Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201410 við sjálfan sig, líkamlegar nauðsynjar hans sem og aðsteðjandi ógn, svo sem áföll eða sjúkdóma. Hjúkrunarfræðingar hafa þekkingu til þess að skilja að hver og einn megi sín einhvers eða hafa sitt að segja (megin) um leið og tekið er mið af baklandi viðkomandi (hlutdeild og sálfélagslegir áhrifaþættir) og gert ráð fyrir öllu því sem fylgir aðsteðjandi ógn. Það er þetta flókna samhengi sem felur í sér ögrandi stöðu í hjúkrun – það er mun hægara að geta einangrað eða afmarkað fyrirbærin, sem tekist er á við á heilbrigðisstofnunum, með ákveðinni íhlutun, hvort sem það er að meta ákveðna hliðar manneskjunnar, setja upp nál, skipta um bleiu, standa fyrir hálfrar klukkustundar afþreyingu eða eitthvað í þeim dúr. Það er hins vegar þessi stöðuga viðvera og stöðuga ákall um skilning við hvaða aðstæður sem er sem gerir hjúkrunarstarfið svo krefjandi. Það tekur sinn tíma að vera í kringum fólk og gefa sig að því. Því miður er ekki allt starfsfólk tilbúið til þess – þess vegna eru einmanaleiki, leiðindi og tilfinning um hjálparleysi svo algeng á hjúkrunarheimilum eins og Eden­stefnan hefur stöðugt vakið máls á (Thomas, 2004). Hjúkrunarfræðingar hafa vitað það í áraraðir að það skiptir öllu máli að geta gefið sig að fólki og að hver og einn þarf sinn tíma – en til þess að starfsmaður gefi sig að fólkinu þarf oft enn meira nöldur og nagg af hálfu hjúkrunarfræðings heldur en það að biðja samstarfsmann um að hlutast til um að gera eitthvað þar sem hægt er að hlutgera einstaklinginn. Heimildir Baly, M. (1991). As Miss Nightingale said …: Florence Nightingale through her sayings – a Victorian perspective. London: Scutari Press,. Benner, P. (1984). From novice to expert: Excellence and power in clinical nursing practice. Menlo Park: Addison­Wesley Publishing Company. Jón Kalman Stefánsson (2011). Hjarta mannsins. Reykjavík: Bjartur. Kaufman, S.R. (1986). The ageless self: Sources of meaning in late life. Madison: University of Wisconsin Press. Kelley, T., Docherty, S., og Brandon, D. (2013). Information needed to support knowing the patient. Advances in Nursing Science, 36 (4), 351­363. Kierkegaard, S. (1989). The sickness unto death: A Christian psychological exposition for edification and awakening by Anti-Climacus (þýð. A. Hannay). London: Penguin Books. Margrét Gústafsdóttir (1988). Hugmyndafræði, rannsóknir og hjúkrunarþjónusta. Tímarit Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, 5 (1), 16­21. Nightingale, F. (1969). Notes on nursing: What it is, and what it is not. New York: Dover Publications. Thomas, W.H. (2004). What are old people for? How elders will save the world. Acton: Vanderwyk & Burnham. Zahavi, D. (2005). Subjectivity and selfhood: Investigating the first-person perspective. London: The MIT Press. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, University of Minnesota Center for Spirituality & Healing og University of Minnesota School of Nursing efna til ráðstefnu á Íslandi í maí 2015 1st International Integrative Nursing Symposium Expanding Care, Transforming Lives 18. – 20. maí 2015, Reykjavík, Ísland Meðal fyrirlesara verða Mary Jo Kreitzer frá Bandaríkjunum Jos de Blok frá Hollandi Búið er að opna fyrir innsendingu ágripa á heimasíðu ráðstefnunnar og er skilafrestur til 15. september. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.integrativenursing2015.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.