Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 3
Formannspistill
í því að eitthvað fari úrskeiðis í starfinu
sem leiðir til mistaka. Hjúkrunarfræðingar
bera samkvæmt lögum og reglugerðum
ábyrgð á sínum störfum. Gerum við
mistök eigum við að sjálfsögðu að svara
fyrir þau og taka ábyrgð á þeim.
Við vitum að geri hjúkrunarfræðingur
mistök í starfi ber viðkomandi skylda til
að atvika skrá þau og tryggja þannig að
farið verði yfir eðli mistakanna. Hvað fór
úrskeiðis? Af hverju fór þetta úrskeiðis?
Hvað getum við lært af þessu? Hvernig
getum við gert betur? Hvernig komum
við í veg fyrir að þetta gerist aftur?
Slík úrvinnsla er til hagsbóta bæði fyrir
sjúklinga og starfsfólk. Mistök verða gerð
og við verðum að læra af þeim.
Nú stöndum við frammi fyrir því að mistök
verða þess valdandi að heilbrigðis
starfsmaður er ákærður. Hvaða áhrif
hefur þetta á vinnu hjúkrunarfræðinga?
Ég óttast að þetta leiði til þess að
heilbrigðisstarfsmenn verði hræddari við
að viðurkenna mistök sín af hræðslu við að
verða ákærðir, fá dóm og missa starfsleyfi
sitt. Viðurkenni starfsmaðurinn mistök
setur hann afkomu sína og fjölskyldu
sinnar að veði ásamt möguleikanum á að
starfa í sínu fagi í framtíðinni. Ef við tölum
ekki um mistök og viðurkennum þau þá
munum við ekki læra af þeim.
Hjúkrunarfræðingar hafa oftsinnis
fjallað um það ástand sem skapast
hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin
ár. Gegndarlaus niðurskurður á öllum
stofnunum landsins hefur komið niður á
þjónustunni, álag hefur aukist, tæki og
aðstaða hefur farið versnandi og kerfið
er að niðurlotum komið. Til að bregðast
við þessu ástandi hefur starfsfólk í
heilbrigðiskerfinu tekið á sig aukna vinnu,
það hleypur hraðar og reynir að halda
þjónustunni í þeim gæðaflokki sem við
ætlumst til. Lengra er ekki hægt að
ganga í niðurskurði, það er öllum ljóst.
Nú stöndum við hjúkrunarfræðingar á
tímamótum. Einn úr okkar hópi hefur
verið ákærður eftir að sjúklingur í hans
umsjá lést vegna alvarlegs atviks sem
upp kom í meðferð sjúklingins. Við erum
öll harmi slegin og hugur okkar er hjá
fjölskyldu sjúklingsins. Einnig hugsum
við til kollega okkar sem á hlut að máli.
Aldrei fyrr hefur íslenskur heilbrigðis
starfsmaður verið ákærður fyrir atvik
þar sem sjúklingur lést. Þetta er nýr
raunveruleiki sem við okkur blasir,
raunveruleiki sem við verðum að læra að
takast á við.
Við erum öll sammála um að öryggi
sjúklinga verður að vera haft að leiðarljósi
í allri þeirri meðferð sem við veitum
skjólstæðingum okkar. Þegar alvarlegt
atvik á sér stað þá er erfitt að rekja það
til einhvers eins þáttar. Yfirleitt er það röð
atvika sem leiðir til þess að svo fer sem
fer. Þannig getur álag vegna manneklu,
lélegra tækja og óviðunandi húsakosts
haft áhrif sem og þreyta starfsmanns
vegna ónógrar hvíldar. Mannlegir þættir,
svo sem líðan starfsmanns, geta einnig
haft sitt að segja. Við könnumst flest við
þessar aðstæður og öll getum við lent
Er eðlilegt að heilbrigðisstarfsfólk vinni
fulla vinnuviku á þrískiptum vöktum árið
um kring? Auk þess tíðkast að heilbrigðis
starfsfólk vinni eins mikla aukavinnu og
það vill og jafnvel á fleiri en einum
vinnustað. Á sama tíma mega stéttir,
svo sem flutningabílstjórar og flugmenn,
ekki vinna nema í ákveðinn tíma í einu
og mjög hart er tekið á því ef þeir vinna
meira en reglur segja til um.
Hjúkrunarfræðingar vinna með líf
annarra í höndunum. Við berum ábyrgð
á manneskjum sem treysta okkur fyrir
lífi sínu. Mistök í okkar fagi geta verið
mjög afdrifarík. Það er kominn tími til
að við setjum styttingu á vinnuviku
hjúkrunarfræðinga á oddinn og krefjumst
þess að hvíldartímar séu virtir. Við þurfum
að skilgreina hversu mörgum sjúklingum
hver og einn hjúkrunarfræðingur má
sinna á hverjum tíma. Tryggja þarf að
vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga séu
boðlegar og stuðli að því að sjúklingarnir
fái sem öruggasta hjúkrun.
Ljóst er að hjúkrunarfræðingar standa
nú á tímamótum og starf þeirra mun
hugsanlega taka breytingum en eitt mun
aldrei breytast. Öryggi sjúklinga er og
verður það sem skiptir okkur höfuðmáli.
ÖRYGGI SJÚKLINGA Í FYRIRRÚMI
Ólafur Guðbjörn Skúlason.
Hlustunarpípur MDF® 777 one™
Handgerðar og vandaðar hlustunarpípur sem framleiddar eru undir ströngu gæðaeftirliti
MDF® oneTM hlustunarpípurnar eru sérstaklega einangraðar og hafa einstaka hljóðleiðandi eiginleika sem skilar sér í miklum hljóðgæðum
MDF® oneTM hlustunarpípurnar eru haganlega hannaðar til þæginda fyrir notendur
MDF® oneTM hentar vel heilbrigðisstarfsfólki
Allar hlustunarpípur frá MDF hafa lífstíðar framleiðsluábyrgð
og ábyrgð á aukahlutum
Opið virka daga kl. 9 -18 • og á laugardögum kl. 11 - 15 • Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
MDF® býður fjölbreytt úrval af hlustunarpípum
og skemmtilegt litaúrval
Verð frá kr.: 11.750