Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 20148
þegar það sníður hvern dag að því
hvernig einstaklingurinn er vanur að
haga degi sínum og eftir því hvernig
viðkomandi er upplagður, en slík
tilhögun tekur bæði mið af frásagnar
og reynslusjálfi fólks. Hjúkrunarfólk
aflar sér upplýsinga með mati á færni
einstaklingsins (íhlutun) en skilningur á
mann eskjunni leiðir síðan til þess að
það áttar sig á hvernig viðkomandi er
fyrirkallaður eða upplagður (reynslukjarni
sjálfsins) og það ræður síðan hvernig
komist er nær einstaklingnum og allri
umgengni við hann (sjá töflu 1).
Umræða
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar
síðan Florence Nightingale var og
hét og ómögulegt að segja hvað hún
hefði sagt um þennan þankagang um
hjúkrun. Baly (1991) telur að Florence
hafi í sjálfu sér aldrei litið á sig sem
sérstakan forvígismann í hjúkrun. Hins
vegar hafi forystukonur í hjúkrun gert
hana að leiðtoga hjúkrunar og skapað
goðsögn um hana. Baly (1991) bendir
á að „Nightingaleskólinn hafi verið
smátilraun, tilraun sem gekk ekki sérlega
vel, [tilraun] á meðal annarra endurbóta
sem þegar höfðu hafist og þegar verið
óumflýjanlegar“ (bls. 4).
Burtséð frá tilvísun til Nightingale má
spyrja hvers vegna það þurfi hjúkrunarfólk
á vakt við hlið sjúklingsins á stofnunum
allan sólarhringinn alla daga vikunnar
þegar aðrar starfsstéttir fara heim að
vinnudegi loknum þó kalla megi á flestar
þeirra allan sólarhringinn ef þurfa þykir.
Hugsanlega liggur svarið í eðlismun á
starfi þessara starfsstétta. Það er munur
á því að hafa fyrst og fremst afskipti af
einstaklingnum með íhlutun eða því að
vera stöðugt allt í kringum einstaklinginn
í mikilli nánd, ásamt því að hlutast til um
meðferð hvers og eins. Ef til vill vantar á
þekkingu í hjúkrun um þennan eðlismun
og það sem hann felur í sér. Mikil áhersla
hefur verið á að þróa þekkingu um
íhlutanir í hjúkrun (hjúkrunargreiningar
og meðferð við þeim) en ekki horft
nægjanlega til sérstöðu hjúkrunar sem
skapast við umgengni og nánd.
Umfjöllun Kierkegaards um áhrif
líkamlegra nauðsynja á sjálfið rímar að
mörgu leyti við hugmyndir Nightingale
(1969) um hreinlæti og umhverfis og
hollustuhætti. Hugsanlega gæti útlegging
Kierkegaards um tengsl sjálfsins við
tilveru mannsins og um líkamlegar
nauðsynjar sjálfsins varpað frekara ljósi
á hugmyndir Nightingale um mikilvægi
heilbrigðisfræðslu (Baly, 1991) sem telja
má að eigi rétt á sér á öllum tímum.
Markmið hjúkrunar er að efla heilbrigði
og vellíðan einstaklingsins (mynd 1) og
það er gert með því styðja við og styrkja
sjálf einstaklingsins, einkum með því
að hlúa að tengslum einstaklingsins við
sjálfan sig og aðra um leið og tryggt er að
líkamlegum nauðsynjum sjálfsins sé sinnt
við viðhlítandi aðstæður, sérstaklega
þegar horft er til daglegs gangs.
Tafla 1. Stundatafla: Dæmi um daglegan gang, til dæmis á öldrunardeild.
Tími
dagsins
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Fyrir
hádegi
Fótaferð 3
Morgunmatur í
borðstofu 3
Salernisferð 2
Hádegismatur í
borðstofu 3
Fótaferð 3
Salernisferð 2
Morgunmatur í
borðstofu 3
Sjúkraþjálfun ǂ3
Hádegismatur í
borðstofu 3
Fótaferð 3
Salernisferð 2
Morgunmatur í
borðstofu 3
Hádegismatur í
borðstofu 3
Lúr 3
Salernisferð 2
Morgunmatur inni
á stofu 3
Hádegismatur inni
á stofu 3
Salernisferð 2
Lúr 3
Morgunmatur inni
á stofu 3
Hádegismatur inni
á stofu 3
Salernisferð 2
Fótaferð 3
Morgunmatur
í borðstofu 3
Sjúkraþjálfun ǂ
Salernisferð 2
Fótaferð 3
Morgunmatur í
borðstofu 3
Eftir
hádegi
Salernisferð 2
Hvíld 2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf *2
Kvöldmatur í
borðstofu 3
Salernisferð 2
Hvíld 2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf *2
Kvöldmatur í
borðstofu 3
Salernisferð2
Hvíld 2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf *2
Kvöldmatur í
borðstofu 3
Hvíld 2
Salernisferð2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf * 2
Kvöldmatur í
borðstofu 3
Hvíld 2
Salernisferð 2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf *2
Kvöldmatur í
borðstofu3
Hvíld 2
Salernisferð 2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf *2
Kvöldmatur í
borðstofu 3
Salernisferð 2
Hvíld 2
Kaffi 2
Heimsókn 4
Sjónvarpsáhorf *2
Kvöldmatur í
borðstofu 3
Eftir
kvöld-
mat
Sjónvarpsáhorf *2
Salernisferð 2
Spil *2
Háttatími 4
Sjónvarpsáhorf *2
Salernisferð 2
Háttatími 4
Sjónvarpsáhorf *2
Salernisferð 2
Háttatími 4
Sjónvarpsáhorf *2
Salernisferð 2
Háttatími 4
Sjónvarpsáhorf *2
Salernisferð 2
Háttatími 4
Sjónvarpsáhorf *2
Salernisferð 2
Háttatími 4
Sjónvarpsáhorf 2
Salernisferð 2
Spil *2
Háttatími 4
Aðferðir: Einstaklingurinn gerir það sem er á dagskrá:
1 af sjálfsdáðum óafskiptur að eigin frumkvæði.
2 vegna áminningar eða fyrir atbeina, áeggjan, tilstilli, tilsjón starfsfólks (það hefur hönd í bagga með gerðum viðkomandi).
3 fyrir tilverknað starfsfólks (starfsfólk skipuleggur og framkvæmir ákveðna athöfn, gjörð eða dagskrárlið í samvinnu við einstaklinginn.
4 starfsfólk kemur ákveðinni athöfn, gjörð eða dagskrárlið í kring með meiri eða minni samvinnu við einstaklinginn.
ǂ Áskilið í meðferð (Sagt fyrir um að …).
* Að ósk viðkomandi (einstaklingurinn kýs ákveðið fyrirkomulag).