Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 25 breytingum á sjúkdómseinkennum, áhrif stuðnings foreldra, virkni í fjölskyldu og hvernig sjúkdómurinn getur drottnað yfir fjölskyldu lífinu. Niðurstöðurnar munu nýtast fagaðilum á göngu­ og innlagna deildum við að bjóða upp á gagnreynda heilbrigðisþjónustu fyrir fjölskyldur barna og unglinga með átröskun eða með ADHD. Að sögn Margrétar Gísladóttur var það mikil viðurkenning fyrir hana á mikilvægi rannsóknarinnar að fá styrk úr rannsóknasjóðnum. Styrkurinn var kærkominn þar sem rannsóknavinna er kostnaðarsöm. Þótt hún hafi fengið aðra styrki voru þeir ekki nægjanlegir til þess að standa straum af öllum kostnaði og er hún því mjög þakklát fyrir styrkinn. Til þess að hægt sé að stuðla að árlegri úthlutun er mikilvægt að efla sjóðinn. Nýlega hafa sjóðnum borist tvær veglegar gjafir. Í tilefni af 40 ára afmæli hjúkrunarfræðideildar færði Ingibjörg sjálf sjóðnum 500.000 krónur. Hjúkrunarfræðingar, sem útskrifuðust 1982, gáfu svo sjóðnum 100.000 krónur til minningar um bekkjarsystur sína, Margréti Jónu Stefánsdóttur sem lést 2. september síðastliðinn. Margrét Björnsdóttir er verkefnastjóri Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Útskriftarárangur 1982 færði sjóðnum veglega gjöf. Gjafir til sjóðsins Hægt er að styrkja sjóðinn við ýmis tilefni eins og vegna árgangaafmæla eða útskriftar. Sjóðurinn er bæði með minningar­ kort og heillaóskakort. Fjárhæðir má leggja inn á bankareikning 0513­26­004057 hjá Íslandsbanka. Kennitala sjóðsins er 571292­3199. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir í síma 525­5280 eða með tölvupósti margbjo@hi.is. Fr ét ta pu nk tu r Um 200 nýútskrifaðir hjúkrunarfræð ingar í Svíþjóð tóku sig saman árið 2012 um að taka ekki starfstilboði ef launin voru undir 24.000 SEK (um 425.000 kr.) á mánuði en algeng byrjunarlaun voru þá kringum 22.000 SEK. Óformleg könnun á Facebook-síðu þeirra hefur leitt í ljós að flestir þeirra hafa skipt um vinnu nokkrum sinnum og getað þannig samið um launahækkanir. Tveir þriðju þeirra eru komnir yfir 26.000 sænskar og nokkrir hafa yfir 30.000 krónur í mánaðarlaun. Ulrika Blumfelds er ein þeirra sem hratt uppreisninni af stað og hefur að jafnaði komið fram sem leiðtogi hópsins. Eftir útskrift fór hún að vinna á bráðaöldrunardeild og náði að semja um 24.000 kr. á mánuði. Þegar kjör hjúkrunarfræðinga versnuðu á sjúkrahúsinu í kjölfar niðurskurðar skipti hún um vinnu, hefur samið um launahækkanir í áföngum og er nú með 32.500 krónur (um 575.000 kr. íslenskar) í mánaðarlaun einu og hálfu ári eftir útskrift. Uppreisn gegn byrjunarlaunum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.