um orsök einkennanna, ert með önnur einkenni s.s. hita eða verk í neðri hluta kviðar, óeðlilegar eða óreglulegar blæðingar frá leggöngum, ertingu, sár eða blöðrur á ytri kynfærum eða sviða við þvaglát, tekur önnur lyf. Notkun annarra lya samhliða Candizol: Látið lækninn eða lyafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þar með talin lyf sem fengin eru án lyfseðils. Aukaverkanir: Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef vart verður við einhver eftirtalinna aukaverkana skal hafa samband við lækni eða lyafræðing: höfuðverkur, óþægindi í maga, niðurgangur, ógleði, uppköst,hækkun á gildum í blóðprufum fyrir lifrarstarfsemi, útbrot. Skammtastærðir: Candizol hylki á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni. Fullorðnir: 150 mg sem stakur skammtur. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga. Geymið lyð þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Markaðsleysha: Actavis hf. Febrúar 2014. Candizol hylki á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni Candizol® 150 mg, 1 hylki Kláði eða sviði? Þekkir þú einkenni sveppasý kingar í leggöngu m? Eitt hylki, einu sinni Án lyfseðils

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.