Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 31
í Fossvog eftir að Landakot sameinaðist
Borgarspítala. Á þeim tíma vann ég mikið
með krabbameinsveikum börnum og
börnum með heila og taugasjúkdóma,“
segir Arna.
Í BSnáminu vantaði hana lokaverkefni.
„Mig langaði að hafa Mörgu Thome sem
leiðbeinanda. Fólk, sem þekkir Mörgu,
skilur það eflaust. Hún var og er mjög
sterkur fræðimaður og ber auk þess
mikla virðingu fyrir reynslu. Ef menn ætla
að kenna vönum hjúkrunarfræðingum
þá má ekki meðhöndla þá eins og
nýgræðinga. Hún kunni að samræma
það að þjálfa mig í fræðilegri vinnu, sem
ég var alls ekki vön, og bera virðingu fyrir
klínískri reynslu. Það var þetta sem ég
heillaðist af hjá Mörgu. Áhugasvið hennar
var vanlíðan og þunglyndi nýbakaðra
mæðra. Ég hafði aftur á móti engan
sérstakan áhuga á því.“
Á barnadeild var þó eitt vandamál sem
mætti tengja við áhugasvið Mörgu. Á
þeim tíma voru óvær börn oft lögð
inn beint á deild en bráðavakt var á
deildunum og spítalanir skiptust á að
taka vaktir. Þetta voru óvinsælar innlagnir
hjá starfsfólkinu. Á næturvaktinni var
oft mikið af veikum börnum og svo
eitt grátandi barn sem ekkert var að
líkamlega og mjög óljóst hvort innlögnin
hefði einhvern tilgang. Arna ákvað að
taka til í þessum innlögnum. „Það voru
allir mjög glaðir yfir því en þetta átti aldrei
að vera annað en tiltekt. Hún gekk út
á að skipuleggja innlögnina frekar en
að leggja barnið inn brátt,“ segir Arna.
BSverkefnið var prufurannsókn á tveimur
innlögnum og Arna lagði línurnar eftir
að hafa lesið sér til um svefnvandamál
barna og um innlagnir. Hún sá strax
að þetta vandamál var ekki einskorðað
við Ísland. Ásamt Mörgu mótaði hún
hvernig innlögnin ætti að vera og þar var
stuðningur við foreldra stór hluti en það
hafði ekki verið áður.
„Eftir þetta verkefni gerðum við Marga með
okkur tveggja ára rannsóknarsamning og
við ákváðum að rannsaka öll börn sem
voru lögð inn á þessum tveimur árum.
Marga er einstök finnst mér. Hún kann
að láta fólk fljúga vel í kringum sig og
það er líka einkenni góðs stjórnanda. Ég
hef verið svo lengi í starfi og hef kynnst
mörgum yfirmönnum og það einkennir
góðan yfirmann að hann getur látið fólkið
í kringum sig blómstra og hann skilur að
hann græðir á því. Það eru ekki allir sem
átta sig á því en Marga gerir það.“
Þessi rannsókn reyndist vera mikil
vinna. „Ég sá einnig um meðferðina
á börnunum. Ingibjörg Leifsdóttir kom
fljótlega með mér í þetta því auðvitað var
ég ekki alltaf á vakt. En þessi hópur fékk
mjög góða þjónustu því við mótuðum
þetta vel, fylgdum hópnum eftir og höfum
birt töluvert af rannsóknargreinum um
þennan innlagnarhóp. Við skoðuðum líka
þessi börn nokkrum árum seinna og
það var mjög áhugavert og við höfum
líka birt niðurstöður úr því. Síðan fór að
fréttast úti í bæ að það væri einhver með
sérstakan áhuga á grátandi börnum,“
segir Arna. Upp úr því fór smám saman
að verða til göngudeild.
Eftir BSnámið fór Arna fljótlega
í meistara nám. Hún ákvað að skoða
börnin sem komu á göngudeild. Þetta
var stór hópur, tæplega 200 börn.
Arna fór yfir meðferðarnótur sínar, gerði
innihalds greiningu á þeim og skoðaði
einnig einkenni barnanna fyrir og eftir
meðferð. Hún fylgdi svo börnunum eftir
fimm mánuðum seinna til þess að meta
árangur en sú athugun var ekki hluti af
meistararitgerðinni. „Niðurstöðurnar úr
allri þessari vinnu voru mjög hagnýtar.
Margt í niðurstöðunum kom mér á
óvart og ég varð gagntekin af því. Þær
voru mjög skemmtilegar í sambandi
við svefnrytma – áhrif dagsvefns á
nætursvefn. Maður getur náð töluverðum
árangri með því að laga svefntímann yfir
sólarhringinn. Þetta var dálítið einstakt á
heimsvísu. Eins rökrétt og það hljómar
þá hefur það nú ekki verið aðalmálið
í meðferðarrannsóknum. Ég var fyrst
ekki að pæla í að skrifa um þetta því
það er ekki mín sterka hlið. Hún er að
vinna, tala við fólk og sinna meðferð,“
segir Arna. Hún hugsaði sér að ráða
sig í hlutavinnu í heilsugæslunni því þar
væri hægt að komast í samband við
foreldra og fá tækifæri til að kenna öllum
börnum að sofna sjálf. Hún sá fyrir sér
að hægt væri að gera rannsókn og bera
saman heilsugæslustöð, þar sem þessar
aðferðir voru notaðar, við aðra stöð sem
notaði þær ekki. Áhugi heilsugæslunnar
reyndist hins vegar lítill sem enginn.
Bókin verður til
„Ég ákvað þá að það væri gáfulegt að
koma þessu beint til foreldra með því
að skrifa bók. Hins vegar fannst mér ég
ekki getað skrifað heila bók, mér mundi
ekki endast ævin til þess. Ég byrjaði þá
að skrifa einn og einn kafla á netinu en
talaði líka við rithöfund til þess að biðja
hann um að skrifa fyrir mig. Viðkomandi
leist ekkert á það og sagði mér að
skrifa þetta sjálf,“ segir Arna. Hún hafði
oft verið beðin um að þýða bækur um
smábarnauppeldi. Útgefendur komu til
hennar með slíkar beiðnir en Arna þekkir
ágætlega til bóka á þessu sviði og hafði
ekki fundið bók sem hana langaði að
þýða. Á göngudeildina komu þá til hennar
hjón, Anna Margrét og Tómas, með
tvíbura í svefnráðgjöf og talið barst að
þýðingum. Arna svaraði að hana langaði
helst sjálfa að skrifa bók og hjónin, sem
reyndust svo vera útgefendur, sýndu því
strax mikinn áhuga.
„Ég lánaði þeim handritið að meistara
ritgerðinni en það var auðvitað handónýtt
í bók. Anna Margrét las meistararitgerðina
og sá strax efniviðinn í henni. Ég hefði
getað gert úr því fræðilega bók en
hún hefði aldrei orðið eins vinsæl og
Draumaland. Það eru samt auðvitað
heimildir bak við Draumaland en hún er
bara allt öðruvísi skrifuð. Upp úr þessu
varð að Anna Margrét gerðist ritstjóri
bókarinnar og hún er góður penni og
reyndist mér hinn frábærasti ritstjóri. Ég
„Ég lánaði þeim
handritið að meistara
ritgerðinni en það var
auðvitað handónýtt í
bók. Anna Margrét las
meistararitgerðina og sá
strax efniviðinn í henni.
Ég hefði getað gert úr
því fræðilega bók en hún
hefði aldrei orðið eins
vinsæl og Draumaland.“